Íslenski boltinn

Sif í Pepsi Max mörkunum í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sif hefur leikið 82 landsleiki.
Sif hefur leikið 82 landsleiki. vísir/bára

Sif Atladóttir, landsliðskona og leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, verður gestur Pepsi Max marka kvenna í kvöld.

Þátturinn hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport. Helena Ólafsdóttir stýrir honum að venju og sérfræðingar hennar verða Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir.

Farið verður yfir 6. umferð Pepsi Max-deildar kvenna sem lauk í gær, Mjólkurbikarinn og Símamótið sem fór fram um helgina.

Þá verður fjallað um sænsku úrvalsdeildina þar sem Sif mun miðla af þekkingu sinni. Hún hefur leikið með Kristianstad síðan 2011. Sif leikur ekkert á þessu tímabili þar sem hún er barnshafandi.

Sif er stödd hér á landi þessa dagana og lýsti m.a. leik Uppsala og Umeå á Stöð 2 Sport í gær.

Sif og Margrét Lára þekkjast vel en þær léku saman í Val, Kristianstad og íslenska landsliðinu á sínum tíma. Saman hafa þær leikið 206 landsleiki.

Pepsi Max mörk kvenna hefjast klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×