Gengst við því að hafa spurt hvort maður í vanda væri skattgreiðandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 15:46 Húsnæði ríkislögreglustjóra við Skúlagötu. vísir/egill Starfsmaður fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar gengst við því að hafa spurt hvort einstaklingur, sem þurfti aðstoð í miðborg Reykjavíkur, liti út fyrir að vera „skattgreiðandi.“ Orðalagið hafi verið „klaufalegt“ og ekki til marks um „viðtekið orðfæri innan lögreglunnar,“ að sögn ríkislögreglustjóra. Yfirlýsingu embættisins má rekja til færslu sem birtist á samfélagsmiðlum á þriðjudag. Þar lýsir Sólveig Johnsen samskiptum sínum við neyðarlínuna þegar hún vildi tilkynna um mann í annarlegu ástandi á Barónsstíg í Reykjavík. Maðurinn hafi átt erfitt með að halda sér vakandi og kastaði sífellt upp. Eftir að hafa náð sambandi við neyðarlínuna var símtal Sólveigar sent á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. „Þegar ég var búin að lýsa ástandinu eins vel og ég gat spurði lögregluþjónninn, en svör hans fram að þessu bentu til þess að hann trúði mér ekki eða væri ósammála áhyggjum mínum: „Sýnist þér hann vera skattgreiðandi?“ Sólveig segist hafa átt erfitt með að svara spurningunni, hún hafi komið flatt upp á sig enda þótti Sólveigu spurningin vera fordómafull í garð mannsins. Endurspegli ekki viðhorf lögreglunnar Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa tekið umrædda kvörtun Sólveigar til athugunar eftir að færsla hennar fór á flug á Facebook. „Eftir skoðun kom í ljós að samskipti starfsmannsins hefðu mátt vera betri og á því hefur verið tekið,“ segir í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra sem fjölmiðlum barst nú síðdegis. Þar segist embættið jafnframt vilja taka skýrt fram að „umrætt orðalag, sem nefnt er í umræddri stöðuuppfærslu, endurspeglar ekki viðhorf viðkomandi starfsmanns né lögreglunnar í heild til skjólstæðinga hennar.“ Starfsmaðurinn, sem ekki er nafngreindur, segi sjálfur að um „klaufalegt orðaval hafi verið að ræða,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Hann hafi verið að reyna að átta sig á stöðunni „sem alls ekki hafi verið illa meint,“ að hans sögn. Ekki er tekið fram í yfirlýsingunni hvernig spurningin ætti að varpa ljósi á stöðuna og Vísir fékk ekki frekari skýringar þegar leitað var eftir þeim. „Hann áttaði sig á mistökum sínum og gekkst að fullu við þeim. Einnig skal tekið fram að ekki er um að ræða viðtekið orðfæri innan lögreglunnar.“ Færslu Sólveigar má sjá hér að ofan. Lögreglan Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Starfsmaður fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar gengst við því að hafa spurt hvort einstaklingur, sem þurfti aðstoð í miðborg Reykjavíkur, liti út fyrir að vera „skattgreiðandi.“ Orðalagið hafi verið „klaufalegt“ og ekki til marks um „viðtekið orðfæri innan lögreglunnar,“ að sögn ríkislögreglustjóra. Yfirlýsingu embættisins má rekja til færslu sem birtist á samfélagsmiðlum á þriðjudag. Þar lýsir Sólveig Johnsen samskiptum sínum við neyðarlínuna þegar hún vildi tilkynna um mann í annarlegu ástandi á Barónsstíg í Reykjavík. Maðurinn hafi átt erfitt með að halda sér vakandi og kastaði sífellt upp. Eftir að hafa náð sambandi við neyðarlínuna var símtal Sólveigar sent á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. „Þegar ég var búin að lýsa ástandinu eins vel og ég gat spurði lögregluþjónninn, en svör hans fram að þessu bentu til þess að hann trúði mér ekki eða væri ósammála áhyggjum mínum: „Sýnist þér hann vera skattgreiðandi?“ Sólveig segist hafa átt erfitt með að svara spurningunni, hún hafi komið flatt upp á sig enda þótti Sólveigu spurningin vera fordómafull í garð mannsins. Endurspegli ekki viðhorf lögreglunnar Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa tekið umrædda kvörtun Sólveigar til athugunar eftir að færsla hennar fór á flug á Facebook. „Eftir skoðun kom í ljós að samskipti starfsmannsins hefðu mátt vera betri og á því hefur verið tekið,“ segir í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra sem fjölmiðlum barst nú síðdegis. Þar segist embættið jafnframt vilja taka skýrt fram að „umrætt orðalag, sem nefnt er í umræddri stöðuuppfærslu, endurspeglar ekki viðhorf viðkomandi starfsmanns né lögreglunnar í heild til skjólstæðinga hennar.“ Starfsmaðurinn, sem ekki er nafngreindur, segi sjálfur að um „klaufalegt orðaval hafi verið að ræða,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Hann hafi verið að reyna að átta sig á stöðunni „sem alls ekki hafi verið illa meint,“ að hans sögn. Ekki er tekið fram í yfirlýsingunni hvernig spurningin ætti að varpa ljósi á stöðuna og Vísir fékk ekki frekari skýringar þegar leitað var eftir þeim. „Hann áttaði sig á mistökum sínum og gekkst að fullu við þeim. Einnig skal tekið fram að ekki er um að ræða viðtekið orðfæri innan lögreglunnar.“ Færslu Sólveigar má sjá hér að ofan.
Lögreglan Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira