Krabbamein fer ekki í frí Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 22. júlí 2020 15:15 Mér hefur verið hugsað til þess síðustu mánuði hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi. Ég hef sjaldan upplifað mig eins örugga og á tímum Covid þar sem heilbrigðiskerfið brást við aðstæðum af skipulagi og aga. Allir lögðust á eitt til þess að láta hlutina ganga upp. Sá tími endurspeglaði hvers við erum megnug og hversu rík við erum af öflugu heilbrigðisstarfsfólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar og góðir stjórnendur þar innanborðs sem eru útsjónarsamir til að leysa erfið verkefni. Nú stöndum við frammi fyrir einu öðru sumrinu þar sem deildum Landspítalans er lokað, bið er eftir aðgerðum og fólk bíður enn lengur eftir svörum en ella. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Ég geri mér grein fyrir því að verkefnið er ærið og flókið þar sem vöntun er á starfsfólki á spítalanum almennt, hvað þá yfir sumartímann þegar starfsfólk spítalans fer í sumarfrí. Engu að síður ætti það að vera forgangsmál hjá stjórnendum spítalans að hann sé vel mannaður allan ársins hring, vetur sem sumar, og þannig um hnútana búið að heilbrigðisþjónusta sem fólk þarf að sækja sé alltaf tryggð. Reyndin er ekki sú og er til dæmis sárt að hugsa til þess að konur sem finna fyrir einkennum í brjóstum í júlímánuði geti ekki leitað til Brjóstamiðstöðvar Landspítalans vegna sumarleyfa. Brjóstamiðstöðin sér um sérskoðun brjósta þegar grunur leikur á að konur séu með brjóstakrabbamein en þar er sumarfrí í þrjár vikur og engar ráðstafanir gerðar vegna sumarleyfa. Sú bið getur reynst konum ansi löng en Krabbameinsfélagið vakti athygli á vordögum á grafalvarlegri stöðu mála þ.e. að konur þyrftu að bíða allt að 35 daga til að komast í sérskoðun sem ættu að vera fimm dagar samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Bið sem þessi getur verið óbærileg. Margar konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein segja að bið á greiningartímabili sé eitt það erfiðasta við allt ferlið. Það á ekki að líðast að láta fólk bíða eftir greiningu að óþörfu. Miklu máli skiptir að fólk sé vel upplýst og viti hvert það getur leitað yfir sumartímann þegar opnunartímar breytast vegna sumarleyfa. Það var þess vegna sem við í Krafti tókum saman opnunartíma þjónustuaðila sem sinna greiningum, krabbameinsgreindum og aðstandendum yfir sumartímann til að fólk viti hvert hægt sé að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Við erum að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er. Það er ljóst að stjórnendur og starfsmenn heilbrigðiskerfisins eru á heimsmælikvarða og geta leyst þau verkefni sem þau ætla sér. Því skorum við á heilbrigðisyfirvöld og útsjónarsama stjórnendur Landspítalans til að leysa mönnunarvanda spítalans hið fyrsta, svo ekki komi til þess að loka þurfi deildum og deildir séu undirmannaðar yfir sumartímann. Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Mér hefur verið hugsað til þess síðustu mánuði hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi. Ég hef sjaldan upplifað mig eins örugga og á tímum Covid þar sem heilbrigðiskerfið brást við aðstæðum af skipulagi og aga. Allir lögðust á eitt til þess að láta hlutina ganga upp. Sá tími endurspeglaði hvers við erum megnug og hversu rík við erum af öflugu heilbrigðisstarfsfólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar og góðir stjórnendur þar innanborðs sem eru útsjónarsamir til að leysa erfið verkefni. Nú stöndum við frammi fyrir einu öðru sumrinu þar sem deildum Landspítalans er lokað, bið er eftir aðgerðum og fólk bíður enn lengur eftir svörum en ella. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Ég geri mér grein fyrir því að verkefnið er ærið og flókið þar sem vöntun er á starfsfólki á spítalanum almennt, hvað þá yfir sumartímann þegar starfsfólk spítalans fer í sumarfrí. Engu að síður ætti það að vera forgangsmál hjá stjórnendum spítalans að hann sé vel mannaður allan ársins hring, vetur sem sumar, og þannig um hnútana búið að heilbrigðisþjónusta sem fólk þarf að sækja sé alltaf tryggð. Reyndin er ekki sú og er til dæmis sárt að hugsa til þess að konur sem finna fyrir einkennum í brjóstum í júlímánuði geti ekki leitað til Brjóstamiðstöðvar Landspítalans vegna sumarleyfa. Brjóstamiðstöðin sér um sérskoðun brjósta þegar grunur leikur á að konur séu með brjóstakrabbamein en þar er sumarfrí í þrjár vikur og engar ráðstafanir gerðar vegna sumarleyfa. Sú bið getur reynst konum ansi löng en Krabbameinsfélagið vakti athygli á vordögum á grafalvarlegri stöðu mála þ.e. að konur þyrftu að bíða allt að 35 daga til að komast í sérskoðun sem ættu að vera fimm dagar samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Bið sem þessi getur verið óbærileg. Margar konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein segja að bið á greiningartímabili sé eitt það erfiðasta við allt ferlið. Það á ekki að líðast að láta fólk bíða eftir greiningu að óþörfu. Miklu máli skiptir að fólk sé vel upplýst og viti hvert það getur leitað yfir sumartímann þegar opnunartímar breytast vegna sumarleyfa. Það var þess vegna sem við í Krafti tókum saman opnunartíma þjónustuaðila sem sinna greiningum, krabbameinsgreindum og aðstandendum yfir sumartímann til að fólk viti hvert hægt sé að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Við erum að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er. Það er ljóst að stjórnendur og starfsmenn heilbrigðiskerfisins eru á heimsmælikvarða og geta leyst þau verkefni sem þau ætla sér. Því skorum við á heilbrigðisyfirvöld og útsjónarsama stjórnendur Landspítalans til að leysa mönnunarvanda spítalans hið fyrsta, svo ekki komi til þess að loka þurfi deildum og deildir séu undirmannaðar yfir sumartímann. Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun