Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Andri Eysteinsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. júlí 2020 21:20 Júlía Fanney Jóhannesdóttir og Sonja Daníelsdóttir hjá Villikanínum. Vísir/Baldur Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. Eftir að fréttir bárust af dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum vegna smitandi lifrardreps í mars síðastliðnum ákváðu nokkrar konur að stofna dýraverndunarfélagið Villikanínur. „Við vissum ekkert hvað væri í gangi þá. Þetta gæti hafa verið einhver að eitra þannig að við vildum bara bjarga sem flestum. Þannig að við fórum bara af stað við að bjarga öllum.,“ sagði Sonja Daníelsdóttir einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikanína. Þær hafa náð að bjarga um áttatíu kanínum á nokkrum mánuðum sem nú hafa fjölgað sér. „Þannig að við erum búin að vera með fullt af ungum. Við erum búin að læra alveg heilan helling á þessu og við erum með fósturheimili úti um allt. Við gætum þetta ekki án þeirra,“ segir Sonja. „Tilgangur okkar er að bjarga þeim, bólusetja þær og fara með til dýralæknis. Mörg dýr hafa komið inn veik og eru að kveljast. Við viljum bara bjarga þeim,“ segir Júlía Fanney Jóhannesdóttir sem einnig er ein af stofnendum félagsins. Enn séu kanínur að drepast í Elliðaárdalnum og mesta vinnan fari í að bjarga þeim. Fjöldi kanína séu þó á ýmsum stöðum á landinu sem þær bjargi líka. „Þær eru úti um allt. Fólk er að sleppa þeim og þær eru að fjölga sér,“ segir Júlía Fanney. Ein af kanínunum.Stöð 2 Ein af kanínunum sem komið hefur verið til aðstoðar er Askja en hún kom til Villikanína eftir að köttur hafði komið með hana heim til eiganda sinna. Sonja segir að hún kanínurnar hafi verið ómeiddar og kötturinn hafi ekki skilið eftir á þeim svo mikið sem skrámu. Önnur hafi þó verið með eyrnabólgu og hin með augnsýkingu. „Það má segja að kötturinn hafi bjargað þeim því þær komust til læknis,“ segir Sonja. Þegar kanínunum líður betur finnur félagið heimili handa þeim. Villikanínur, sem reiða sig á styrki frá almenningi, njóta liðsinnis dýralækna, Matvælastofnunar og borgarinnar. „Þeim líður ekkert vel þarna úti. Þær geta ekki stillt líkamshitann ef þær blotna þannig að íslenska veðrið er alls ekki fyrir þær, segir Júlía Fanney á meðan að þakklát kanína hjúfrar sig upp að henni. Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. Eftir að fréttir bárust af dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum vegna smitandi lifrardreps í mars síðastliðnum ákváðu nokkrar konur að stofna dýraverndunarfélagið Villikanínur. „Við vissum ekkert hvað væri í gangi þá. Þetta gæti hafa verið einhver að eitra þannig að við vildum bara bjarga sem flestum. Þannig að við fórum bara af stað við að bjarga öllum.,“ sagði Sonja Daníelsdóttir einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikanína. Þær hafa náð að bjarga um áttatíu kanínum á nokkrum mánuðum sem nú hafa fjölgað sér. „Þannig að við erum búin að vera með fullt af ungum. Við erum búin að læra alveg heilan helling á þessu og við erum með fósturheimili úti um allt. Við gætum þetta ekki án þeirra,“ segir Sonja. „Tilgangur okkar er að bjarga þeim, bólusetja þær og fara með til dýralæknis. Mörg dýr hafa komið inn veik og eru að kveljast. Við viljum bara bjarga þeim,“ segir Júlía Fanney Jóhannesdóttir sem einnig er ein af stofnendum félagsins. Enn séu kanínur að drepast í Elliðaárdalnum og mesta vinnan fari í að bjarga þeim. Fjöldi kanína séu þó á ýmsum stöðum á landinu sem þær bjargi líka. „Þær eru úti um allt. Fólk er að sleppa þeim og þær eru að fjölga sér,“ segir Júlía Fanney. Ein af kanínunum.Stöð 2 Ein af kanínunum sem komið hefur verið til aðstoðar er Askja en hún kom til Villikanína eftir að köttur hafði komið með hana heim til eiganda sinna. Sonja segir að hún kanínurnar hafi verið ómeiddar og kötturinn hafi ekki skilið eftir á þeim svo mikið sem skrámu. Önnur hafi þó verið með eyrnabólgu og hin með augnsýkingu. „Það má segja að kötturinn hafi bjargað þeim því þær komust til læknis,“ segir Sonja. Þegar kanínunum líður betur finnur félagið heimili handa þeim. Villikanínur, sem reiða sig á styrki frá almenningi, njóta liðsinnis dýralækna, Matvælastofnunar og borgarinnar. „Þeim líður ekkert vel þarna úti. Þær geta ekki stillt líkamshitann ef þær blotna þannig að íslenska veðrið er alls ekki fyrir þær, segir Júlía Fanney á meðan að þakklát kanína hjúfrar sig upp að henni.
Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira