Innlit hjá Ísak: „Ef þú ert ekki góð manneskja ertu ekki neitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2020 10:30 Ísak hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. GETTY/ALEX GRIMM Í tengslum við útsendingu Dplay Sport frá leik Norrköping og Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í gær var sýnt innslag um Ísak Bergmann Jóhannesson. Þessi sautján ára Skagamaður hefur slegið í gegn með Norrköping á tímabilinu. Þrátt fyrir ungan aldur er hann fastamaður í byrjunarliði Norrköping sem er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar. Norrköping vann 2-0 sigur á Örebro í gær. Fréttamaður Dplay kíkti í heimsókn til Ísaks á dögunum og tók púlsinn á þessum efnilega leikmanni. Skagamaðurinn hefur búið í eitt og hálft ár í Norrköping og kann vel við sig í þessari mátulega stóru borg eins og hann orðar það í viðtalinu sem fer allt fram á sænsku. Það fyrsta sem tekur á móti manni í íbúð Ísaks er mynd af heimabæ hans, Akranesi. „Þegar maður saknar heimabæjarins getur maður kíkt á myndina. Þetta er uppáhalds myndin mín í íbúðinni,“ sagði Ísak og bætti við að hann gæti hugsað sér að búa á Akranesi þegar ferlinum lýkur. Hann hefur þó nægan tíma til að ákveða það. Fjölmargar myndir af fótboltamönnum er að finna í íbúð Ísaks. Uppáhalds leikmaðurinn hans er Kevin De Bruyne, belgíski miðjumaðurinn hjá Manchester City. „Þetta er uppáhaldsleikmaðurinn minn. Ég er hrifinn af því hvernig hann spilar og hvernig hann er á vellinum. Hann er mjög rólegur. Hann lítur líka út fyrir að vera góð manneskja,“ sagði Ísak. Í innslagi Dplay ræðir Ísak einnig um fjölskylduna og mikilvægi þess að vera auðmjúkur og með báða fætur á jörðinni. „Ef maður er ekki góð manneskja er maður ekki neitt,“ sagði Ísak sem gerir allt til að ná sem lengst. „Ég borða ekkert óhollt, eða ég vil ekki borða óhollt. Strákarnir geta hlegið aðeins að mér en ég vil ná gera þetta eina prósent auka til að verða eins góður og ég get,“ sagði Ísak sem hefur alltaf undirbúið sig af kostgæfni fyrir leiki. „Þegar ég var tólf ára var alltaf einhver frekar óhollur matur á fimmtudögum. Þá sagði ég við strákana sem voru með mér í liði: af hverju eruð þið að borða þetta, við eigum að spila um helgina. Þeir hlógu og sögðu mér að slaka á. Ég sagði nei, ég ætla að verða eins góður og ég get í leiknum. Þá var ég tólf ára og það eru ekki margir sem hugsa þannig á þeim aldri.“ Ísak ætlar sér alla leið í fótboltanum. „Ég ætla ekki að láta stoppa mig í því að verða fótboltamaður á hæsta getustigi. Ég hef trú á sjálfum mér og ef maður hugsar út í hverju maður getur stjórnað sjálfur þá getur maður náð þangað,“ sagði Skagamaðurinn efnilegi. Innslag Dplay má sjá hér fyrir neðan. Vi följde med Ísak Bergmann Jóhannesson hem och fick höra mer om bakgrunden, uppväxten, familjen, idolerna och framtiden: "Är man inte en bra person, då är man ingenting" pic.twitter.com/YECvRrit5P— Dplay Sport (@Dplay_Sport) July 16, 2020 Sænski boltinn Tengdar fréttir Allt gengur Ísak og Norrköping í hag Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hélt í kvöld áfram að láta til sín taka í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en hann átt þátt í öðru af mörkum toppliðs Norrköping í 2-0 sigri á Örebro. 16. júlí 2020 19:52 Ísak áfram taplaus í Allsvenskan Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Malmö á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 13. júlí 2020 18:51 Líkir Ísaki við Batman: Ofurhetja án ofurkrafta Robert Laul, blaðamaður á Aftonbladet í Svíþjóð, hefur mikið álit á Ísaki Bergmann Jóhannessyni, sautján ára leikmanni Norrköping. Hann segir engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð. 7. júlí 2020 11:20 „17 ára Ísak Bergmann sökkti Gautaborg“ | Sjáðu fyrsta markið hans „17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sökkti IFK Gautaborg er Norrköping vann fimmta leikinn af sex mögulegum,“ skrifaði SportExpressen eftir leik IFK Gautaborg og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. 7. júlí 2020 10:00 Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni og lagði upp í sigri Ísak Bergmann Jóhannesson fór á kostum í liði IFK Norrköpping í sigri á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp annað markið í 3-1 sigri. 6. júlí 2020 19:00 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Í tengslum við útsendingu Dplay Sport frá leik Norrköping og Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í gær var sýnt innslag um Ísak Bergmann Jóhannesson. Þessi sautján ára Skagamaður hefur slegið í gegn með Norrköping á tímabilinu. Þrátt fyrir ungan aldur er hann fastamaður í byrjunarliði Norrköping sem er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar. Norrköping vann 2-0 sigur á Örebro í gær. Fréttamaður Dplay kíkti í heimsókn til Ísaks á dögunum og tók púlsinn á þessum efnilega leikmanni. Skagamaðurinn hefur búið í eitt og hálft ár í Norrköping og kann vel við sig í þessari mátulega stóru borg eins og hann orðar það í viðtalinu sem fer allt fram á sænsku. Það fyrsta sem tekur á móti manni í íbúð Ísaks er mynd af heimabæ hans, Akranesi. „Þegar maður saknar heimabæjarins getur maður kíkt á myndina. Þetta er uppáhalds myndin mín í íbúðinni,“ sagði Ísak og bætti við að hann gæti hugsað sér að búa á Akranesi þegar ferlinum lýkur. Hann hefur þó nægan tíma til að ákveða það. Fjölmargar myndir af fótboltamönnum er að finna í íbúð Ísaks. Uppáhalds leikmaðurinn hans er Kevin De Bruyne, belgíski miðjumaðurinn hjá Manchester City. „Þetta er uppáhaldsleikmaðurinn minn. Ég er hrifinn af því hvernig hann spilar og hvernig hann er á vellinum. Hann er mjög rólegur. Hann lítur líka út fyrir að vera góð manneskja,“ sagði Ísak. Í innslagi Dplay ræðir Ísak einnig um fjölskylduna og mikilvægi þess að vera auðmjúkur og með báða fætur á jörðinni. „Ef maður er ekki góð manneskja er maður ekki neitt,“ sagði Ísak sem gerir allt til að ná sem lengst. „Ég borða ekkert óhollt, eða ég vil ekki borða óhollt. Strákarnir geta hlegið aðeins að mér en ég vil ná gera þetta eina prósent auka til að verða eins góður og ég get,“ sagði Ísak sem hefur alltaf undirbúið sig af kostgæfni fyrir leiki. „Þegar ég var tólf ára var alltaf einhver frekar óhollur matur á fimmtudögum. Þá sagði ég við strákana sem voru með mér í liði: af hverju eruð þið að borða þetta, við eigum að spila um helgina. Þeir hlógu og sögðu mér að slaka á. Ég sagði nei, ég ætla að verða eins góður og ég get í leiknum. Þá var ég tólf ára og það eru ekki margir sem hugsa þannig á þeim aldri.“ Ísak ætlar sér alla leið í fótboltanum. „Ég ætla ekki að láta stoppa mig í því að verða fótboltamaður á hæsta getustigi. Ég hef trú á sjálfum mér og ef maður hugsar út í hverju maður getur stjórnað sjálfur þá getur maður náð þangað,“ sagði Skagamaðurinn efnilegi. Innslag Dplay má sjá hér fyrir neðan. Vi följde med Ísak Bergmann Jóhannesson hem och fick höra mer om bakgrunden, uppväxten, familjen, idolerna och framtiden: "Är man inte en bra person, då är man ingenting" pic.twitter.com/YECvRrit5P— Dplay Sport (@Dplay_Sport) July 16, 2020
Sænski boltinn Tengdar fréttir Allt gengur Ísak og Norrköping í hag Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hélt í kvöld áfram að láta til sín taka í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en hann átt þátt í öðru af mörkum toppliðs Norrköping í 2-0 sigri á Örebro. 16. júlí 2020 19:52 Ísak áfram taplaus í Allsvenskan Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Malmö á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 13. júlí 2020 18:51 Líkir Ísaki við Batman: Ofurhetja án ofurkrafta Robert Laul, blaðamaður á Aftonbladet í Svíþjóð, hefur mikið álit á Ísaki Bergmann Jóhannessyni, sautján ára leikmanni Norrköping. Hann segir engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð. 7. júlí 2020 11:20 „17 ára Ísak Bergmann sökkti Gautaborg“ | Sjáðu fyrsta markið hans „17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sökkti IFK Gautaborg er Norrköping vann fimmta leikinn af sex mögulegum,“ skrifaði SportExpressen eftir leik IFK Gautaborg og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. 7. júlí 2020 10:00 Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni og lagði upp í sigri Ísak Bergmann Jóhannesson fór á kostum í liði IFK Norrköpping í sigri á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp annað markið í 3-1 sigri. 6. júlí 2020 19:00 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Allt gengur Ísak og Norrköping í hag Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hélt í kvöld áfram að láta til sín taka í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en hann átt þátt í öðru af mörkum toppliðs Norrköping í 2-0 sigri á Örebro. 16. júlí 2020 19:52
Ísak áfram taplaus í Allsvenskan Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Malmö á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 13. júlí 2020 18:51
Líkir Ísaki við Batman: Ofurhetja án ofurkrafta Robert Laul, blaðamaður á Aftonbladet í Svíþjóð, hefur mikið álit á Ísaki Bergmann Jóhannessyni, sautján ára leikmanni Norrköping. Hann segir engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð. 7. júlí 2020 11:20
„17 ára Ísak Bergmann sökkti Gautaborg“ | Sjáðu fyrsta markið hans „17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sökkti IFK Gautaborg er Norrköping vann fimmta leikinn af sex mögulegum,“ skrifaði SportExpressen eftir leik IFK Gautaborg og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. 7. júlí 2020 10:00
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni og lagði upp í sigri Ísak Bergmann Jóhannesson fór á kostum í liði IFK Norrköpping í sigri á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp annað markið í 3-1 sigri. 6. júlí 2020 19:00