Fannst erfiðast að geta ekki hitt móður sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 18:00 LeBron James er mömmustrákur mikill, enda ekkert að því. Harry How/Getty Images Líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar fór LeBron James – leikmaður Los Angeles Lakers og einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarinn áratug eða svo – í sóttkví þegar deildinni var frestað þann 11. mars vegna kórónufaraldursins. James býr í Los Angeles þar sem hann leikur með Lakers eins og alþjóð veit. Þar var hann í sóttkví ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. LeBron er upprunalega frá Akron í Ohio-fylki og þar býr móðir hans enn. Hann fór því þrjá mánuði án þess að hitta móður sína, Gloriu, sem telst töluverður tími hjá manni sem kalla má mömmustrák, á jákvæðum nótum. „Það eina sem ég saknaði virkilega á meðan ég var í sóttkví var móðir mín. Þetta er það lengsta sem ég hef farið án þess að hitta móður mína,“ sagði LeBron í viðtali á mánudag. Sports Illustrated. LeBron hefur áður gefið út að móðir hans sé í raun fyrirmynd hans í lífinu en hann ólst ekki upp í vellystingum. Þá þurftu þau að flytja tólf sinnum á aðeins þremur árum þegar LeBron var fimm til átta ára. Móðir hans var aðeins sextán ára gömul þegar hún eignaðist LeBron og er hann einkabarn. Tenging þeirra er því mjög sterk. LeBron hefur einnig sagt að Gloria sé ástæðan fyrir því að hann stofnaði I Promise-skólann. Án móður sinnar hefði honum aldrei dottið í hug að opna skólann og gefa þannig börnum sem minna mega sín tækifæri sem þau myndu annars ekki fá. Sjá einnig: LeBron vonast til að fólk muni eftir sér sem meira en körfuboltamanni Plants grow when they re watered. That s what people do when they feel loved. This is how you inspire and empower students. @MichelleObama @KingJames #IPROMISE #MondayMotivation pic.twitter.com/5S15eUcweG— I PROMISE School (@IPROMISESchool) April 27, 2020 LeBron verður á sínum stað þegar Los Angeles Lakers hefur leik að nýju í Disney World þegar NBA-deildin fer aftur af stað. Spá því flestir að hann muni leiða liði allavega í úrslitaleik Vesturdeildarinnar. Körfubolti NBA Tengdar fréttir NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 LeBron James ætlar ekki að vera með skilaboð aftan á treyjunni LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. 12. júlí 2020 10:00 Keypti körfuboltaspjald með LeBron á 250 milljónir Safnari greiddi 250 milljónir íslenskra króna fyrir sjaldgæft körfuboltaspjald með LeBron James frá fyrsta tímabili hans í NBA-deildinni. 20. júlí 2020 14:28 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar fór LeBron James – leikmaður Los Angeles Lakers og einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarinn áratug eða svo – í sóttkví þegar deildinni var frestað þann 11. mars vegna kórónufaraldursins. James býr í Los Angeles þar sem hann leikur með Lakers eins og alþjóð veit. Þar var hann í sóttkví ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. LeBron er upprunalega frá Akron í Ohio-fylki og þar býr móðir hans enn. Hann fór því þrjá mánuði án þess að hitta móður sína, Gloriu, sem telst töluverður tími hjá manni sem kalla má mömmustrák, á jákvæðum nótum. „Það eina sem ég saknaði virkilega á meðan ég var í sóttkví var móðir mín. Þetta er það lengsta sem ég hef farið án þess að hitta móður mína,“ sagði LeBron í viðtali á mánudag. Sports Illustrated. LeBron hefur áður gefið út að móðir hans sé í raun fyrirmynd hans í lífinu en hann ólst ekki upp í vellystingum. Þá þurftu þau að flytja tólf sinnum á aðeins þremur árum þegar LeBron var fimm til átta ára. Móðir hans var aðeins sextán ára gömul þegar hún eignaðist LeBron og er hann einkabarn. Tenging þeirra er því mjög sterk. LeBron hefur einnig sagt að Gloria sé ástæðan fyrir því að hann stofnaði I Promise-skólann. Án móður sinnar hefði honum aldrei dottið í hug að opna skólann og gefa þannig börnum sem minna mega sín tækifæri sem þau myndu annars ekki fá. Sjá einnig: LeBron vonast til að fólk muni eftir sér sem meira en körfuboltamanni Plants grow when they re watered. That s what people do when they feel loved. This is how you inspire and empower students. @MichelleObama @KingJames #IPROMISE #MondayMotivation pic.twitter.com/5S15eUcweG— I PROMISE School (@IPROMISESchool) April 27, 2020 LeBron verður á sínum stað þegar Los Angeles Lakers hefur leik að nýju í Disney World þegar NBA-deildin fer aftur af stað. Spá því flestir að hann muni leiða liði allavega í úrslitaleik Vesturdeildarinnar.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 LeBron James ætlar ekki að vera með skilaboð aftan á treyjunni LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. 12. júlí 2020 10:00 Keypti körfuboltaspjald með LeBron á 250 milljónir Safnari greiddi 250 milljónir íslenskra króna fyrir sjaldgæft körfuboltaspjald með LeBron James frá fyrsta tímabili hans í NBA-deildinni. 20. júlí 2020 14:28 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30
LeBron James ætlar ekki að vera með skilaboð aftan á treyjunni LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. 12. júlí 2020 10:00
Keypti körfuboltaspjald með LeBron á 250 milljónir Safnari greiddi 250 milljónir íslenskra króna fyrir sjaldgæft körfuboltaspjald með LeBron James frá fyrsta tímabili hans í NBA-deildinni. 20. júlí 2020 14:28
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum