Chauvin ákærður fyrir skattsvik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2020 20:45 Mynd af lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn. Hann hefur nú verið ákærður fyrir skattsvik. RCSO/AP Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir að Chauvin og fyrrverandi eiginkona hans, sem skildi við hann í kjölfar þess að hann var handtekinn fyrir morðið á Floyd í maí, séu sökuð um að skulda skattayfirvöldum í Minnesota hátt í 38 þúsund dollara, eða um fimm milljónir króna. Derek Chauvin og fyrrverandi eiginkona hans, Kellie Chauvin, eru alls ákærð í níu liðum fyrir að hafa falsað skattskýrslur annars vegar og fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum hins vegar. Þeim er gefið að sök að hafa ekki gefið upp alls 434 þúsund dollara af sameiginlegum tekjum sínum frá árinu 2014, eða rúmlega 63 milljónir króna. Hluta þeirra tekna aflaði Chauvin í hlutastarfi sem öryggisvörður samhliða störfum sinnar inan lögreglunnar í Minneapolis. Imran Ali saksóknari hefur sagt að í framvindu rannsóknarinnar gæti komið í ljós að hjónin fyrrverandi skulduðu hærri fjárhæðir en þegar eru komnar fram. Chauvin er nú í haldi lögreglunnar, og hefur verið það síðan hann var ákærður fyrir morðið á George Floyd í lok maí síðastliðins. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Sjá meira
Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir að Chauvin og fyrrverandi eiginkona hans, sem skildi við hann í kjölfar þess að hann var handtekinn fyrir morðið á Floyd í maí, séu sökuð um að skulda skattayfirvöldum í Minnesota hátt í 38 þúsund dollara, eða um fimm milljónir króna. Derek Chauvin og fyrrverandi eiginkona hans, Kellie Chauvin, eru alls ákærð í níu liðum fyrir að hafa falsað skattskýrslur annars vegar og fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum hins vegar. Þeim er gefið að sök að hafa ekki gefið upp alls 434 þúsund dollara af sameiginlegum tekjum sínum frá árinu 2014, eða rúmlega 63 milljónir króna. Hluta þeirra tekna aflaði Chauvin í hlutastarfi sem öryggisvörður samhliða störfum sinnar inan lögreglunnar í Minneapolis. Imran Ali saksóknari hefur sagt að í framvindu rannsóknarinnar gæti komið í ljós að hjónin fyrrverandi skulduðu hærri fjárhæðir en þegar eru komnar fram. Chauvin er nú í haldi lögreglunnar, og hefur verið það síðan hann var ákærður fyrir morðið á George Floyd í lok maí síðastliðins.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Sjá meira