Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Andri Eysteinsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. júlí 2020 21:20 Júlía Fanney Jóhannesdóttir og Sonja Daníelsdóttir hjá Villikanínum. Vísir/Baldur Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. Eftir að fréttir bárust af dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum vegna smitandi lifrardreps í mars síðastliðnum ákváðu nokkrar konur að stofna dýraverndunarfélagið Villikanínur. „Við vissum ekkert hvað væri í gangi þá. Þetta gæti hafa verið einhver að eitra þannig að við vildum bara bjarga sem flestum. Þannig að við fórum bara af stað við að bjarga öllum.,“ sagði Sonja Daníelsdóttir einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikanína. Þær hafa náð að bjarga um áttatíu kanínum á nokkrum mánuðum sem nú hafa fjölgað sér. „Þannig að við erum búin að vera með fullt af ungum. Við erum búin að læra alveg heilan helling á þessu og við erum með fósturheimili úti um allt. Við gætum þetta ekki án þeirra,“ segir Sonja. „Tilgangur okkar er að bjarga þeim, bólusetja þær og fara með til dýralæknis. Mörg dýr hafa komið inn veik og eru að kveljast. Við viljum bara bjarga þeim,“ segir Júlía Fanney Jóhannesdóttir sem einnig er ein af stofnendum félagsins. Enn séu kanínur að drepast í Elliðaárdalnum og mesta vinnan fari í að bjarga þeim. Fjöldi kanína séu þó á ýmsum stöðum á landinu sem þær bjargi líka. „Þær eru úti um allt. Fólk er að sleppa þeim og þær eru að fjölga sér,“ segir Júlía Fanney. Ein af kanínunum.Stöð 2 Ein af kanínunum sem komið hefur verið til aðstoðar er Askja en hún kom til Villikanína eftir að köttur hafði komið með hana heim til eiganda sinna. Sonja segir að hún kanínurnar hafi verið ómeiddar og kötturinn hafi ekki skilið eftir á þeim svo mikið sem skrámu. Önnur hafi þó verið með eyrnabólgu og hin með augnsýkingu. „Það má segja að kötturinn hafi bjargað þeim því þær komust til læknis,“ segir Sonja. Þegar kanínunum líður betur finnur félagið heimili handa þeim. Villikanínur, sem reiða sig á styrki frá almenningi, njóta liðsinnis dýralækna, Matvælastofnunar og borgarinnar. „Þeim líður ekkert vel þarna úti. Þær geta ekki stillt líkamshitann ef þær blotna þannig að íslenska veðrið er alls ekki fyrir þær, segir Júlía Fanney á meðan að þakklát kanína hjúfrar sig upp að henni. Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. Eftir að fréttir bárust af dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum vegna smitandi lifrardreps í mars síðastliðnum ákváðu nokkrar konur að stofna dýraverndunarfélagið Villikanínur. „Við vissum ekkert hvað væri í gangi þá. Þetta gæti hafa verið einhver að eitra þannig að við vildum bara bjarga sem flestum. Þannig að við fórum bara af stað við að bjarga öllum.,“ sagði Sonja Daníelsdóttir einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikanína. Þær hafa náð að bjarga um áttatíu kanínum á nokkrum mánuðum sem nú hafa fjölgað sér. „Þannig að við erum búin að vera með fullt af ungum. Við erum búin að læra alveg heilan helling á þessu og við erum með fósturheimili úti um allt. Við gætum þetta ekki án þeirra,“ segir Sonja. „Tilgangur okkar er að bjarga þeim, bólusetja þær og fara með til dýralæknis. Mörg dýr hafa komið inn veik og eru að kveljast. Við viljum bara bjarga þeim,“ segir Júlía Fanney Jóhannesdóttir sem einnig er ein af stofnendum félagsins. Enn séu kanínur að drepast í Elliðaárdalnum og mesta vinnan fari í að bjarga þeim. Fjöldi kanína séu þó á ýmsum stöðum á landinu sem þær bjargi líka. „Þær eru úti um allt. Fólk er að sleppa þeim og þær eru að fjölga sér,“ segir Júlía Fanney. Ein af kanínunum.Stöð 2 Ein af kanínunum sem komið hefur verið til aðstoðar er Askja en hún kom til Villikanína eftir að köttur hafði komið með hana heim til eiganda sinna. Sonja segir að hún kanínurnar hafi verið ómeiddar og kötturinn hafi ekki skilið eftir á þeim svo mikið sem skrámu. Önnur hafi þó verið með eyrnabólgu og hin með augnsýkingu. „Það má segja að kötturinn hafi bjargað þeim því þær komust til læknis,“ segir Sonja. Þegar kanínunum líður betur finnur félagið heimili handa þeim. Villikanínur, sem reiða sig á styrki frá almenningi, njóta liðsinnis dýralækna, Matvælastofnunar og borgarinnar. „Þeim líður ekkert vel þarna úti. Þær geta ekki stillt líkamshitann ef þær blotna þannig að íslenska veðrið er alls ekki fyrir þær, segir Júlía Fanney á meðan að þakklát kanína hjúfrar sig upp að henni.
Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira