Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 15:48 Mál Maxwell var borið undir Trump á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í Hvíta húsinu í gær. Lýsti hann samúð með henni. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum með því að koma Epstein í kynni við ungar stúlkur en miklar vangaveltur hafa verið uppi um tengsl valdamikilla karlmanna við Epstein og Maxwell. Á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í gær sagði Trump hafa hitt Maxwell oft í gegnum árin, sérstaklega þegar þau voru öll búsett í Palm Beach á Flórída. Hann var spurður að því hvort að hann teldi að Maxwell ætti eftir að segja til vandamikilla manna. „Ég veit það ekki. Ég hef í rauninni ekki fylgst það mikið með þessu. Ég óska henni bara góðs, hreinlega,“ sagði Trump um Maxwell. Ummælin hafa vakið nokkra furðu í ljósi þeirra glæpa sem Maxwell er sökuð um að hafa tekið þátt í. Í ákæru er hún sökuð um að hafa undirbúið jarðveginn til að Epstein gæti misnotað allt að fjórtán ára gamlar stúlkur kynferðislega fyrir um tveimur áratugum. Maxwell hafi stundum verið á staðnum þegar misnotkunin átti sér stað. Þau Epstein áttu í ástarsambandi um tíma. Maxwell neitar sök en á yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist verði hún sakfelld, að sögn Politico. Epstein var sjálfur ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot en svipti sig lífi í fangaklefa á Manhattan í New York í fyrra. Hann átti ýmsa valdamikla vini og kunningja, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Andrés prins af Bretlandi og lögfræðinginn Alan Dershowitz. Andrés prins hefur þráast við að aðstoða bandaríska saksóknara við rannsókn á brotum Epstein. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Trump, sagði af sér eftir að Epstein var handtekinn í fyrra. Acosta var saksóknari á Flórída sem gerði umdeilda sátt við Epstein þegar hann var sakaður um sambærileg brot árið 2008. Þótti Epstein sleppa létt frá brotum sem vörðuðu að falast eftir vændi frá barni. Felldi Acosta niður alríkisákærur en í staðinn játaði Epstein sök í máli Flórídaríkis gegn honum. Afplánaði Epstein aðeins þrettán mánuði og gekk laus til að geta sinnt vinnu stærstan hluta þess tíma. Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum með því að koma Epstein í kynni við ungar stúlkur en miklar vangaveltur hafa verið uppi um tengsl valdamikilla karlmanna við Epstein og Maxwell. Á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í gær sagði Trump hafa hitt Maxwell oft í gegnum árin, sérstaklega þegar þau voru öll búsett í Palm Beach á Flórída. Hann var spurður að því hvort að hann teldi að Maxwell ætti eftir að segja til vandamikilla manna. „Ég veit það ekki. Ég hef í rauninni ekki fylgst það mikið með þessu. Ég óska henni bara góðs, hreinlega,“ sagði Trump um Maxwell. Ummælin hafa vakið nokkra furðu í ljósi þeirra glæpa sem Maxwell er sökuð um að hafa tekið þátt í. Í ákæru er hún sökuð um að hafa undirbúið jarðveginn til að Epstein gæti misnotað allt að fjórtán ára gamlar stúlkur kynferðislega fyrir um tveimur áratugum. Maxwell hafi stundum verið á staðnum þegar misnotkunin átti sér stað. Þau Epstein áttu í ástarsambandi um tíma. Maxwell neitar sök en á yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist verði hún sakfelld, að sögn Politico. Epstein var sjálfur ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot en svipti sig lífi í fangaklefa á Manhattan í New York í fyrra. Hann átti ýmsa valdamikla vini og kunningja, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Andrés prins af Bretlandi og lögfræðinginn Alan Dershowitz. Andrés prins hefur þráast við að aðstoða bandaríska saksóknara við rannsókn á brotum Epstein. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Trump, sagði af sér eftir að Epstein var handtekinn í fyrra. Acosta var saksóknari á Flórída sem gerði umdeilda sátt við Epstein þegar hann var sakaður um sambærileg brot árið 2008. Þótti Epstein sleppa létt frá brotum sem vörðuðu að falast eftir vændi frá barni. Felldi Acosta niður alríkisákærur en í staðinn játaði Epstein sök í máli Flórídaríkis gegn honum. Afplánaði Epstein aðeins þrettán mánuði og gekk laus til að geta sinnt vinnu stærstan hluta þess tíma.
Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52
Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31