Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann 3-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Staðan var 1-0 í hálfleik en Rosengård bætti við tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum. Rosengård er í 3. sætinu með níu stig eftir fjórar umferðir.
Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn hjá Djurgården sem vann 2-1 sigur á Vittsjö. Sigurmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikslok en þetta var fyrsti sigur Djurgården í fyrstu fjórum umferðunum.
Svava Rós Guðmundsdóttir var á skotskónum er Kristianstads vann 3-2 sigur á Eskilstuna. Svava jafnaði metin fyrir Kristianstads í 2-2 á 71. mínútu.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstads en þetta var fyrsti sigur Kristianstads á leiktíðinni. Liðið er með fjögur stig.
Anna Rakel Pétursdóttir lék í 3-0 sigri Uppsala á Umea en Akureyringurinn lék allan leikinn. Uppsala er með sjö stig eftir fjóra leiki.