Trump breytir umhverfisverndarlöggjöf til að hraða framkvæmdum Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 07:28 Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að gera breytingar á löggjöf sem staðfest var af Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, árið 1970. Löggjöfin skyldar ríkisstofnanir til þess að eiga samráð við almenning áður en ráðist er í framkvæmdir sem gætu haft áhrif á umhverfið. Forsetinn sagði breytingarnar vera tímamótaskref sem myndu jafnframt leiða til þess að hægt væri að flýta framkvæmdum í stórum innviðauppbyggingum. Sagði hann landsmenn mega búast við betri vegum og hraðbrautum vegna þeirra. „Við erum að endurheimta stolta arfleið Bandaríkjanna, að vera land sem kemur hlutum í verk,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Kerfið fór í taugarnar á honum Með breytingunum er tímaramminn fyrir athugasemdir styttur og mun matsferlið vera tvö ár eða minna, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Ákvörðun forsetans hefur verið gagnrýnd og hefur verið bent á að með þessu sé verið að stórauka hættuna á mengandi framkvæmdum og minna gegnsæi. Forsetinn segir þó breytingarnar vera framfaraskref í átt að nútímalegra matsferli á umhverfisáhrifum. Ferlið sem hafi áður verið í gildi hafi verið „fáránlegt“ og hann hafi upplifað það sem stærstu hindrunina þegar ráðist var í framkvæmdir. „Með þeim breytingum sem við erum að gera eru tvö ár ekki undantekningin, þau verða reglan. Þetta mun minnka samþykktarferli fyrir hraðbrautir um 70 prósent,“ sagði forsetinn. Bandaríkin Tengdar fréttir Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að gera breytingar á löggjöf sem staðfest var af Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, árið 1970. Löggjöfin skyldar ríkisstofnanir til þess að eiga samráð við almenning áður en ráðist er í framkvæmdir sem gætu haft áhrif á umhverfið. Forsetinn sagði breytingarnar vera tímamótaskref sem myndu jafnframt leiða til þess að hægt væri að flýta framkvæmdum í stórum innviðauppbyggingum. Sagði hann landsmenn mega búast við betri vegum og hraðbrautum vegna þeirra. „Við erum að endurheimta stolta arfleið Bandaríkjanna, að vera land sem kemur hlutum í verk,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Kerfið fór í taugarnar á honum Með breytingunum er tímaramminn fyrir athugasemdir styttur og mun matsferlið vera tvö ár eða minna, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Ákvörðun forsetans hefur verið gagnrýnd og hefur verið bent á að með þessu sé verið að stórauka hættuna á mengandi framkvæmdum og minna gegnsæi. Forsetinn segir þó breytingarnar vera framfaraskref í átt að nútímalegra matsferli á umhverfisáhrifum. Ferlið sem hafi áður verið í gildi hafi verið „fáránlegt“ og hann hafi upplifað það sem stærstu hindrunina þegar ráðist var í framkvæmdir. „Með þeim breytingum sem við erum að gera eru tvö ár ekki undantekningin, þau verða reglan. Þetta mun minnka samþykktarferli fyrir hraðbrautir um 70 prósent,“ sagði forsetinn.
Bandaríkin Tengdar fréttir Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04