Íslenski boltinn

Rauða spjaldið algjörlega galin ákvörðun að mati Margrétar Láru

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ana Victoria Cate lék aðeins í 35 mínútur gegn sínum gömlu félögum í Stjörnunni á þriðjudaginn.
Ana Victoria Cate lék aðeins í 35 mínútur gegn sínum gömlu félögum í Stjörnunni á þriðjudaginn. vísir/vilhelm

Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Pepsi Max marka kvenna voru ekkert alltof hrifnar af frammistöðu Arnars Inga Ingvarssonar sem dæmdi leik Stjörnunnar og KR í Pepsi Max-deild kvenna á þriðjudaginn.

KR vann leikinn, 2-3, þrátt fyrir að vera manni færri frá 35. mínútu þegar Ana Victoria Cate fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Að mati Helenu og sérfræðinganna voru bæði gulu spjöldin sem Ana fékk í ódýrari kantinum.

„Það fannst engum ásetningur í þessu broti,“ sagði Helena um seinna gula spjaldið sem Ana fékk.

„Mér fannst dómarinn ekki vera með línu í þessum leik. Ég ætla ekki að vera neitt sérstaklega leiðinleg en mér finnst þetta galið.“

Margréti Láru Viðarsdóttur fannst hvorugt brota Önu verðskulda áminningu og skildi ekki hvernig hún endaði með rautt spjald.

„Ég er örugglega búin að horfa á þessar myndir þúsund sinnum og ég skil ekki enn hvað er verið að dæma á. Í fyrra skiptið stígur hún út, fer aldrei með sólann á loft. Þetta er varla snerting. Hún hindrar hana ekki á neinn hátt,“ sagði Margrét Lára.

„Í seinna skiptið er þetta einhvers konar samstuð, árekstur. Ég var leita eftir olnbogaskoti eða einhverju en gat ég séð neitt refsivert í þessu atviki. Fyrir mér er þetta algjörlega galin ákvörðun.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um dómgæsluna í leik Stjörnunnar og KR

Tengdar fréttir

Katrín Ásbjörnsdóttir: Þurftum að líta inn á við

KR vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deild kvenna í kvöld, er liðið heimsótti Stjörnuna í Garðabæinn. KR-liðið spilaði manni færri frá 33. mínútu en náði tvisvar að skora og komast yfir eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×