Pepsi Max Stúkan um byrjunarlið FH: Nöfnin blekkja okkur og framtíðin er komin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 11:30 Björn Daníel Sverrisson í leik með FH á móti ÍA á dögunum. Vísir/HAG Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport ræddu FH-liðið í síðasta þætti en gengi FH-inga hefur ollið vonbrigðum eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum. FH tapaði á heimavelli á móti Fylki í síðustu umferð í Pepsi Max deild karla og hefur aðeins náð í eitt stig á síðustu þremur vikum. Á sama tíma hefur liðið fengið á sig níu mörk í aðeins þremur leikjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði það þá í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net að FH-ingar væru komnir með besta byrjunarlið landsins og Pepsi Max stúkan fór aðeins betur yfir þetta rómaða byrjunarlið FH-liðsins. „Formaðurinn sagði það og það er allt í lagi að ræða það aðeins þó að við höfum rætt það líka fyrir mót. Hann segir það fyrir mót að þeir séu komnir með besta byrjunarlið landsins. Kíkjum á þetta byrjunarlið,“ sagði Guðmundur Benediktsson og upp á skjáinn kom byrjunarliðið hjá FH. „Tækju þið Gunnar Nielsen í markið hjá ykkur,“ spurði Þorkell Máni Pétursson. „Ég myndi segja að þetta gæti verið besta byrjunarlið ársins 2016 en ekki ársins 2020. Nöfnin blekkja okkur svolítið. Við erum búnir að horfa á þessa menn spila hérna í tíu ár eða hvað það er. Framtíðin er komin og tvítugir eða 21 eins árs strákar eru orðnir jafngóðir eða betri heldur en þessi nöfn sem við þekkjum. Við þurfum að læra ný nöfn núna,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Pepsi Max stúkan ræddi líka Björn Daníel Sverrisson og rifjaði upp viðtal við hann sem var tekið áður en hann kom heim. „Hann vill verða þessi leiðtogi og vill aftur verða besti maður deildarinnar en það er ekki að ganga eins og er. Að mínu meti er hluti ástæðunnar fyrir því að liðið sem hann er í hefur ekki verið að tikka. Þegar hann var bestur fyrir fjórum eða fimm árum þá var hann í FH-vélinni. Það gátu hver sem er komið inn í þetta FH-lið þá og meira að segja gat ég spilað þarna og unnið,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Síðustu tvö til þrjú ár þá finnur FH ekki taktinn og hann líður fyrir það. Það er ekki sanngjarnt að segja að hann eigi að finn taktinn fyrir FH sem lið,“ sagði Sigurvin. Það má finna alla umfjöllunin um byrjunarlið FH og Björn Daníel Sverrisson hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Nöfnin blekkja okkur í byrjunarliði FH og framtíðin er komin Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport ræddu FH-liðið í síðasta þætti en gengi FH-inga hefur ollið vonbrigðum eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum. FH tapaði á heimavelli á móti Fylki í síðustu umferð í Pepsi Max deild karla og hefur aðeins náð í eitt stig á síðustu þremur vikum. Á sama tíma hefur liðið fengið á sig níu mörk í aðeins þremur leikjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði það þá í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net að FH-ingar væru komnir með besta byrjunarlið landsins og Pepsi Max stúkan fór aðeins betur yfir þetta rómaða byrjunarlið FH-liðsins. „Formaðurinn sagði það og það er allt í lagi að ræða það aðeins þó að við höfum rætt það líka fyrir mót. Hann segir það fyrir mót að þeir séu komnir með besta byrjunarlið landsins. Kíkjum á þetta byrjunarlið,“ sagði Guðmundur Benediktsson og upp á skjáinn kom byrjunarliðið hjá FH. „Tækju þið Gunnar Nielsen í markið hjá ykkur,“ spurði Þorkell Máni Pétursson. „Ég myndi segja að þetta gæti verið besta byrjunarlið ársins 2016 en ekki ársins 2020. Nöfnin blekkja okkur svolítið. Við erum búnir að horfa á þessa menn spila hérna í tíu ár eða hvað það er. Framtíðin er komin og tvítugir eða 21 eins árs strákar eru orðnir jafngóðir eða betri heldur en þessi nöfn sem við þekkjum. Við þurfum að læra ný nöfn núna,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Pepsi Max stúkan ræddi líka Björn Daníel Sverrisson og rifjaði upp viðtal við hann sem var tekið áður en hann kom heim. „Hann vill verða þessi leiðtogi og vill aftur verða besti maður deildarinnar en það er ekki að ganga eins og er. Að mínu meti er hluti ástæðunnar fyrir því að liðið sem hann er í hefur ekki verið að tikka. Þegar hann var bestur fyrir fjórum eða fimm árum þá var hann í FH-vélinni. Það gátu hver sem er komið inn í þetta FH-lið þá og meira að segja gat ég spilað þarna og unnið,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Síðustu tvö til þrjú ár þá finnur FH ekki taktinn og hann líður fyrir það. Það er ekki sanngjarnt að segja að hann eigi að finn taktinn fyrir FH sem lið,“ sagði Sigurvin. Það má finna alla umfjöllunin um byrjunarlið FH og Björn Daníel Sverrisson hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Nöfnin blekkja okkur í byrjunarliði FH og framtíðin er komin
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira