Hefur æft eins og skepna og hlakkar til að keppa: „Þetta er það sem við lifum fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2020 20:30 Anton Sveinn McKee keppir í Laugardalnum um helgina. mynd/stöð 2 Anton Sveinn McKee, eini Íslendingurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, verður meðal keppenda á Íslandsmeistaramótinu í sundi í Laugardalslaug um helgina. Anton hefur ekki getað keppt síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og því er eftirvæntingin eftir mótinu um helgina enn meiri en ella. Anton væri nú kominn, eða á leiðinni, til Tókýó á Ólympíuleikana en þeim var frestað um ár vegna faraldursins. Hann hefur verið við æfingar hér heima undanfarið. „Þetta er bara búið að ganga ágætlega. Æfingaáætlunin er allt öðruvísi en maður var búinn að undirbúa sig fyrir. Það er kannski fínt að fá smáhvíld bráðum en í staðinn er maður búinn að æfa eins og skepna til að nýta tækifærið. Eins skrýtið og það er að segja það þá getur maður snúið því í jákvæðan hlut að vera ekki að fara að keppa á Ólympíuleikunum eftir rúma viku. Maður getur unnið í sínum veikleikum og bætt sig til að koma sterkari til baka eftir eitt ár,“ segir Anton við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Væri við undirbúning í Asíu ef allt væri eðlilegt Eins og fyrr segir áttu Ólympíuleikarnir að hefjast á föstudaginn eftir viku en þeim var frestað til 23. júlí á næsta ári. „Ég væri ekki á Íslandi ef allt væri eðlilegt, heldur í Asíu í góðum undirbúningi og mjög spenntur fyrir því að toppa þarna. En að sama skapi snýst þetta um að gera eins gott úr þessu og hægt er,“ segir Anton, sem hlakkar mikið til að keppa í Laugardalnum um helgina: „Það eru nokkrir sterkir erlendir keppendur komnir; tveir frá Danmörku og einn frá Tyrklandi, og það verður gaman að fá að keppa með þeim. Þau hafa keppt á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Svo er feiknalega sterkt sundfólk á Íslandi í dag sem mun verða þarna og synda hratt. Ég hlakka til að fá að vera aftur í keppnisumhverfi. Þetta er það sem við lifum fyrir. Ástæðan fyrir því að við nennum að mæta snemma á morgunæfingar og busla í þessari laugu. Það skemmtilegast sem ég geri er að keppa – vera þarna með vinum mínum og sjá hvað í mér býr. Ég er mjög spenntur að sjá hvað ég get gert um helgina.“ Anton mun svo taka sér stutt sumarfrí áður en hann byrjar æfingar að nýju. Hann vonast til að geta byrjað að keppa í nýju atvinnumannadeildinni, ISL, í október ef faraldurinn hindrar það ekki en allar æfinga- og keppnisáætlanir Antons munu taka mið af stóru stundinni í Tókýó að ári liðnu. Klippa: Sportpakkinn - Anton Sveinn keppir um helgina Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00 Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Anton Sveinn McKee, eini Íslendingurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, verður meðal keppenda á Íslandsmeistaramótinu í sundi í Laugardalslaug um helgina. Anton hefur ekki getað keppt síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og því er eftirvæntingin eftir mótinu um helgina enn meiri en ella. Anton væri nú kominn, eða á leiðinni, til Tókýó á Ólympíuleikana en þeim var frestað um ár vegna faraldursins. Hann hefur verið við æfingar hér heima undanfarið. „Þetta er bara búið að ganga ágætlega. Æfingaáætlunin er allt öðruvísi en maður var búinn að undirbúa sig fyrir. Það er kannski fínt að fá smáhvíld bráðum en í staðinn er maður búinn að æfa eins og skepna til að nýta tækifærið. Eins skrýtið og það er að segja það þá getur maður snúið því í jákvæðan hlut að vera ekki að fara að keppa á Ólympíuleikunum eftir rúma viku. Maður getur unnið í sínum veikleikum og bætt sig til að koma sterkari til baka eftir eitt ár,“ segir Anton við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Væri við undirbúning í Asíu ef allt væri eðlilegt Eins og fyrr segir áttu Ólympíuleikarnir að hefjast á föstudaginn eftir viku en þeim var frestað til 23. júlí á næsta ári. „Ég væri ekki á Íslandi ef allt væri eðlilegt, heldur í Asíu í góðum undirbúningi og mjög spenntur fyrir því að toppa þarna. En að sama skapi snýst þetta um að gera eins gott úr þessu og hægt er,“ segir Anton, sem hlakkar mikið til að keppa í Laugardalnum um helgina: „Það eru nokkrir sterkir erlendir keppendur komnir; tveir frá Danmörku og einn frá Tyrklandi, og það verður gaman að fá að keppa með þeim. Þau hafa keppt á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Svo er feiknalega sterkt sundfólk á Íslandi í dag sem mun verða þarna og synda hratt. Ég hlakka til að fá að vera aftur í keppnisumhverfi. Þetta er það sem við lifum fyrir. Ástæðan fyrir því að við nennum að mæta snemma á morgunæfingar og busla í þessari laugu. Það skemmtilegast sem ég geri er að keppa – vera þarna með vinum mínum og sjá hvað í mér býr. Ég er mjög spenntur að sjá hvað ég get gert um helgina.“ Anton mun svo taka sér stutt sumarfrí áður en hann byrjar æfingar að nýju. Hann vonast til að geta byrjað að keppa í nýju atvinnumannadeildinni, ISL, í október ef faraldurinn hindrar það ekki en allar æfinga- og keppnisáætlanir Antons munu taka mið af stóru stundinni í Tókýó að ári liðnu. Klippa: Sportpakkinn - Anton Sveinn keppir um helgina
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00 Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00
Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti