Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2020 16:59 Fangelsið á Akureyri er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. Lokunin hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarna daga, til að mynda hafa samflokksmenn ráðherra og aðrir úr stjórnarliðinu kallað eftir því að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Tilkynnt var í síðustu viku að ætlunin væri að loka fangelsinu á Akureyri, sem er minnsta rekstrareining Fangelsismálastofnunar. Ætlunin væri að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála, en samkvæmt heimildum Vísis hefur rekstrarkostnaður fangelsins verið um 100 milljónir árlega. Eftir því sem Vísir kemst næst dyggði það rekstrarfé til að opna nýtt hús á Litla hrauni, bæta við tveimur starfsmönnum og taka við 30 fleiri föngum. Þannig megi auka skilvirkni Fangelsismálastofnunar. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri og eru þar að jafnaði átta til tíu fangar. Hin fyrirhugaða lokun hefur sætt töluverðri gagnrýni, ekki síst frá þingmönnum kjördæmisins. Má þar nefna Njál Trausta Friðbertsson, samflokksmann dómsmálaráðherra, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur þingflokksformann VG. Beðið eftir úttekt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segist nú hafa frestað lokun fangelsisins. Í Facebook-færslu skrifar ráðherra að hún hafi óskað eftir því að við ríkislögreglustjóra að lagt yrði mat á hugsanlegan viðbótarkostnað lögreglunnar á Akureyri vegna lokunar fangelsins þar. „Þessi úttekt mun ekki liggja fyrir þegar lokunin á að koma til framkvæmda í lok mánaðarins. Í ljósi þess og í framhaldi funda með hagaðilum fyrir norðan sl. þriðjudag hef ég óskað eftir því við fangelsimálastjóra að framkvæmd lokunarinnar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september,“ skrifar Áslaug. Fangelsismál Akureyri Lögreglumál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. Lokunin hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarna daga, til að mynda hafa samflokksmenn ráðherra og aðrir úr stjórnarliðinu kallað eftir því að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Tilkynnt var í síðustu viku að ætlunin væri að loka fangelsinu á Akureyri, sem er minnsta rekstrareining Fangelsismálastofnunar. Ætlunin væri að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála, en samkvæmt heimildum Vísis hefur rekstrarkostnaður fangelsins verið um 100 milljónir árlega. Eftir því sem Vísir kemst næst dyggði það rekstrarfé til að opna nýtt hús á Litla hrauni, bæta við tveimur starfsmönnum og taka við 30 fleiri föngum. Þannig megi auka skilvirkni Fangelsismálastofnunar. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri og eru þar að jafnaði átta til tíu fangar. Hin fyrirhugaða lokun hefur sætt töluverðri gagnrýni, ekki síst frá þingmönnum kjördæmisins. Má þar nefna Njál Trausta Friðbertsson, samflokksmann dómsmálaráðherra, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur þingflokksformann VG. Beðið eftir úttekt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segist nú hafa frestað lokun fangelsisins. Í Facebook-færslu skrifar ráðherra að hún hafi óskað eftir því að við ríkislögreglustjóra að lagt yrði mat á hugsanlegan viðbótarkostnað lögreglunnar á Akureyri vegna lokunar fangelsins þar. „Þessi úttekt mun ekki liggja fyrir þegar lokunin á að koma til framkvæmda í lok mánaðarins. Í ljósi þess og í framhaldi funda með hagaðilum fyrir norðan sl. þriðjudag hef ég óskað eftir því við fangelsimálastjóra að framkvæmd lokunarinnar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september,“ skrifar Áslaug.
Fangelsismál Akureyri Lögreglumál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent