Krabbamein fer ekki í frí Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 22. júlí 2020 15:15 Mér hefur verið hugsað til þess síðustu mánuði hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi. Ég hef sjaldan upplifað mig eins örugga og á tímum Covid þar sem heilbrigðiskerfið brást við aðstæðum af skipulagi og aga. Allir lögðust á eitt til þess að láta hlutina ganga upp. Sá tími endurspeglaði hvers við erum megnug og hversu rík við erum af öflugu heilbrigðisstarfsfólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar og góðir stjórnendur þar innanborðs sem eru útsjónarsamir til að leysa erfið verkefni. Nú stöndum við frammi fyrir einu öðru sumrinu þar sem deildum Landspítalans er lokað, bið er eftir aðgerðum og fólk bíður enn lengur eftir svörum en ella. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Ég geri mér grein fyrir því að verkefnið er ærið og flókið þar sem vöntun er á starfsfólki á spítalanum almennt, hvað þá yfir sumartímann þegar starfsfólk spítalans fer í sumarfrí. Engu að síður ætti það að vera forgangsmál hjá stjórnendum spítalans að hann sé vel mannaður allan ársins hring, vetur sem sumar, og þannig um hnútana búið að heilbrigðisþjónusta sem fólk þarf að sækja sé alltaf tryggð. Reyndin er ekki sú og er til dæmis sárt að hugsa til þess að konur sem finna fyrir einkennum í brjóstum í júlímánuði geti ekki leitað til Brjóstamiðstöðvar Landspítalans vegna sumarleyfa. Brjóstamiðstöðin sér um sérskoðun brjósta þegar grunur leikur á að konur séu með brjóstakrabbamein en þar er sumarfrí í þrjár vikur og engar ráðstafanir gerðar vegna sumarleyfa. Sú bið getur reynst konum ansi löng en Krabbameinsfélagið vakti athygli á vordögum á grafalvarlegri stöðu mála þ.e. að konur þyrftu að bíða allt að 35 daga til að komast í sérskoðun sem ættu að vera fimm dagar samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Bið sem þessi getur verið óbærileg. Margar konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein segja að bið á greiningartímabili sé eitt það erfiðasta við allt ferlið. Það á ekki að líðast að láta fólk bíða eftir greiningu að óþörfu. Miklu máli skiptir að fólk sé vel upplýst og viti hvert það getur leitað yfir sumartímann þegar opnunartímar breytast vegna sumarleyfa. Það var þess vegna sem við í Krafti tókum saman opnunartíma þjónustuaðila sem sinna greiningum, krabbameinsgreindum og aðstandendum yfir sumartímann til að fólk viti hvert hægt sé að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Við erum að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er. Það er ljóst að stjórnendur og starfsmenn heilbrigðiskerfisins eru á heimsmælikvarða og geta leyst þau verkefni sem þau ætla sér. Því skorum við á heilbrigðisyfirvöld og útsjónarsama stjórnendur Landspítalans til að leysa mönnunarvanda spítalans hið fyrsta, svo ekki komi til þess að loka þurfi deildum og deildir séu undirmannaðar yfir sumartímann. Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Mér hefur verið hugsað til þess síðustu mánuði hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi. Ég hef sjaldan upplifað mig eins örugga og á tímum Covid þar sem heilbrigðiskerfið brást við aðstæðum af skipulagi og aga. Allir lögðust á eitt til þess að láta hlutina ganga upp. Sá tími endurspeglaði hvers við erum megnug og hversu rík við erum af öflugu heilbrigðisstarfsfólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar og góðir stjórnendur þar innanborðs sem eru útsjónarsamir til að leysa erfið verkefni. Nú stöndum við frammi fyrir einu öðru sumrinu þar sem deildum Landspítalans er lokað, bið er eftir aðgerðum og fólk bíður enn lengur eftir svörum en ella. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Ég geri mér grein fyrir því að verkefnið er ærið og flókið þar sem vöntun er á starfsfólki á spítalanum almennt, hvað þá yfir sumartímann þegar starfsfólk spítalans fer í sumarfrí. Engu að síður ætti það að vera forgangsmál hjá stjórnendum spítalans að hann sé vel mannaður allan ársins hring, vetur sem sumar, og þannig um hnútana búið að heilbrigðisþjónusta sem fólk þarf að sækja sé alltaf tryggð. Reyndin er ekki sú og er til dæmis sárt að hugsa til þess að konur sem finna fyrir einkennum í brjóstum í júlímánuði geti ekki leitað til Brjóstamiðstöðvar Landspítalans vegna sumarleyfa. Brjóstamiðstöðin sér um sérskoðun brjósta þegar grunur leikur á að konur séu með brjóstakrabbamein en þar er sumarfrí í þrjár vikur og engar ráðstafanir gerðar vegna sumarleyfa. Sú bið getur reynst konum ansi löng en Krabbameinsfélagið vakti athygli á vordögum á grafalvarlegri stöðu mála þ.e. að konur þyrftu að bíða allt að 35 daga til að komast í sérskoðun sem ættu að vera fimm dagar samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Bið sem þessi getur verið óbærileg. Margar konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein segja að bið á greiningartímabili sé eitt það erfiðasta við allt ferlið. Það á ekki að líðast að láta fólk bíða eftir greiningu að óþörfu. Miklu máli skiptir að fólk sé vel upplýst og viti hvert það getur leitað yfir sumartímann þegar opnunartímar breytast vegna sumarleyfa. Það var þess vegna sem við í Krafti tókum saman opnunartíma þjónustuaðila sem sinna greiningum, krabbameinsgreindum og aðstandendum yfir sumartímann til að fólk viti hvert hægt sé að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Við erum að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er. Það er ljóst að stjórnendur og starfsmenn heilbrigðiskerfisins eru á heimsmælikvarða og geta leyst þau verkefni sem þau ætla sér. Því skorum við á heilbrigðisyfirvöld og útsjónarsama stjórnendur Landspítalans til að leysa mönnunarvanda spítalans hið fyrsta, svo ekki komi til þess að loka þurfi deildum og deildir séu undirmannaðar yfir sumartímann. Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun