Pepsi Max Stúkan um byrjunarlið FH: Nöfnin blekkja okkur og framtíðin er komin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 11:30 Björn Daníel Sverrisson í leik með FH á móti ÍA á dögunum. Vísir/HAG Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport ræddu FH-liðið í síðasta þætti en gengi FH-inga hefur ollið vonbrigðum eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum. FH tapaði á heimavelli á móti Fylki í síðustu umferð í Pepsi Max deild karla og hefur aðeins náð í eitt stig á síðustu þremur vikum. Á sama tíma hefur liðið fengið á sig níu mörk í aðeins þremur leikjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði það þá í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net að FH-ingar væru komnir með besta byrjunarlið landsins og Pepsi Max stúkan fór aðeins betur yfir þetta rómaða byrjunarlið FH-liðsins. „Formaðurinn sagði það og það er allt í lagi að ræða það aðeins þó að við höfum rætt það líka fyrir mót. Hann segir það fyrir mót að þeir séu komnir með besta byrjunarlið landsins. Kíkjum á þetta byrjunarlið,“ sagði Guðmundur Benediktsson og upp á skjáinn kom byrjunarliðið hjá FH. „Tækju þið Gunnar Nielsen í markið hjá ykkur,“ spurði Þorkell Máni Pétursson. „Ég myndi segja að þetta gæti verið besta byrjunarlið ársins 2016 en ekki ársins 2020. Nöfnin blekkja okkur svolítið. Við erum búnir að horfa á þessa menn spila hérna í tíu ár eða hvað það er. Framtíðin er komin og tvítugir eða 21 eins árs strákar eru orðnir jafngóðir eða betri heldur en þessi nöfn sem við þekkjum. Við þurfum að læra ný nöfn núna,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Pepsi Max stúkan ræddi líka Björn Daníel Sverrisson og rifjaði upp viðtal við hann sem var tekið áður en hann kom heim. „Hann vill verða þessi leiðtogi og vill aftur verða besti maður deildarinnar en það er ekki að ganga eins og er. Að mínu meti er hluti ástæðunnar fyrir því að liðið sem hann er í hefur ekki verið að tikka. Þegar hann var bestur fyrir fjórum eða fimm árum þá var hann í FH-vélinni. Það gátu hver sem er komið inn í þetta FH-lið þá og meira að segja gat ég spilað þarna og unnið,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Síðustu tvö til þrjú ár þá finnur FH ekki taktinn og hann líður fyrir það. Það er ekki sanngjarnt að segja að hann eigi að finn taktinn fyrir FH sem lið,“ sagði Sigurvin. Það má finna alla umfjöllunin um byrjunarlið FH og Björn Daníel Sverrisson hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Nöfnin blekkja okkur í byrjunarliði FH og framtíðin er komin Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport ræddu FH-liðið í síðasta þætti en gengi FH-inga hefur ollið vonbrigðum eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum. FH tapaði á heimavelli á móti Fylki í síðustu umferð í Pepsi Max deild karla og hefur aðeins náð í eitt stig á síðustu þremur vikum. Á sama tíma hefur liðið fengið á sig níu mörk í aðeins þremur leikjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði það þá í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net að FH-ingar væru komnir með besta byrjunarlið landsins og Pepsi Max stúkan fór aðeins betur yfir þetta rómaða byrjunarlið FH-liðsins. „Formaðurinn sagði það og það er allt í lagi að ræða það aðeins þó að við höfum rætt það líka fyrir mót. Hann segir það fyrir mót að þeir séu komnir með besta byrjunarlið landsins. Kíkjum á þetta byrjunarlið,“ sagði Guðmundur Benediktsson og upp á skjáinn kom byrjunarliðið hjá FH. „Tækju þið Gunnar Nielsen í markið hjá ykkur,“ spurði Þorkell Máni Pétursson. „Ég myndi segja að þetta gæti verið besta byrjunarlið ársins 2016 en ekki ársins 2020. Nöfnin blekkja okkur svolítið. Við erum búnir að horfa á þessa menn spila hérna í tíu ár eða hvað það er. Framtíðin er komin og tvítugir eða 21 eins árs strákar eru orðnir jafngóðir eða betri heldur en þessi nöfn sem við þekkjum. Við þurfum að læra ný nöfn núna,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Pepsi Max stúkan ræddi líka Björn Daníel Sverrisson og rifjaði upp viðtal við hann sem var tekið áður en hann kom heim. „Hann vill verða þessi leiðtogi og vill aftur verða besti maður deildarinnar en það er ekki að ganga eins og er. Að mínu meti er hluti ástæðunnar fyrir því að liðið sem hann er í hefur ekki verið að tikka. Þegar hann var bestur fyrir fjórum eða fimm árum þá var hann í FH-vélinni. Það gátu hver sem er komið inn í þetta FH-lið þá og meira að segja gat ég spilað þarna og unnið,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Síðustu tvö til þrjú ár þá finnur FH ekki taktinn og hann líður fyrir það. Það er ekki sanngjarnt að segja að hann eigi að finn taktinn fyrir FH sem lið,“ sagði Sigurvin. Það má finna alla umfjöllunin um byrjunarlið FH og Björn Daníel Sverrisson hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Nöfnin blekkja okkur í byrjunarliði FH og framtíðin er komin
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti