Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2020 09:07 Heimili alríkisdómarans Esther Salas í New Jersey var vettvangur árásarinnar. Vísir/getty Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. Maðurinn var lögfræðingur og hafði vakið athygli í gegnum tíðina fyrir baráttu sína fyrir svokölluðum „karlréttindum“ (e. men‘s rights) og andúð sína á konum og femínisma. Maðurinn, sem hét Roy Den Hollander, er talinn hafa dulbúið sig sem hraðsendil og knúið dyra á heimili dómarans, Ester Salas, í fyrradag. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, kom til dyra og var skotinn til bana. Mark Anderl, 63 ára eiginmaður Salas, særðist í árásinni en var í gær sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Umfangsmikilli leit að árásarmanninum var strax hrundið af stað en grunur lögreglu beinist nú að áðurnefndum Den Hollander. Hann fannst látinn í bíl sínum í gær og er sagður hafa framið sjálfsvíg. Upplýsingar sem hann hafði sankað að sér um Janet DiFiore, dómara í New York, fundust í bílnum, auk pakka sem stílaður var á Salas. Færslur litaðar kvenhatri Den Hollander flutti mál fyrir Salas árið 2015. Málið laut að konu sem vildi skrá sig til herkvaðningar sem aðeins var ætluð karlmönnum. Í kjölfarið birti Den Hollander færslur á netinu þar sem hann sakaði dómarann um að hafa notfært sér rómanskan uppruna sinn til velgengni á kostnað annarra. Þá kveður við svipaðan tón í hundruðum færslna sem Den Hollander birti á vefsíðu sinni en þær þykja einkennast af kven- og kynþáttahatri. „Eina vandamálið sem fylgir því að búa of lengi við ríki „femínasistanna“ er að maður eignast svo marga óvini að maður getur ekki jafnað metin við þá alla. En laganámið og fjölmiðlar kenndu mér að forgangsraða,“ skrifaði Den Hollander í einni færslunni. Den Hollander hafði jafnframt vakið athygli í gegnum tíðina fyrir árangurslausar stefnur á hendur skemmtistöðum fyrir að halda svokölluð „konukvöld“. Þá stefndi hann Columbia-háskóla í New York fyrir að vera með kvennafræði (e. women‘s studies) á kennsluskrá sinni og kvað námskeiðið „vígi óréttlætis“ gagnvart karlmönnum. Þá var hann mjög viljugur til að ræða skoðanir sínar á opinberum vettvangi og var á sínum tíma tíður gestur spjall- og fréttaskýringaþátta á sjónvarpsstöðum á borð við Fox News og Comedy Central. Einnig kom í ljós að Den Hollander hafði lýst því í færslum á netinu að hann hefði dulbúið sig sem hraðsendil til að ræða við unga stúlku, þ.e. sama bragð og hann greip til við árásina á heimili dómarans. Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. Maðurinn var lögfræðingur og hafði vakið athygli í gegnum tíðina fyrir baráttu sína fyrir svokölluðum „karlréttindum“ (e. men‘s rights) og andúð sína á konum og femínisma. Maðurinn, sem hét Roy Den Hollander, er talinn hafa dulbúið sig sem hraðsendil og knúið dyra á heimili dómarans, Ester Salas, í fyrradag. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, kom til dyra og var skotinn til bana. Mark Anderl, 63 ára eiginmaður Salas, særðist í árásinni en var í gær sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Umfangsmikilli leit að árásarmanninum var strax hrundið af stað en grunur lögreglu beinist nú að áðurnefndum Den Hollander. Hann fannst látinn í bíl sínum í gær og er sagður hafa framið sjálfsvíg. Upplýsingar sem hann hafði sankað að sér um Janet DiFiore, dómara í New York, fundust í bílnum, auk pakka sem stílaður var á Salas. Færslur litaðar kvenhatri Den Hollander flutti mál fyrir Salas árið 2015. Málið laut að konu sem vildi skrá sig til herkvaðningar sem aðeins var ætluð karlmönnum. Í kjölfarið birti Den Hollander færslur á netinu þar sem hann sakaði dómarann um að hafa notfært sér rómanskan uppruna sinn til velgengni á kostnað annarra. Þá kveður við svipaðan tón í hundruðum færslna sem Den Hollander birti á vefsíðu sinni en þær þykja einkennast af kven- og kynþáttahatri. „Eina vandamálið sem fylgir því að búa of lengi við ríki „femínasistanna“ er að maður eignast svo marga óvini að maður getur ekki jafnað metin við þá alla. En laganámið og fjölmiðlar kenndu mér að forgangsraða,“ skrifaði Den Hollander í einni færslunni. Den Hollander hafði jafnframt vakið athygli í gegnum tíðina fyrir árangurslausar stefnur á hendur skemmtistöðum fyrir að halda svokölluð „konukvöld“. Þá stefndi hann Columbia-háskóla í New York fyrir að vera með kvennafræði (e. women‘s studies) á kennsluskrá sinni og kvað námskeiðið „vígi óréttlætis“ gagnvart karlmönnum. Þá var hann mjög viljugur til að ræða skoðanir sínar á opinberum vettvangi og var á sínum tíma tíður gestur spjall- og fréttaskýringaþátta á sjónvarpsstöðum á borð við Fox News og Comedy Central. Einnig kom í ljós að Den Hollander hafði lýst því í færslum á netinu að hann hefði dulbúið sig sem hraðsendil til að ræða við unga stúlku, þ.e. sama bragð og hann greip til við árásina á heimili dómarans. Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti.
Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira