Það hefur þurft þrjú hólf að meðaltali í Pepsi Max deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 13:30 Grótta er í fyrsta sinn í efstu deild og hér má sjá stuðningsmenn liðsins á leik á Seltjarnarnesinu. Vísir/HAG Yfir þúsund áhorfendur hafa komið að meðaltali á leik í fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið saman tölur yfir aðsókn á fyrstu sex umferðir Pepsi Max deildar karla. Alls hafa mætt 33.929 áhorfendur á leikina eða 1.028 að meðaltali á hvern leik. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með yfir eitt þúsund áhorfendur að meðaltali á sínum heimaleikjum. Þessu hafa liðin hafa náð þrátt fyrir að það hafi verið í gangi takmarkanir á fjölda áhorfenda. Frá og með 15. júní hafa mátt vera 500 áhorfendur á viðburðum og ef áhorfendasvæði er skipt í sóttvarnarhólf er heimilt að allt að 500 áhorfendur geti verið í hverju hólfi. Flestir áhorfendur að meðaltali sækja leiki Breiðabliks á Kópavogsvellinum, eða 1.644, og ef meðalaðsókn á útileiki liða er skoðuð má sjá að flestir mæta einnig á útileiki Breiðabliks, eða 1.535. KR-ingar fylgja Blikum fast á eftir í báðum flokkum. Best sótti leikurinn hingað til er einmitt viðureign þessara tveggja liða á Meistaravöllum, þar sem áhorfendur voru 2.352 talsins. Í næstu sætum eru síðan lið FH (1264 áhorfendur að meðaltali), Vals (1259) og Stjarnan (1184). Lið Víkings (1080), Fylkis (1056) og HK (1050) hafa einnig fengið yfir þúsund áhorfendur á sína leiki. Tveir leikir hingað til hafa farið yfir tvö þúsund í áhorfendafjölda - fyrrgreindur leikur KR og Breiðabliks, og svo heimaleikur Breiðabliks gegn nýliðum Gróttu, en 2.114 áhorfendur sóttu þann leik. Fjögur félög af tólf hafa fengið minna en þúsund áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína en það eru Grótta (723 áhorfendur að meðaltali), KA (784), Fjölnir (806) og ÍA (868). Sjöunda umferðin hefst með leik Stjörnunnar og HK í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á morgun fara síðan tveir leikir fram klukkan 16.00 (Fjölnir-FH og KA-Grótta) en síðustu þrír leikir umferðarinnar fara fram á sunnudaginn og verða þá leikur Fylkis og KR (klukkan 17.30) og leikur Breiðabliks og Vals (klukkan 20.00) sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Víkings og Skagamanna fer fram klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Yfir þúsund áhorfendur hafa komið að meðaltali á leik í fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið saman tölur yfir aðsókn á fyrstu sex umferðir Pepsi Max deildar karla. Alls hafa mætt 33.929 áhorfendur á leikina eða 1.028 að meðaltali á hvern leik. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með yfir eitt þúsund áhorfendur að meðaltali á sínum heimaleikjum. Þessu hafa liðin hafa náð þrátt fyrir að það hafi verið í gangi takmarkanir á fjölda áhorfenda. Frá og með 15. júní hafa mátt vera 500 áhorfendur á viðburðum og ef áhorfendasvæði er skipt í sóttvarnarhólf er heimilt að allt að 500 áhorfendur geti verið í hverju hólfi. Flestir áhorfendur að meðaltali sækja leiki Breiðabliks á Kópavogsvellinum, eða 1.644, og ef meðalaðsókn á útileiki liða er skoðuð má sjá að flestir mæta einnig á útileiki Breiðabliks, eða 1.535. KR-ingar fylgja Blikum fast á eftir í báðum flokkum. Best sótti leikurinn hingað til er einmitt viðureign þessara tveggja liða á Meistaravöllum, þar sem áhorfendur voru 2.352 talsins. Í næstu sætum eru síðan lið FH (1264 áhorfendur að meðaltali), Vals (1259) og Stjarnan (1184). Lið Víkings (1080), Fylkis (1056) og HK (1050) hafa einnig fengið yfir þúsund áhorfendur á sína leiki. Tveir leikir hingað til hafa farið yfir tvö þúsund í áhorfendafjölda - fyrrgreindur leikur KR og Breiðabliks, og svo heimaleikur Breiðabliks gegn nýliðum Gróttu, en 2.114 áhorfendur sóttu þann leik. Fjögur félög af tólf hafa fengið minna en þúsund áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína en það eru Grótta (723 áhorfendur að meðaltali), KA (784), Fjölnir (806) og ÍA (868). Sjöunda umferðin hefst með leik Stjörnunnar og HK í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á morgun fara síðan tveir leikir fram klukkan 16.00 (Fjölnir-FH og KA-Grótta) en síðustu þrír leikir umferðarinnar fara fram á sunnudaginn og verða þá leikur Fylkis og KR (klukkan 17.30) og leikur Breiðabliks og Vals (klukkan 20.00) sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Víkings og Skagamanna fer fram klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira