Sigurvin um þreytumerkin á Breiðablik: „Þetta er pínulítið ósanngjarnt“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júlí 2020 12:30 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í vesturbænum á sunnudaginn. vísir/bára Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, vildi ekki nota þreytu sem afsökun eftir jafnteflið gegn FH fyrir rúmri viku en annar tónn var kominn í Óskar eftir tapið gegn KR á Meistaravöllum á sunnudaginn. Óskar var spurður að því eftir 3-3 jafnteflið gegn FH á Kópavogsvelli hvort að þreyta hafi komið hans mönnum um koll undir lokin en Óskar hélt ekki. „Við vorum ekki þreyttir. Sást það að við keyrðum á þá í 90 mínútur plús. Það er engin þreyta sem hægt er að nota sem afsökun. Menn eru að æfa allan veturinn til að vera klárir í svona. Þó við spilum á hverjum degi eða tvisvar á dag þá skiptir það engu máli. Þreyta er hugarfar og við munum aldrei afsaka okkur með að við erum þreyttir, það er ekki í boði,“ sagði Óskar eftir leikinn gegn FH. Aftur var rætt um þreytu eftir tapið gegn KR á sunnudaginn og þá hafði Óskar þetta að segja. „Jú jú, KR eru frábærir og mikið búið að tala um það að þeir megi ekki komast yfir og ég tek ekkert af KR-ingum en við virkuðum þreyttir, þungir og orkulausir. Við virkuðum líka pínu stressaðir og ég átta mig ekki alveg á því hvort leikjaálagið sé farið að hafa áhrif í þessum leik.“ Viðtölin tvö og þreytumerkin á liði Blika voru til umræðu í Pepsi Max-stúkunni er sjötta umferðin var gerð upp. „Þetta er pínulítið ósanngjarnt. Hann fær ferska fætur á móti sér og Blika kerfið, eins og hann leggur þetta upp, kosta mikil hlaup. Þeir hafa staðið sig frábærlega fyrstu fimm leikina en urðu eiginlega bensínlausir,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Næstu fjórir leikir eru gegn liðum sem hafa ekki verið í fríi. Fyrst að Óskar sagði að það ætti ekki að dæma þá eftir KR-leikinn þá getum við mögulega dæmt þá eftir Vals-leikinn,“ bætti Máni Pétursson við. Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um Blika og þreytuna Pepsi Max-deild karla Breiðablik Pepsi Max stúkan Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, vildi ekki nota þreytu sem afsökun eftir jafnteflið gegn FH fyrir rúmri viku en annar tónn var kominn í Óskar eftir tapið gegn KR á Meistaravöllum á sunnudaginn. Óskar var spurður að því eftir 3-3 jafnteflið gegn FH á Kópavogsvelli hvort að þreyta hafi komið hans mönnum um koll undir lokin en Óskar hélt ekki. „Við vorum ekki þreyttir. Sást það að við keyrðum á þá í 90 mínútur plús. Það er engin þreyta sem hægt er að nota sem afsökun. Menn eru að æfa allan veturinn til að vera klárir í svona. Þó við spilum á hverjum degi eða tvisvar á dag þá skiptir það engu máli. Þreyta er hugarfar og við munum aldrei afsaka okkur með að við erum þreyttir, það er ekki í boði,“ sagði Óskar eftir leikinn gegn FH. Aftur var rætt um þreytu eftir tapið gegn KR á sunnudaginn og þá hafði Óskar þetta að segja. „Jú jú, KR eru frábærir og mikið búið að tala um það að þeir megi ekki komast yfir og ég tek ekkert af KR-ingum en við virkuðum þreyttir, þungir og orkulausir. Við virkuðum líka pínu stressaðir og ég átta mig ekki alveg á því hvort leikjaálagið sé farið að hafa áhrif í þessum leik.“ Viðtölin tvö og þreytumerkin á liði Blika voru til umræðu í Pepsi Max-stúkunni er sjötta umferðin var gerð upp. „Þetta er pínulítið ósanngjarnt. Hann fær ferska fætur á móti sér og Blika kerfið, eins og hann leggur þetta upp, kosta mikil hlaup. Þeir hafa staðið sig frábærlega fyrstu fimm leikina en urðu eiginlega bensínlausir,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Næstu fjórir leikir eru gegn liðum sem hafa ekki verið í fríi. Fyrst að Óskar sagði að það ætti ekki að dæma þá eftir KR-leikinn þá getum við mögulega dæmt þá eftir Vals-leikinn,“ bætti Máni Pétursson við. Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um Blika og þreytuna
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Pepsi Max stúkan Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira