Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 12:00 Jóhannes Karl Guðjónsson var líflegur á hliðarlínunni hjá ÍA í fyrrakvöld. MYND/STÖÐ 2 SPORT Skagamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta á fimmtudag, ekki síst í aðdraganda markanna sem Stjarnan skoraði. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari liðsins taldi Eyjólf Héðinsson klárlega hafa brotið á Tryggva Hrafni Haraldssyni fyrir fyrsta markið, sem Eyjólfur skoraði einmitt. Farið var yfir umdeild atvik í leiknum í Pepsi Max-stúkunni í gær þar sem einnig mátti sjá Jóhannes Karl afar líflegan á hliðarlínunni. „Pétur! Hann bæði sparkar í hann og rífur í hann. Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl á Pétur Guðmundsson, sem var varadómari í leiknum, eftir meint brot Eyjólfs. „Það er mikið til í þessu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ef hann [Tryggvi] hefði bara farið niður á hnén hefði hann fengið aukaspyrnuna,“ sagði Hjörvar. Árni „ekki í ástandi til að verja“ skotið Í aðdraganda seinna marks Stjörnunnar töldu sérfræðingarnir ljóst að Árni Snær Ólafsson, markmaður ÍA, hefði spyrnt boltanum út fyrir hliðarlínu vegna meiðsla Alex Þórs Haukssonar. Alex skoraði svo strax eftir innkastið. „Það hefði verið erfitt fyrir hann að sparka eitthvert annað. En hefði hann ekki getað kallað á þann sem tók innkastið; „Heyrðu komdu með boltann, ég var að setja hann út af hérna fyrir ykkur“?“ spurði Hjörvar. „Þetta virkar á mig þannig, vegna þess að skotið frá Alex er ekki merkilegt, að Árni Snær sé ennþá að velta fyrir sér „af hverju erum við ekki komnir með boltann?“ Því það fyrsta sem hann gerir þegar boltinn fer í netið er að hann stekkur á fætur og rýkur í átt að Stjörnumönnunum. Hann er bara ekki í ástandi til að verja skot þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Jóhannes Karl trúði svo vart eigin augum þegar Skagamenn fengu ekki aukaspyrnu eftir það sem þjálfarinn taldi vera brot á Tryggva Hrafni við vítateig Stjörnunnar, og átti erfitt með að hemja sig eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Jói Kalli og atvik á Akranesi Pepsi Max-deild karla ÍA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. 23. júlí 2020 20:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Skagamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta á fimmtudag, ekki síst í aðdraganda markanna sem Stjarnan skoraði. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari liðsins taldi Eyjólf Héðinsson klárlega hafa brotið á Tryggva Hrafni Haraldssyni fyrir fyrsta markið, sem Eyjólfur skoraði einmitt. Farið var yfir umdeild atvik í leiknum í Pepsi Max-stúkunni í gær þar sem einnig mátti sjá Jóhannes Karl afar líflegan á hliðarlínunni. „Pétur! Hann bæði sparkar í hann og rífur í hann. Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl á Pétur Guðmundsson, sem var varadómari í leiknum, eftir meint brot Eyjólfs. „Það er mikið til í þessu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ef hann [Tryggvi] hefði bara farið niður á hnén hefði hann fengið aukaspyrnuna,“ sagði Hjörvar. Árni „ekki í ástandi til að verja“ skotið Í aðdraganda seinna marks Stjörnunnar töldu sérfræðingarnir ljóst að Árni Snær Ólafsson, markmaður ÍA, hefði spyrnt boltanum út fyrir hliðarlínu vegna meiðsla Alex Þórs Haukssonar. Alex skoraði svo strax eftir innkastið. „Það hefði verið erfitt fyrir hann að sparka eitthvert annað. En hefði hann ekki getað kallað á þann sem tók innkastið; „Heyrðu komdu með boltann, ég var að setja hann út af hérna fyrir ykkur“?“ spurði Hjörvar. „Þetta virkar á mig þannig, vegna þess að skotið frá Alex er ekki merkilegt, að Árni Snær sé ennþá að velta fyrir sér „af hverju erum við ekki komnir með boltann?“ Því það fyrsta sem hann gerir þegar boltinn fer í netið er að hann stekkur á fætur og rýkur í átt að Stjörnumönnunum. Hann er bara ekki í ástandi til að verja skot þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Jóhannes Karl trúði svo vart eigin augum þegar Skagamenn fengu ekki aukaspyrnu eftir það sem þjálfarinn taldi vera brot á Tryggva Hrafni við vítateig Stjörnunnar, og átti erfitt með að hemja sig eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Jói Kalli og atvik á Akranesi
Pepsi Max-deild karla ÍA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. 23. júlí 2020 20:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. 23. júlí 2020 20:50
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30