Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2020 23:00 Guðbjörg hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Vísir Guðbjörg Gunnarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, mætti í settið hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum Pepsi Max Markanna í dag. Guðbjörg tók tvo gesti með sér en hún tók börnin sín – tvíburana William og Oliviu - með sér. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni. Guðbjörg, eða einfaldlega Gugga eins og hún er nær alltaf kölluð, leikur með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Hún er hægt og rólega að auka æfingaálagið. „Ég er ekki byrjuð að æfa á fullu með liðinu. Ég er komin á markmannsæfingar með markmannsþjálfaranum og hann er að hjálpa mér að trappa mig svolítið upp. Svo er ég með einn sjúkraþjálfara, af þeim sem liðið er með, sem er búinn að vera mennta sig í því hvernig maður kemur til baka eftir barnsburð,“ sagði Gugga um endurkomu sína í boltann. Pepsi Max Mörkin í kvöld klukkan 20:00 á @St2Sport pic.twitter.com/nuVAyyVf2a— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) July 23, 2020 „Það er frekar óvanalegt í Svíþjóð að koma til baka eftir að eignast barn. Það er örfáir leikmenn sem hafa fætt börn og eru að spila. Yfirleitt eignast maður barn og hættir bara. Ég er mjög þakklát fyrir þann sjúkraþjálfara sem er að reyna koma mér í gang.“ Helena spurði Guðbjörgu hvort það væri mikill munur á að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli. „Ég hugsaði að þetta væri bara eins og einhver meiðsli. Ég tek þetta þannig. Þar veistu samt nákvæmlega hvað þú ert að fara út í. Ég hef nú lent í nokkrum meiðslum en þá veit ég nákvæmlega hvað ég get gert og hvað ég get ekki gert. Þetta er hins vegar frekar nýtt. Maður þarf að hlusta á líkamann. Má ég bara ýta mér á ystu mörk, ég veit það ekki alveg.“ Gugga er samningsbundin Djurgården þangað til í lok árs og er óvíst hvað tekur við í kjölfarið. Hún hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2008. „Það er meira raunhæft að ég spili á næsta ári en nú erum við til dæmis með tvo góða markmenn og það er ekki raunhæft að ég labbi inn í liðið þegar ég er orðin frísk. Ég vill vera komin á mitt getustig þegar ég byrja að spila. Þú vilt ekki vera inn á vellinum og vera ekki í standi. Ég er líkamlega komin í nokkuð gott stand þó ég segi sjálf frá en það vantar auðvitað upp á tímasetningu og fótavinnu. Það kemur bara þegar maður byrjar að spila.“ Að lokum var Gugga spurð í landsliðið en hún hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Alls á hún 64 landsleiki að baki. „Fyrst var ég mjög mikið að hugsa út í það. Sérstaklega því við erum með Svíum í riðli. Mér finnst hrikalegt að missa af því. Síðast þegar við mættum þeim í keppnisleik var á EM 2013 þegar þær stútuðu okkur og það situr enn í mér. Klippa: Guðbjörg ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, mætti í settið hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum Pepsi Max Markanna í dag. Guðbjörg tók tvo gesti með sér en hún tók börnin sín – tvíburana William og Oliviu - með sér. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni. Guðbjörg, eða einfaldlega Gugga eins og hún er nær alltaf kölluð, leikur með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Hún er hægt og rólega að auka æfingaálagið. „Ég er ekki byrjuð að æfa á fullu með liðinu. Ég er komin á markmannsæfingar með markmannsþjálfaranum og hann er að hjálpa mér að trappa mig svolítið upp. Svo er ég með einn sjúkraþjálfara, af þeim sem liðið er með, sem er búinn að vera mennta sig í því hvernig maður kemur til baka eftir barnsburð,“ sagði Gugga um endurkomu sína í boltann. Pepsi Max Mörkin í kvöld klukkan 20:00 á @St2Sport pic.twitter.com/nuVAyyVf2a— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) July 23, 2020 „Það er frekar óvanalegt í Svíþjóð að koma til baka eftir að eignast barn. Það er örfáir leikmenn sem hafa fætt börn og eru að spila. Yfirleitt eignast maður barn og hættir bara. Ég er mjög þakklát fyrir þann sjúkraþjálfara sem er að reyna koma mér í gang.“ Helena spurði Guðbjörgu hvort það væri mikill munur á að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli. „Ég hugsaði að þetta væri bara eins og einhver meiðsli. Ég tek þetta þannig. Þar veistu samt nákvæmlega hvað þú ert að fara út í. Ég hef nú lent í nokkrum meiðslum en þá veit ég nákvæmlega hvað ég get gert og hvað ég get ekki gert. Þetta er hins vegar frekar nýtt. Maður þarf að hlusta á líkamann. Má ég bara ýta mér á ystu mörk, ég veit það ekki alveg.“ Gugga er samningsbundin Djurgården þangað til í lok árs og er óvíst hvað tekur við í kjölfarið. Hún hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2008. „Það er meira raunhæft að ég spili á næsta ári en nú erum við til dæmis með tvo góða markmenn og það er ekki raunhæft að ég labbi inn í liðið þegar ég er orðin frísk. Ég vill vera komin á mitt getustig þegar ég byrja að spila. Þú vilt ekki vera inn á vellinum og vera ekki í standi. Ég er líkamlega komin í nokkuð gott stand þó ég segi sjálf frá en það vantar auðvitað upp á tímasetningu og fótavinnu. Það kemur bara þegar maður byrjar að spila.“ Að lokum var Gugga spurð í landsliðið en hún hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Alls á hún 64 landsleiki að baki. „Fyrst var ég mjög mikið að hugsa út í það. Sérstaklega því við erum með Svíum í riðli. Mér finnst hrikalegt að missa af því. Síðast þegar við mættum þeim í keppnisleik var á EM 2013 þegar þær stútuðu okkur og það situr enn í mér. Klippa: Guðbjörg ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira