Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2020 21:04 Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. Ragnar hafi undanfarna mánuði haldið því fram að stjórnendur félagsins, ráðgjafar og starfsmenn hafi tekið sig saman um að blekkja fé út úr lífeyrissjóðum sem lánað hafi fé til verksins. Það sé ekki rétt. „Ragnar Þór Ingólfsson hefur undanfarna mánuði farið með himinskautum um verkframkvæmdir á Landsímareitnum.[…] Fyrir ekki svo löngu síðan hélt Ragnar því fram að allar framkvæmdir væru stopp og aldrei stæði til að byggja á reitnum,“ skrifar Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns í Facebook-færslu. „Mér er þó bæði ljúft og skylt að segja frá því að fullyrðingar Ragnars standast ekki skoðun. Staðreyndin er sú að framkvæmdir á Landsímareit eru í fullum gangi. Það starfa um 200 manns við verkefnið og hafa gert undanfarin misseri, sem er mjög jákvætt í þeim þrengingum sem standa nú yfir.“ Hann segist ekki hafa séð tilefni hingað til að svara málflutningi Ragnars sökum þess hve fjarstæðukenndur hann hafi verið. Aðstandendur verkefnisins hafi ákveðið að láta verkin tala og við öllum sem hafi átti leið hjá reitnum undanfarið blasi við að þar hafi mikið verk verið unnið, framkvæmdir séu langt komnar og reiturinn sé að taka á sig mynd. „Við þetta má bæta að framkvæmdirnar eru að fullu fjármagnaðar, auk þess sem framkvæmdakostnaður stefnir á að verða innan áætlana. Það er vissulega rétt hjá Ragnari að verkið hefur dregist talsvert frá því sem vonast var í upphafi, en það á sér skýringar sem allir þekkja nú þegar,“ skrifar Jóhannes. Þá segir hann að lán Lindarvatns frá lífeyrissjóðunum sé og hafi alltaf verið í skilum. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi fengið yfir hundrað milljónir í vexti og verðbætur frá Lindarvatni til þessa. „Til allrar hamingju eru fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði á Landsímareitnum úr lausu lofti gripnar.“ Ragnar Þór skrifaði í morgun færslu á Facebook þar sem hann fjallar meðal annars um uppbyggingu Lindarvatns á Landsímareitnum, sem sjá má hér að neðan. Fréttin var uppfærð klukkan 23:10 og var færslu Rangars bætt við. Skipulag Lífeyrissjóðir Víkurgarður Reykjavík Tengdar fréttir Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu Formaður VR segir Maríu Stefánsdóttur sölustjóra flugfélagsins á villigötum í vörn sinni fyrir félagið. Nú ríki heilagt stríð 12. maí 2020 13:58 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. Ragnar hafi undanfarna mánuði haldið því fram að stjórnendur félagsins, ráðgjafar og starfsmenn hafi tekið sig saman um að blekkja fé út úr lífeyrissjóðum sem lánað hafi fé til verksins. Það sé ekki rétt. „Ragnar Þór Ingólfsson hefur undanfarna mánuði farið með himinskautum um verkframkvæmdir á Landsímareitnum.[…] Fyrir ekki svo löngu síðan hélt Ragnar því fram að allar framkvæmdir væru stopp og aldrei stæði til að byggja á reitnum,“ skrifar Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns í Facebook-færslu. „Mér er þó bæði ljúft og skylt að segja frá því að fullyrðingar Ragnars standast ekki skoðun. Staðreyndin er sú að framkvæmdir á Landsímareit eru í fullum gangi. Það starfa um 200 manns við verkefnið og hafa gert undanfarin misseri, sem er mjög jákvætt í þeim þrengingum sem standa nú yfir.“ Hann segist ekki hafa séð tilefni hingað til að svara málflutningi Ragnars sökum þess hve fjarstæðukenndur hann hafi verið. Aðstandendur verkefnisins hafi ákveðið að láta verkin tala og við öllum sem hafi átti leið hjá reitnum undanfarið blasi við að þar hafi mikið verk verið unnið, framkvæmdir séu langt komnar og reiturinn sé að taka á sig mynd. „Við þetta má bæta að framkvæmdirnar eru að fullu fjármagnaðar, auk þess sem framkvæmdakostnaður stefnir á að verða innan áætlana. Það er vissulega rétt hjá Ragnari að verkið hefur dregist talsvert frá því sem vonast var í upphafi, en það á sér skýringar sem allir þekkja nú þegar,“ skrifar Jóhannes. Þá segir hann að lán Lindarvatns frá lífeyrissjóðunum sé og hafi alltaf verið í skilum. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi fengið yfir hundrað milljónir í vexti og verðbætur frá Lindarvatni til þessa. „Til allrar hamingju eru fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði á Landsímareitnum úr lausu lofti gripnar.“ Ragnar Þór skrifaði í morgun færslu á Facebook þar sem hann fjallar meðal annars um uppbyggingu Lindarvatns á Landsímareitnum, sem sjá má hér að neðan. Fréttin var uppfærð klukkan 23:10 og var færslu Rangars bætt við.
Skipulag Lífeyrissjóðir Víkurgarður Reykjavík Tengdar fréttir Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu Formaður VR segir Maríu Stefánsdóttur sölustjóra flugfélagsins á villigötum í vörn sinni fyrir félagið. Nú ríki heilagt stríð 12. maí 2020 13:58 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu Formaður VR segir Maríu Stefánsdóttur sölustjóra flugfélagsins á villigötum í vörn sinni fyrir félagið. Nú ríki heilagt stríð 12. maí 2020 13:58