Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2020 10:47 Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur. Hún hefur mátt sæta ásökunum að undanförnu sem snúast um að hún vilji grafa undan lögreglustjóranum. Alda Hrönn vísar þessu alfarið á bug. stöð 2 Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. Þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu, svohljóðandi: „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Stöð 2 og Vísir fjölluðu ítarlega um samskiptaerfiðleika innan embættisins í gær en þar kemur fram að þau fjögur vilji fá Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra frá. Vísir ræddi við Helga nú fyrir hádegi, þá til að inna hann eftir því hvað það væri nákvæmlega sem rangt væri í því sem fram hefur komið en hann sagði að málið væri viðkvæmt. Helgi Þ Kristjánsson er mannauðsstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum. Helgi hafnar því alfarið að hann ásamt Öldu Hrönn yfirlögfræðingi, Pétri fjármálastjóra og Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjóni hafi grafið undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Og á þessu stigi hafi þau fjögur ákveðið að tjá sig ekki umfram það sem fram kemur í hinni stuttu yfirlýsingu. Þau beri hag embættisins fyrir brjósti og telja ekki vert að fara í hártoganir um einstök atriði. Málefni lögregluembættisins á Suðurnesjum hafa verið til rannsóknar af hálfu ráðgjafafyrirtækisins Attentus – mannauður og ráðgjöf. Eftir því sem næst verður komist hefur verið unnin skýrsla og er hún nú til skoðunar innan veggja dómsmálaráðuneytisins. Eins og fram kom í ítarlegri úttekt Vísis í gær hafa kvartanir sem snýr að þeim fjórum verið lagðar fram á fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ásamt þremur öðrum ráðuneytismönnum. Víst er að loft er lævi blandið innan lögreglunnar suður með sjó og horfa hlutaeigandi nú til ráðherra; til hvaða ráða hún mun grípa. En ljóst er að á einhverja hnúta þarf að höggva. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. Þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu, svohljóðandi: „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Stöð 2 og Vísir fjölluðu ítarlega um samskiptaerfiðleika innan embættisins í gær en þar kemur fram að þau fjögur vilji fá Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra frá. Vísir ræddi við Helga nú fyrir hádegi, þá til að inna hann eftir því hvað það væri nákvæmlega sem rangt væri í því sem fram hefur komið en hann sagði að málið væri viðkvæmt. Helgi Þ Kristjánsson er mannauðsstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum. Helgi hafnar því alfarið að hann ásamt Öldu Hrönn yfirlögfræðingi, Pétri fjármálastjóra og Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjóni hafi grafið undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Og á þessu stigi hafi þau fjögur ákveðið að tjá sig ekki umfram það sem fram kemur í hinni stuttu yfirlýsingu. Þau beri hag embættisins fyrir brjósti og telja ekki vert að fara í hártoganir um einstök atriði. Málefni lögregluembættisins á Suðurnesjum hafa verið til rannsóknar af hálfu ráðgjafafyrirtækisins Attentus – mannauður og ráðgjöf. Eftir því sem næst verður komist hefur verið unnin skýrsla og er hún nú til skoðunar innan veggja dómsmálaráðuneytisins. Eins og fram kom í ítarlegri úttekt Vísis í gær hafa kvartanir sem snýr að þeim fjórum verið lagðar fram á fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ásamt þremur öðrum ráðuneytismönnum. Víst er að loft er lævi blandið innan lögreglunnar suður með sjó og horfa hlutaeigandi nú til ráðherra; til hvaða ráða hún mun grípa. En ljóst er að á einhverja hnúta þarf að höggva.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira