Samningsvilji og stuðningur Stefanía Guðrún Halldórsdóttir skrifar 23. júlí 2020 13:25 Viðskiptasamband Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík hefur staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur margoft verið tekist á við samningaborðið, en ávallt náðst niðurstaða sem báðir aðilar hafa verið sáttir við. Breytingar hafa verið gríðarmiklar á þessum árum, á síðustu tveimur áratugum hafa álmarkaðir t.d. gjörbreyst. Kínverjar hafa aukið hlutdeild sína úr 10% í 60% og samkeppnin á þeim markaði harðnað að sama skapi. Síðustu mánuðir hafa þó reynst erfiðastir allra, enda hafa álmarkaðir hrunið í kjölfar Covid-faraldursins. Þess vegna bauð Landsvirkjun stórnotendum sínum, þar á meðal álverinu í Straumsvík, tímabundinn afslátt af raforkuverði. Við sjáum sameiginlega hagsmuni í að styðja við mikilvæga viðskiptavini okkar á þessum erfiðu tímum. Álverið í Straumsvík er nú í eigu alþjóðlega stórfyrirtækisins Rio Tinto. Í gær tilkynnti fyrirtækið að það hefði kært Landsvirkjun til íslenskra samkeppnisyfirvalda. Þar vísar Rio Tinto til markaðsráðandi stöðu Landsvirkjunar á íslenskum orkumarkaði og segist ekki geta haldið áfram álframleiðslu hér sé verðlagning orkunnar ekki gagnsæ, sanngjörn og alþjóðlega samkeppnishæf. Þjóðin fái arð af auðlindinni Engum blöðum er um það að fletta að Landsvirkjun er markaðsráðandi fyrirtæki, enda er það langstærsta orkufyrirtæki landsins. Hlutverk fyrirtækisins er að nýta auðlindir þjóðarinnar á sem hagkvæmastan hátt. Í því felst að sjálfsögðu að við höfum þá skyldu að skila þjóðinni arði af auðlindum sínum. Við gerum vissulega allt sem í valdi okkar stendur til að koma til móts við mikilvæga viðskiptavini, en við getum ekki látið íslensku þjóðina niðurgreiða framleiðslukostnað alþjóðlegra stórfyrirtækja. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð, sem á að vera varasjóður verði Ísland fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum, er reiknað með að stærsta framlag í sjóðinn komi frá Landsvirkjun. Þaðan á fé að renna t.d. til uppbyggingar hjúkrunarrýma og uppbyggingar nýsköpunar atvinnuveganna. Þjóðin öll á að hagnast á mikilli fjárfestingu sinni í raforkuvinnslu Landsvirkjunar. Raforkuverðið þarf að vera samkeppnisfært til langs tíma, óháð skammtímasveiflum. Þær sveiflur geta verið mjög krappar, eins og nýjustu dæmi sanna. Í slíkum tilvikum er sjálfsagt að sýna samningsvilja og stuðning og það hefur Landsvirkjun gert. Landsvirkjun tekur heils hugar undir kröfu Rio Tinto um aukið gagnsæi í verðlagningu orkunnar. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Landsvirkjun óskaði formlega eftir því við Rio Tinto að leynd yrði létt af raforkusamningi fyrirtækjanna, svo hægt væri að fjalla opinskátt um ýmis atriði hans. Rio Tinto hefur ekki enn fallist á að aflétta þeirri leynd. Vonandi hefur fyrirtækið nú breytt afstöðu sinni til þeirrar óskar, enda vandséð hvernig hægt er að fjalla efnislega um kæru fyrirtækisins, eigi leyndin áfram að ríkja. Nú sem fyrr er Landsvirkjun reiðubúin að mæta viðskiptavinum sínum við samningaborðið, með fullan skilning á þröngri stöðu þeirra við fordæmalausar aðstæður á markaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Stóriðja Landsvirkjun Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptasamband Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík hefur staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur margoft verið tekist á við samningaborðið, en ávallt náðst niðurstaða sem báðir aðilar hafa verið sáttir við. Breytingar hafa verið gríðarmiklar á þessum árum, á síðustu tveimur áratugum hafa álmarkaðir t.d. gjörbreyst. Kínverjar hafa aukið hlutdeild sína úr 10% í 60% og samkeppnin á þeim markaði harðnað að sama skapi. Síðustu mánuðir hafa þó reynst erfiðastir allra, enda hafa álmarkaðir hrunið í kjölfar Covid-faraldursins. Þess vegna bauð Landsvirkjun stórnotendum sínum, þar á meðal álverinu í Straumsvík, tímabundinn afslátt af raforkuverði. Við sjáum sameiginlega hagsmuni í að styðja við mikilvæga viðskiptavini okkar á þessum erfiðu tímum. Álverið í Straumsvík er nú í eigu alþjóðlega stórfyrirtækisins Rio Tinto. Í gær tilkynnti fyrirtækið að það hefði kært Landsvirkjun til íslenskra samkeppnisyfirvalda. Þar vísar Rio Tinto til markaðsráðandi stöðu Landsvirkjunar á íslenskum orkumarkaði og segist ekki geta haldið áfram álframleiðslu hér sé verðlagning orkunnar ekki gagnsæ, sanngjörn og alþjóðlega samkeppnishæf. Þjóðin fái arð af auðlindinni Engum blöðum er um það að fletta að Landsvirkjun er markaðsráðandi fyrirtæki, enda er það langstærsta orkufyrirtæki landsins. Hlutverk fyrirtækisins er að nýta auðlindir þjóðarinnar á sem hagkvæmastan hátt. Í því felst að sjálfsögðu að við höfum þá skyldu að skila þjóðinni arði af auðlindum sínum. Við gerum vissulega allt sem í valdi okkar stendur til að koma til móts við mikilvæga viðskiptavini, en við getum ekki látið íslensku þjóðina niðurgreiða framleiðslukostnað alþjóðlegra stórfyrirtækja. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð, sem á að vera varasjóður verði Ísland fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum, er reiknað með að stærsta framlag í sjóðinn komi frá Landsvirkjun. Þaðan á fé að renna t.d. til uppbyggingar hjúkrunarrýma og uppbyggingar nýsköpunar atvinnuveganna. Þjóðin öll á að hagnast á mikilli fjárfestingu sinni í raforkuvinnslu Landsvirkjunar. Raforkuverðið þarf að vera samkeppnisfært til langs tíma, óháð skammtímasveiflum. Þær sveiflur geta verið mjög krappar, eins og nýjustu dæmi sanna. Í slíkum tilvikum er sjálfsagt að sýna samningsvilja og stuðning og það hefur Landsvirkjun gert. Landsvirkjun tekur heils hugar undir kröfu Rio Tinto um aukið gagnsæi í verðlagningu orkunnar. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Landsvirkjun óskaði formlega eftir því við Rio Tinto að leynd yrði létt af raforkusamningi fyrirtækjanna, svo hægt væri að fjalla opinskátt um ýmis atriði hans. Rio Tinto hefur ekki enn fallist á að aflétta þeirri leynd. Vonandi hefur fyrirtækið nú breytt afstöðu sinni til þeirrar óskar, enda vandséð hvernig hægt er að fjalla efnislega um kæru fyrirtækisins, eigi leyndin áfram að ríkja. Nú sem fyrr er Landsvirkjun reiðubúin að mæta viðskiptavinum sínum við samningaborðið, með fullan skilning á þröngri stöðu þeirra við fordæmalausar aðstæður á markaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar