Nánar verði fylgst með svæðinu í kjölfar jarðskjálftahrinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 17:59 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Mynd/Grindavíkurbær Fundi almannavarnanefndar Grindavíkur lauk fyrr í dag. Þar var farið yfir jarðskjálftahrinu sem riðið hefur yfir á Reykjanesskaga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir að fylgst verði nánar með svæðinu við Fagradalsfjall í kjölfar jarðskjálftahrinunar. Skjálfti af stærðinni 5 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga upp úr klukkan hálf tólf í gærkvöldi, en margir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, bæði í nótt og í morgun. Að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, var meginefni fundarins að fá sérfræðing frá Veðurstofunni til að fara yfir stöðuna, það sem hefur verið að gerast og hvers megi vænta í framhaldinu. „Þetta var upplýsandi fundur. Ég held það megi segja að grunnlínan í þessu sé sú að þarna séu flekaskil að hrökkva til eða rekast saman, eins og gerist stöðugt á Reykjanesinu eða annars staðar þar sem þessir stóru flekar mætast. Það eru í sjálfu sér ekki slæm tíðindi miðað við það að þá fylgir þessu ekki kvikuinnskot eða vísbendingar um gosóróa. Engu að síður er þetta dálítið óþægilegt og heldur öflugir skjálftar sem fylgja þessu,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Hyggja á nánari mælingar Hann segir að þó mælingar sérfræðinga bendi ekki til þess að skjálftarnir geti verið fyrirboðar um eldsumbrot á svæðinu standi til að fylgjast nánar með jarðhræringum á svæðinu í kringum Fagradalsfjall. „Þessir jarðskjálftar hafa verið að færast austar en síðustu mánuði. Þeir voru þarna í kring um fjallið Þorbjörn og eru komnir austar. Nú stendur til að efla mælingar á þessu svæði og fara að nýta líka GPS-tækni frá gervihnöttum til að kanna hvort það geti verið landris í tengslum við þetta,“ segir Fannar og bætir við að niðurstaðna úr þeim mælingum megi vænta á næstu dögum. Hann segir jafnframt að Veðurstofan fylgist vel með gangi mála, og sé í viðbragðsstöðu, kunni eitthvað ískyggilegt að eiga sér stað. Þá verði strax haft samband við viðeigandi viðbragðsaðila. Fólk almennt tiltölulega rólegt Aðspurður um skoðanir fólks á svæðinu og líðan vegna skjálftanna segir Fannar að viðbrögð fólks séu mismunandi. „Það þarf ekki að koma á óvart að það séu áframhaldandi skjálftar en engu að síður bregður mönnum við. Það er misjafnt hvernig fólk tekur þessu, sumir eru sallarólegir en öðrum líður ekki vel.“ Þó segir Fannar að almennt virðist fólk á svæðinu taka málunum með ró. „Þetta er ekki kjörstaða, en svona er þetta.“ Þá hvetur Fannar fólk á svæðinu til þess að fara inn á heimasíður Veðurstofunnar og Almannavarna og kynna sér jarðskjálfta og viðeigandi viðbrögð við þeim. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Fundi almannavarnanefndar Grindavíkur lauk fyrr í dag. Þar var farið yfir jarðskjálftahrinu sem riðið hefur yfir á Reykjanesskaga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir að fylgst verði nánar með svæðinu við Fagradalsfjall í kjölfar jarðskjálftahrinunar. Skjálfti af stærðinni 5 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga upp úr klukkan hálf tólf í gærkvöldi, en margir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, bæði í nótt og í morgun. Að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, var meginefni fundarins að fá sérfræðing frá Veðurstofunni til að fara yfir stöðuna, það sem hefur verið að gerast og hvers megi vænta í framhaldinu. „Þetta var upplýsandi fundur. Ég held það megi segja að grunnlínan í þessu sé sú að þarna séu flekaskil að hrökkva til eða rekast saman, eins og gerist stöðugt á Reykjanesinu eða annars staðar þar sem þessir stóru flekar mætast. Það eru í sjálfu sér ekki slæm tíðindi miðað við það að þá fylgir þessu ekki kvikuinnskot eða vísbendingar um gosóróa. Engu að síður er þetta dálítið óþægilegt og heldur öflugir skjálftar sem fylgja þessu,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Hyggja á nánari mælingar Hann segir að þó mælingar sérfræðinga bendi ekki til þess að skjálftarnir geti verið fyrirboðar um eldsumbrot á svæðinu standi til að fylgjast nánar með jarðhræringum á svæðinu í kringum Fagradalsfjall. „Þessir jarðskjálftar hafa verið að færast austar en síðustu mánuði. Þeir voru þarna í kring um fjallið Þorbjörn og eru komnir austar. Nú stendur til að efla mælingar á þessu svæði og fara að nýta líka GPS-tækni frá gervihnöttum til að kanna hvort það geti verið landris í tengslum við þetta,“ segir Fannar og bætir við að niðurstaðna úr þeim mælingum megi vænta á næstu dögum. Hann segir jafnframt að Veðurstofan fylgist vel með gangi mála, og sé í viðbragðsstöðu, kunni eitthvað ískyggilegt að eiga sér stað. Þá verði strax haft samband við viðeigandi viðbragðsaðila. Fólk almennt tiltölulega rólegt Aðspurður um skoðanir fólks á svæðinu og líðan vegna skjálftanna segir Fannar að viðbrögð fólks séu mismunandi. „Það þarf ekki að koma á óvart að það séu áframhaldandi skjálftar en engu að síður bregður mönnum við. Það er misjafnt hvernig fólk tekur þessu, sumir eru sallarólegir en öðrum líður ekki vel.“ Þó segir Fannar að almennt virðist fólk á svæðinu taka málunum með ró. „Þetta er ekki kjörstaða, en svona er þetta.“ Þá hvetur Fannar fólk á svæðinu til þess að fara inn á heimasíður Veðurstofunnar og Almannavarna og kynna sér jarðskjálfta og viðeigandi viðbrögð við þeim.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00
400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27
„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent