Krabbamein fer ekki í frí Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 22. júlí 2020 15:15 Mér hefur verið hugsað til þess síðustu mánuði hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi. Ég hef sjaldan upplifað mig eins örugga og á tímum Covid þar sem heilbrigðiskerfið brást við aðstæðum af skipulagi og aga. Allir lögðust á eitt til þess að láta hlutina ganga upp. Sá tími endurspeglaði hvers við erum megnug og hversu rík við erum af öflugu heilbrigðisstarfsfólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar og góðir stjórnendur þar innanborðs sem eru útsjónarsamir til að leysa erfið verkefni. Nú stöndum við frammi fyrir einu öðru sumrinu þar sem deildum Landspítalans er lokað, bið er eftir aðgerðum og fólk bíður enn lengur eftir svörum en ella. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Ég geri mér grein fyrir því að verkefnið er ærið og flókið þar sem vöntun er á starfsfólki á spítalanum almennt, hvað þá yfir sumartímann þegar starfsfólk spítalans fer í sumarfrí. Engu að síður ætti það að vera forgangsmál hjá stjórnendum spítalans að hann sé vel mannaður allan ársins hring, vetur sem sumar, og þannig um hnútana búið að heilbrigðisþjónusta sem fólk þarf að sækja sé alltaf tryggð. Reyndin er ekki sú og er til dæmis sárt að hugsa til þess að konur sem finna fyrir einkennum í brjóstum í júlímánuði geti ekki leitað til Brjóstamiðstöðvar Landspítalans vegna sumarleyfa. Brjóstamiðstöðin sér um sérskoðun brjósta þegar grunur leikur á að konur séu með brjóstakrabbamein en þar er sumarfrí í þrjár vikur og engar ráðstafanir gerðar vegna sumarleyfa. Sú bið getur reynst konum ansi löng en Krabbameinsfélagið vakti athygli á vordögum á grafalvarlegri stöðu mála þ.e. að konur þyrftu að bíða allt að 35 daga til að komast í sérskoðun sem ættu að vera fimm dagar samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Bið sem þessi getur verið óbærileg. Margar konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein segja að bið á greiningartímabili sé eitt það erfiðasta við allt ferlið. Það á ekki að líðast að láta fólk bíða eftir greiningu að óþörfu. Miklu máli skiptir að fólk sé vel upplýst og viti hvert það getur leitað yfir sumartímann þegar opnunartímar breytast vegna sumarleyfa. Það var þess vegna sem við í Krafti tókum saman opnunartíma þjónustuaðila sem sinna greiningum, krabbameinsgreindum og aðstandendum yfir sumartímann til að fólk viti hvert hægt sé að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Við erum að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er. Það er ljóst að stjórnendur og starfsmenn heilbrigðiskerfisins eru á heimsmælikvarða og geta leyst þau verkefni sem þau ætla sér. Því skorum við á heilbrigðisyfirvöld og útsjónarsama stjórnendur Landspítalans til að leysa mönnunarvanda spítalans hið fyrsta, svo ekki komi til þess að loka þurfi deildum og deildir séu undirmannaðar yfir sumartímann. Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Mér hefur verið hugsað til þess síðustu mánuði hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi. Ég hef sjaldan upplifað mig eins örugga og á tímum Covid þar sem heilbrigðiskerfið brást við aðstæðum af skipulagi og aga. Allir lögðust á eitt til þess að láta hlutina ganga upp. Sá tími endurspeglaði hvers við erum megnug og hversu rík við erum af öflugu heilbrigðisstarfsfólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar og góðir stjórnendur þar innanborðs sem eru útsjónarsamir til að leysa erfið verkefni. Nú stöndum við frammi fyrir einu öðru sumrinu þar sem deildum Landspítalans er lokað, bið er eftir aðgerðum og fólk bíður enn lengur eftir svörum en ella. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Ég geri mér grein fyrir því að verkefnið er ærið og flókið þar sem vöntun er á starfsfólki á spítalanum almennt, hvað þá yfir sumartímann þegar starfsfólk spítalans fer í sumarfrí. Engu að síður ætti það að vera forgangsmál hjá stjórnendum spítalans að hann sé vel mannaður allan ársins hring, vetur sem sumar, og þannig um hnútana búið að heilbrigðisþjónusta sem fólk þarf að sækja sé alltaf tryggð. Reyndin er ekki sú og er til dæmis sárt að hugsa til þess að konur sem finna fyrir einkennum í brjóstum í júlímánuði geti ekki leitað til Brjóstamiðstöðvar Landspítalans vegna sumarleyfa. Brjóstamiðstöðin sér um sérskoðun brjósta þegar grunur leikur á að konur séu með brjóstakrabbamein en þar er sumarfrí í þrjár vikur og engar ráðstafanir gerðar vegna sumarleyfa. Sú bið getur reynst konum ansi löng en Krabbameinsfélagið vakti athygli á vordögum á grafalvarlegri stöðu mála þ.e. að konur þyrftu að bíða allt að 35 daga til að komast í sérskoðun sem ættu að vera fimm dagar samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Bið sem þessi getur verið óbærileg. Margar konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein segja að bið á greiningartímabili sé eitt það erfiðasta við allt ferlið. Það á ekki að líðast að láta fólk bíða eftir greiningu að óþörfu. Miklu máli skiptir að fólk sé vel upplýst og viti hvert það getur leitað yfir sumartímann þegar opnunartímar breytast vegna sumarleyfa. Það var þess vegna sem við í Krafti tókum saman opnunartíma þjónustuaðila sem sinna greiningum, krabbameinsgreindum og aðstandendum yfir sumartímann til að fólk viti hvert hægt sé að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Við erum að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er. Það er ljóst að stjórnendur og starfsmenn heilbrigðiskerfisins eru á heimsmælikvarða og geta leyst þau verkefni sem þau ætla sér. Því skorum við á heilbrigðisyfirvöld og útsjónarsama stjórnendur Landspítalans til að leysa mönnunarvanda spítalans hið fyrsta, svo ekki komi til þess að loka þurfi deildum og deildir séu undirmannaðar yfir sumartímann. Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun