Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Andri Eysteinsson skrifar 20. júlí 2020 15:23 Gamli Herjólfur mun sigla á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli. Vísir/Vilhelm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. Að óbreyttu fer sigling Herjólfs III í síðustu vinnustöðvun fyrir félagsdóm Í samtali við Vísi segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins, að á meðan samtal sé í gangi á milli aðila deilunnar sé hann bjartsýnn á framhaldið. Fyrirhugað er að funda í deilunni seinnipartinn í dag að sögn Bergs en gefið hefur verið út að Herjólfur III fyrirrennari Herjólfs muni sigla á milli lands og eyja á meðan að vinnustöðvun stendur yfir. Slíkt var einnig uppi á teningnum við síðustu vinnustöðvun á Herjólfi sem fram fór í liðinni viku. Eftir þá ákvörðun rekstraraðila ferjunnar sagði Bergur í samtali við fréttastofu að mögulega yrði málinu vísað til félagsdóms. „Stjórn Sjómannafélagsins er búin að funda og hefur ákveðið að vísa málinu áfram til lögmanns félagsins sem mun, að óbreyttu, sækja málið fyrir félagsdómi,“ sagði Bergur í dag. Við vinnustöðvun í síðustu viku safnaðist saman hópur fólks á Vestmannaeyjahöfn og voru margir ósáttir við það að Herjólfur III sigldi milli hafna. Sagði Sjómannafélagið um væri að ræða klárt verkfallsbrot en Herjólfur ohf. telur að svo sé ekki. Bergur sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 15. júlí eftir útspil Herjólfs ohf. að Sjómannafélagið hafi ekki verið tilbúið fyrir þennan „skrípaleik“ en yrði tilbúnir í næstu vinnustöðvun. „Það kemur í ljós,“ sagði Bergur spurður út í aðgerðir Sjómannafélagsins fyrir næstu vinnustöðvun. Í samtali við Vísi í dag sagði Bergur þó að ekki hefði verið tekin ákvörðun um aðgerðir vegna fyrirhugaðra siglinga Herjólfs III á meðan að á vinnustöðvun stendur. Í tilkynningu Herjólfs ohf. segir að framkvæmdastjórn félagsins telji að tryggja þurfi samgöngur milli lands og Eyja og því verði siglt. Undirmenn í áhöfn ferjunnar muni koma úr röðum annarra stéttarfélaga en Sjómannafélagsins og siglt verði með lágmarksþjónustu. „Enda er þetta eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. Að óbreyttu fer sigling Herjólfs III í síðustu vinnustöðvun fyrir félagsdóm Í samtali við Vísi segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins, að á meðan samtal sé í gangi á milli aðila deilunnar sé hann bjartsýnn á framhaldið. Fyrirhugað er að funda í deilunni seinnipartinn í dag að sögn Bergs en gefið hefur verið út að Herjólfur III fyrirrennari Herjólfs muni sigla á milli lands og eyja á meðan að vinnustöðvun stendur yfir. Slíkt var einnig uppi á teningnum við síðustu vinnustöðvun á Herjólfi sem fram fór í liðinni viku. Eftir þá ákvörðun rekstraraðila ferjunnar sagði Bergur í samtali við fréttastofu að mögulega yrði málinu vísað til félagsdóms. „Stjórn Sjómannafélagsins er búin að funda og hefur ákveðið að vísa málinu áfram til lögmanns félagsins sem mun, að óbreyttu, sækja málið fyrir félagsdómi,“ sagði Bergur í dag. Við vinnustöðvun í síðustu viku safnaðist saman hópur fólks á Vestmannaeyjahöfn og voru margir ósáttir við það að Herjólfur III sigldi milli hafna. Sagði Sjómannafélagið um væri að ræða klárt verkfallsbrot en Herjólfur ohf. telur að svo sé ekki. Bergur sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 15. júlí eftir útspil Herjólfs ohf. að Sjómannafélagið hafi ekki verið tilbúið fyrir þennan „skrípaleik“ en yrði tilbúnir í næstu vinnustöðvun. „Það kemur í ljós,“ sagði Bergur spurður út í aðgerðir Sjómannafélagsins fyrir næstu vinnustöðvun. Í samtali við Vísi í dag sagði Bergur þó að ekki hefði verið tekin ákvörðun um aðgerðir vegna fyrirhugaðra siglinga Herjólfs III á meðan að á vinnustöðvun stendur. Í tilkynningu Herjólfs ohf. segir að framkvæmdastjórn félagsins telji að tryggja þurfi samgöngur milli lands og Eyja og því verði siglt. Undirmenn í áhöfn ferjunnar muni koma úr röðum annarra stéttarfélaga en Sjómannafélagsins og siglt verði með lágmarksþjónustu. „Enda er þetta eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu,“ segir í tilkynningunni.
Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira