Ásmundur: Skiptingin gekk fullkomlega upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2020 23:16 Ásmundur vonast til að fyrsti sigur Fjölnis í sumar sé handan við hornið. vísir/stöð 2 sport Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Íslandsmeisturum KR í kvöld. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli en Fjölnismenn fengu tækifæri undir lokin til að stela sigrinum. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir lögðu allt í þetta, við vorum vel skipulagðir og skoruðum tvö mörk. Við getum alveg verið þokkalega sáttir með eitt stig hér þótt maður vilji alltaf taka öll þrjú. Það hefði verið ljúft að sjá boltann fara í stöngina og inn en ekki stöngina og út undir lokin,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess þegar Hallvarður Óskar Sigurðsson skaut í stöng þremur mínútum fyrir leikslok. KR var miklu meira með boltann og þjarmaði að Fjölni á löngum köflum. En gestirnir beittu hættulegum skyndisóknum sem skiluðu tveimur mörkum og nokkrum færum til viðbótar. „Við missum að það myndi liggja svolítið á okkur. En við vorum alltaf líklegir og hættulegir og heilt yfir gekk þetta nokkurn veginn eins og við lögðum upp með,“ sagði Ásmundur. Eftir annað mark KR á 62. mínútu gerði Ásmundur tvöfalda skiptingu og setti Ingiberg Kort Sigurðsson og Hallvarð Óskar Sigurðsson inn á fyrir Viktor Andra Hafþórsson og Orra Þórhallsson. Tveimur mínútum síðar skoraði Ingibergur eftir sendingu Hallvarðar. „Skiptingin gekk fullkomlega upp,“ sagði Ásmundur og brosti. „Halli lagði upp á Inga. Þeir komu báðir ferskir inn á. Þetta eru mikil hlaup og við vissum að við þyrftum ferskar lappir þegar líða færi á leikinn.“ Fjölnir á enn eftir að vinna leik í Pepsi Max-deildinni í sumar en miðað við frammistöðuna í kvöld en styttra í hann en lengra. „Ég ætla að vona að menn taki sjálfstraust með sér inn í næstu leiki. Við erum með þéttan og fínan hóp og það er samkeppni um allar stöður. Ef menn halda áfram þeirri frammistöðu sem þeir hafa sýnt í flestum leikjum dettur sigurinn inn,“ sagði Ásmundur að endingu. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Fjölnir 2-2 | Meistararnir misstigu sig gegn botnliðinu Eftir fjóra sigurleiki í röð gerðu Íslandsmeistarar KR jafntefli við Fjölni, 2-2, á heimavelli. 22. júlí 2020 22:30 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Íslandsmeisturum KR í kvöld. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli en Fjölnismenn fengu tækifæri undir lokin til að stela sigrinum. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir lögðu allt í þetta, við vorum vel skipulagðir og skoruðum tvö mörk. Við getum alveg verið þokkalega sáttir með eitt stig hér þótt maður vilji alltaf taka öll þrjú. Það hefði verið ljúft að sjá boltann fara í stöngina og inn en ekki stöngina og út undir lokin,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess þegar Hallvarður Óskar Sigurðsson skaut í stöng þremur mínútum fyrir leikslok. KR var miklu meira með boltann og þjarmaði að Fjölni á löngum köflum. En gestirnir beittu hættulegum skyndisóknum sem skiluðu tveimur mörkum og nokkrum færum til viðbótar. „Við missum að það myndi liggja svolítið á okkur. En við vorum alltaf líklegir og hættulegir og heilt yfir gekk þetta nokkurn veginn eins og við lögðum upp með,“ sagði Ásmundur. Eftir annað mark KR á 62. mínútu gerði Ásmundur tvöfalda skiptingu og setti Ingiberg Kort Sigurðsson og Hallvarð Óskar Sigurðsson inn á fyrir Viktor Andra Hafþórsson og Orra Þórhallsson. Tveimur mínútum síðar skoraði Ingibergur eftir sendingu Hallvarðar. „Skiptingin gekk fullkomlega upp,“ sagði Ásmundur og brosti. „Halli lagði upp á Inga. Þeir komu báðir ferskir inn á. Þetta eru mikil hlaup og við vissum að við þyrftum ferskar lappir þegar líða færi á leikinn.“ Fjölnir á enn eftir að vinna leik í Pepsi Max-deildinni í sumar en miðað við frammistöðuna í kvöld en styttra í hann en lengra. „Ég ætla að vona að menn taki sjálfstraust með sér inn í næstu leiki. Við erum með þéttan og fínan hóp og það er samkeppni um allar stöður. Ef menn halda áfram þeirri frammistöðu sem þeir hafa sýnt í flestum leikjum dettur sigurinn inn,“ sagði Ásmundur að endingu.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Fjölnir 2-2 | Meistararnir misstigu sig gegn botnliðinu Eftir fjóra sigurleiki í röð gerðu Íslandsmeistarar KR jafntefli við Fjölni, 2-2, á heimavelli. 22. júlí 2020 22:30 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Umfjöllun: KR - Fjölnir 2-2 | Meistararnir misstigu sig gegn botnliðinu Eftir fjóra sigurleiki í röð gerðu Íslandsmeistarar KR jafntefli við Fjölni, 2-2, á heimavelli. 22. júlí 2020 22:30