„Grafalvarlegt“ fyrir Ólaf Inga - „Hvað þarftu að segja til að fá rautt á þessum tímapunkti?“ Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2020 17:00 Ólafur Ingi Skúlason hefur komið við sögu í þremur leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. VÍSIR/VILHELM „Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max-stúkunni, í umræðum um rautt spjald Ólafs Inga Skúlasonar. Ólafur Ingi er spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis en hefur átt við meiðsli að stríða og var því eingöngu í aðstoðarþjálfarahlutverkinu þegar Fylkir mætti KR á sunnudaginn. Eftir 3-0 tap Fylkis, þar sem Fylkismenn höfðu lítið mótmælt í leiknum sjálfum þrátt fyrir að tvö marka KR hefðu sennilega ekki átt að fá að standa, fékk Ólafur Ingi rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Strákarnir kíktu á mörk @KRreykjavik gegn @FylkirFC í þætti gærkvöldsins. Áttu mörkin að standa?#PepsiMaxDeildin #Stúkan #BestaSætið #Fotbolti pic.twitter.com/KRV4hMzzp6— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 21, 2020 „Hann fékk rautt spjald þarna eftir leikinn. Ég veit ekki alveg hversu lengi Ólafur Ingi er frá (vegna meiðslanna) en hann er á leið í tveggja leikja bann því hann fékk líka rautt spjald í fyrstu umferðinni, þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður. Hérna kemur hann ekki einu sinni inn á, jú hann labbaði inn á eftir leik, en af hverju? Ég hef margoft verið reiður eftir leik og talað við dómara, en hversu reiður getur maður orðið?“ spurði Gummi Ben, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar. „Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu – geta ekki tekið þátt í undirbúningi. Þegar hann er í leikbanni sem þjálfari þá má hann ekki vera inni í klefa klukkutíma, eða einn og hálfan tíma, fyrir leik. Hann er að gera liðinu sínu mikinn óleik með því að fara í að minnsta kosti tveggja leikja bann,“ sagði Atli Viðar, og Tómas Ingi Tómasson tók undir með honum: „Hvað þarftu að segja til að fá rautt á þessum tímapunkti? Vegna þess að það voru tvö mörk þarna sem áttu ekki að standa? Því verður pottþétt ekki breytt. Óli, með þessa reynslu, á heldur ekki að kenna svona frá sér. Alls ekki.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Rautt spjald Ólafs Inga Fylkir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir Brynjólf stálheppinn að hafa klárað leikinn gegn Val Farið var yfir frammistöðu Brynjólfs Andersen Willumssonar í Pepsi Max stúkunni og vafaatriðin sem hann var viðloðandi. 21. júlí 2020 12:30 Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 0-3 | Meistararnir hrifsuðu toppsætið til sín í Árbænum Íslandsmeistarar KR tylltu sér á topp Pepsi Max deildarinnar með öruggum sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. 19. júlí 2020 20:26 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
„Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max-stúkunni, í umræðum um rautt spjald Ólafs Inga Skúlasonar. Ólafur Ingi er spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis en hefur átt við meiðsli að stríða og var því eingöngu í aðstoðarþjálfarahlutverkinu þegar Fylkir mætti KR á sunnudaginn. Eftir 3-0 tap Fylkis, þar sem Fylkismenn höfðu lítið mótmælt í leiknum sjálfum þrátt fyrir að tvö marka KR hefðu sennilega ekki átt að fá að standa, fékk Ólafur Ingi rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Strákarnir kíktu á mörk @KRreykjavik gegn @FylkirFC í þætti gærkvöldsins. Áttu mörkin að standa?#PepsiMaxDeildin #Stúkan #BestaSætið #Fotbolti pic.twitter.com/KRV4hMzzp6— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 21, 2020 „Hann fékk rautt spjald þarna eftir leikinn. Ég veit ekki alveg hversu lengi Ólafur Ingi er frá (vegna meiðslanna) en hann er á leið í tveggja leikja bann því hann fékk líka rautt spjald í fyrstu umferðinni, þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður. Hérna kemur hann ekki einu sinni inn á, jú hann labbaði inn á eftir leik, en af hverju? Ég hef margoft verið reiður eftir leik og talað við dómara, en hversu reiður getur maður orðið?“ spurði Gummi Ben, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar. „Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu – geta ekki tekið þátt í undirbúningi. Þegar hann er í leikbanni sem þjálfari þá má hann ekki vera inni í klefa klukkutíma, eða einn og hálfan tíma, fyrir leik. Hann er að gera liðinu sínu mikinn óleik með því að fara í að minnsta kosti tveggja leikja bann,“ sagði Atli Viðar, og Tómas Ingi Tómasson tók undir með honum: „Hvað þarftu að segja til að fá rautt á þessum tímapunkti? Vegna þess að það voru tvö mörk þarna sem áttu ekki að standa? Því verður pottþétt ekki breytt. Óli, með þessa reynslu, á heldur ekki að kenna svona frá sér. Alls ekki.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Rautt spjald Ólafs Inga
Fylkir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir Brynjólf stálheppinn að hafa klárað leikinn gegn Val Farið var yfir frammistöðu Brynjólfs Andersen Willumssonar í Pepsi Max stúkunni og vafaatriðin sem hann var viðloðandi. 21. júlí 2020 12:30 Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 0-3 | Meistararnir hrifsuðu toppsætið til sín í Árbænum Íslandsmeistarar KR tylltu sér á topp Pepsi Max deildarinnar með öruggum sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. 19. júlí 2020 20:26 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Segir Brynjólf stálheppinn að hafa klárað leikinn gegn Val Farið var yfir frammistöðu Brynjólfs Andersen Willumssonar í Pepsi Max stúkunni og vafaatriðin sem hann var viðloðandi. 21. júlí 2020 12:30
Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 0-3 | Meistararnir hrifsuðu toppsætið til sín í Árbænum Íslandsmeistarar KR tylltu sér á topp Pepsi Max deildarinnar með öruggum sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. 19. júlí 2020 20:26