„FH á heimavelli á að vinna alla leiki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. júlí 2020 11:12 Eiður Smári í viðtalinu. vísir/skjáskot Eiður Smári Guðjohnsen, sem þjálfar lið FH ásamt Loga Ólafssyni og Guðlaugi Baldurssyni, segir að FH eigi að vinna alla leiki á heimavelli. FH mætir KA í kvöld í uppgjöri nýju þjálfaranna. Eiður Smári og Logi tóku við FH-liðinu í síðustu viku, í sömu viku og KA skipti einnig um þjálfara. Arnar Grétarsson tók við búinu af Óla Stefáni Flóventssyni. „Við vorum virkilega sáttir með sigurinn í síðasta leik en það er margt hægt að bæta í okkar leik enn þá sem getur líka verið jákvætt,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fésbókarsíðu FH-inga. „Við höfum fengið aðeins meiri tíma núna og FH á heimavelli á að vinna alla leiki. Það er alveg sama hver andstæðingurinn er og ég held að ef við bætum okkar spilamennsku jafnt og þétt, ef við bætum það sem við gerum varnarlega og fáum enn meiri rútínur í færslur og hreyfingar, þá verður erfitt að brjóta okkur niður.“ Eiður þekkir vel til Arnars en hann segir að leikurinn í kvöld verði ekki auðveldur, því það er ekkert í fótbolta lengur sem heitir auðvelt. „Þeir náðu í mjög mikilvæg þrjú stig og ég veit til þess að Arnar Grétarsson mun skóla þá til og drilla inn alls konar færslur í KA-liðið. Það er ekkert auðvelt í fótbolta, í sama hvaða deild og hvar í heiminum.“ „Það er ekkert auðvelt lengur í fótbolta. Við vitum að við þurfum að spila okkar besta leik eða allt að því til að ná í góð úrslit. Ef við getum bætt okkur frá síðasta leik er ég mjög jákvæður á leikinn á morgun [í dag].“ FH á marga heimaleiki framundan og hann segir mikilvægt að gera Kaplakrika að vígi. „Það er að byggja ofan á síðasta sigur og horfa ekkert of langt fram á við. Við vitum að við verðum hér næstu vikurnar og okkur líður vel hér og á að líða vel hér. Það á að vera erfitt fyrir andstæðinga að koma hingað og spila,“ sagði Eiður Smári. Hann bætti við að hann væri ekki endilega hlynntur því að halda sig alltaf við sigurlið og sagði að FH yrði með augun opin er leikmannamarkaðurinn opnar. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, sem þjálfar lið FH ásamt Loga Ólafssyni og Guðlaugi Baldurssyni, segir að FH eigi að vinna alla leiki á heimavelli. FH mætir KA í kvöld í uppgjöri nýju þjálfaranna. Eiður Smári og Logi tóku við FH-liðinu í síðustu viku, í sömu viku og KA skipti einnig um þjálfara. Arnar Grétarsson tók við búinu af Óla Stefáni Flóventssyni. „Við vorum virkilega sáttir með sigurinn í síðasta leik en það er margt hægt að bæta í okkar leik enn þá sem getur líka verið jákvætt,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fésbókarsíðu FH-inga. „Við höfum fengið aðeins meiri tíma núna og FH á heimavelli á að vinna alla leiki. Það er alveg sama hver andstæðingurinn er og ég held að ef við bætum okkar spilamennsku jafnt og þétt, ef við bætum það sem við gerum varnarlega og fáum enn meiri rútínur í færslur og hreyfingar, þá verður erfitt að brjóta okkur niður.“ Eiður þekkir vel til Arnars en hann segir að leikurinn í kvöld verði ekki auðveldur, því það er ekkert í fótbolta lengur sem heitir auðvelt. „Þeir náðu í mjög mikilvæg þrjú stig og ég veit til þess að Arnar Grétarsson mun skóla þá til og drilla inn alls konar færslur í KA-liðið. Það er ekkert auðvelt í fótbolta, í sama hvaða deild og hvar í heiminum.“ „Það er ekkert auðvelt lengur í fótbolta. Við vitum að við þurfum að spila okkar besta leik eða allt að því til að ná í góð úrslit. Ef við getum bætt okkur frá síðasta leik er ég mjög jákvæður á leikinn á morgun [í dag].“ FH á marga heimaleiki framundan og hann segir mikilvægt að gera Kaplakrika að vígi. „Það er að byggja ofan á síðasta sigur og horfa ekkert of langt fram á við. Við vitum að við verðum hér næstu vikurnar og okkur líður vel hér og á að líða vel hér. Það á að vera erfitt fyrir andstæðinga að koma hingað og spila,“ sagði Eiður Smári. Hann bætti við að hann væri ekki endilega hlynntur því að halda sig alltaf við sigurlið og sagði að FH yrði með augun opin er leikmannamarkaðurinn opnar.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti