Bandaríski sendiherrann á Íslandi tístir um „ósýnilegu Kínaveiruna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 22:43 Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Getty/Bandaríska Sendiráðið Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, deildi nú í kvöld tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í færslu sinni skrifar Gunter „Við stöndum sameinuð í baráttunni við ósýnilegu Kínaveiruna.“ Fyrir aftan skilaboðin setur hann síðan tjákn bandaríska fánans við hlið þess íslenska. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Bandaríkjaþing staðfesti tilnefninguna í maí 2019. Færsluna sem Gunter deildi birit Trump fyrir um tveimur klukkustundum. Þar má sjá mynd af honum með grímu fyrir vitum sér. Með myndinni skrifar Trump skilaboð sem eru áþekk þeim sem Gunter birtir. We are United to defeat the Invisible China Virus! 🇺🇸🇮🇸 https://t.co/7X1k5S7dNb— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) July 20, 2020 „Margir segja það merki um þjóðarást að bera grímu þegar maður getur ekki stundað félagsforðun (e. social distancing.) Það er enginn þjóðræknari en ég, uppáhalds forsetinn ykkar,“ skrifar Trump einnig. Ekki er langt síðan Trump lét undan þrýstingi og fór að bera grímur á almannafæri. Hann hefur þá lýst því yfir að það eigi að vera val hvers og eins að bera grímu á almannafæri, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum mælist til þess að allir beri andlitsgrímur. Stjórnvöld í mörgum ríkjum Bandaríkjanna hafa þannig skyldað íbúa til þess að vera með grímur á almannafæri til að hefta útbreiðslu veirunnar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, deildi nú í kvöld tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í færslu sinni skrifar Gunter „Við stöndum sameinuð í baráttunni við ósýnilegu Kínaveiruna.“ Fyrir aftan skilaboðin setur hann síðan tjákn bandaríska fánans við hlið þess íslenska. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Bandaríkjaþing staðfesti tilnefninguna í maí 2019. Færsluna sem Gunter deildi birit Trump fyrir um tveimur klukkustundum. Þar má sjá mynd af honum með grímu fyrir vitum sér. Með myndinni skrifar Trump skilaboð sem eru áþekk þeim sem Gunter birtir. We are United to defeat the Invisible China Virus! 🇺🇸🇮🇸 https://t.co/7X1k5S7dNb— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) July 20, 2020 „Margir segja það merki um þjóðarást að bera grímu þegar maður getur ekki stundað félagsforðun (e. social distancing.) Það er enginn þjóðræknari en ég, uppáhalds forsetinn ykkar,“ skrifar Trump einnig. Ekki er langt síðan Trump lét undan þrýstingi og fór að bera grímur á almannafæri. Hann hefur þá lýst því yfir að það eigi að vera val hvers og eins að bera grímu á almannafæri, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum mælist til þess að allir beri andlitsgrímur. Stjórnvöld í mörgum ríkjum Bandaríkjanna hafa þannig skyldað íbúa til þess að vera með grímur á almannafæri til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00