Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 08:24 Myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögregluþjónanna sem tóku þátt í útkallinu þar sem George Floyd lést sýna hann grátbiðja þá um að leyfa sér að liggja á jörðinni frekar en að þeir myndu halda honum niðri. Hann hafi ítrekað bent þeim á að hann gæti ekki andað. Fjórir lögregluþjónar tóku þátt í útkallinu og hafa þeir allir verið reknir og ákærðir vegna málsins. Derek Chauvin, sá sem varð valdur að dauða Floyd, hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu en hinir þrír fyrir aðkomu sína að dauða hans. Þetta er í fyrsta sinn sem blaðamenn fá að sjá upptökurnar, en áður höfðu dómsskjölin aðeins verið gerð opinber. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá innihaldi þeirra, en á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. Upptökurnar hefjast á því að útkall berst vegna manns sem hafði notað falsaðan seðil til að kaupa sér sígarettupakka. Lögregluþjónarnir fara á vettvang og að bílnum sem Floyd sat í. Eftir að hafa bankað á rúðuna beinir einn lögregluþjónninn byssu að honum og skipar honum að setja hendur upp í loft. Á vef BBC segir að myndbandsupptökurnar sýni Floyd í uppnámi vegna málsins. Áður en hann var dreginn út úr bílnum hafi hann brotnað niður, en lögregluþjónarnir tóku hann niður og reyndu að handjárna hann. Morðið á Floyd leiddi til mótmæla um allan heim, enda þótti það skýrt dæmi um kerfisbundinn vestanhafs og fjölmörg dæmi um ofbeldi gegn svörtu fólki. Slagorðið „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað) mátti sjá á skiltum mótmælenda um allan heim, sem voru á meðal síðustu orða Floyd fyrir andlátið. Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00 Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50 George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögregluþjónanna sem tóku þátt í útkallinu þar sem George Floyd lést sýna hann grátbiðja þá um að leyfa sér að liggja á jörðinni frekar en að þeir myndu halda honum niðri. Hann hafi ítrekað bent þeim á að hann gæti ekki andað. Fjórir lögregluþjónar tóku þátt í útkallinu og hafa þeir allir verið reknir og ákærðir vegna málsins. Derek Chauvin, sá sem varð valdur að dauða Floyd, hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu en hinir þrír fyrir aðkomu sína að dauða hans. Þetta er í fyrsta sinn sem blaðamenn fá að sjá upptökurnar, en áður höfðu dómsskjölin aðeins verið gerð opinber. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá innihaldi þeirra, en á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. Upptökurnar hefjast á því að útkall berst vegna manns sem hafði notað falsaðan seðil til að kaupa sér sígarettupakka. Lögregluþjónarnir fara á vettvang og að bílnum sem Floyd sat í. Eftir að hafa bankað á rúðuna beinir einn lögregluþjónninn byssu að honum og skipar honum að setja hendur upp í loft. Á vef BBC segir að myndbandsupptökurnar sýni Floyd í uppnámi vegna málsins. Áður en hann var dreginn út úr bílnum hafi hann brotnað niður, en lögregluþjónarnir tóku hann niður og reyndu að handjárna hann. Morðið á Floyd leiddi til mótmæla um allan heim, enda þótti það skýrt dæmi um kerfisbundinn vestanhafs og fjölmörg dæmi um ofbeldi gegn svörtu fólki. Slagorðið „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað) mátti sjá á skiltum mótmælenda um allan heim, sem voru á meðal síðustu orða Floyd fyrir andlátið.
Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00 Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50 George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43
„I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00
Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50
George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49