Pepsi Max Stúkan: Heimir Guðjóns gæti eytt áratugum í að reyna að skilja Ólaf Karl án þess að fá niðurstöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 15:00 Ólafur Karl Finsen var með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í tólf leikjum með Val í Pepsi Max deild karla í fyrra. Vísir/Bára Pepsi Max Stúkan velti fyrir sér leikmannahópi Valsliðsins á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið en samkvæmt úttekt þeirra var bara einn eiginlegur framherji í hópnum hjá Hlíðarendaliðsins. Patrick Pedersen var samkvæmt uppstillingu Pepsi Max Stúkunnar eini hreinræktaði framherjinn í hóp Heimis Guðjónssonar. „Það var ekki mikið um svör á bekknum og ég held að við séum ekkert að ljúga með það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson en leikurinn endaði eins og kunnugt er með markalausu jafntefli. „Það er einn mögulegur varasenter í þessu liði, fyrst að þið viljið láta mig fara tala um það og það er Ólafur karl Finsen. Hann var ekki í hópnum í síðasta leik,“ sagði Þorkell Máni. Heimir Guðjónsson var spurður út í fjarveru Ólafs Karls eftir leikinn og Guðmundur Benediktsson lét spila það brot. „Eins og ég hef sagt áður þá er hann bara að koma til baka eftir meiðsli. Það var tekin ákvörðun um það í gær að hafa hann utan hóps en hann er búinn að vera duglegur að æfa og er að komast í betra og betra stand,“ sagði Heimir Guðjónsson, „Ég ætla að vona að hann sé að komast í betra og betra stand því mig minnir að Heimir hafi sagt það nákvæmlega sama í fyrstu umferðinni, sagði Guðmundur Benediktsson. Ólafur Karl Finsen spilaði einn bikarleik á móti SR og kom síðan inn á sem varamaður á 86. mínútu í leiknum á móti Víkingi sem var síðasti leikur á undan Stjörnuleiknum. „Ég held að vandamálið sé, fyrst við erum nú að velta upp þessu sambandi Heimis og Ólafs Karls Finsen, þá held ég að Heimir Guðjónsson sé að einhverju leiti að reyna að skilja fyrirbærið sem er Ólafur Karl Finsen,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Það er ekki fyrir alla að skilja það, sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég get sagt honum það strax af fenginn reynslu, af því að ég þekki manninn mjög vel, að hann getur eytt fleiri áratugum í það og mun ekki komast að neinni niðurstöðu. Ég fullyrði það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Við getum sagt það að Ólafur Karl er ekki að kvarta yfir fjarveru sinni í liðinu að neinu leyti. Hefur borið virðingu fyrir því og er mjög ánægður með störf Heimis. Honum finnst bara skiljanlegt að hann hafi ekki verið í liðinu. Ólafur Karl Finsen er ekki meiddur og líklega í fyrsta skiptið í þessu Valsliðið er hann heill heilsu núna,“ sagði Þorkell Máni. „Ólafur Karl Finsen var á annarri löppinni allt síðast tímabil en skoraði samt fimm mörk og lagði upp önnur fimm. Það er stórfurðulegt að fara í KR-leik, vera undir 1-0, það eru tíu mínútur eftir og vera ekki með Finsen í leikmannahópi þó að hann sé eitthvað meiddur. Hvort heldur að KR hræðist það meira að fá Ólaf Karl Finsen inn eða suma aðra varamann sem voru þarna,“ sagði Þorkell Máni. „Ég veit að Rúnar, Óli Jóh og öll Silfurskeiðin fögnuðu því öll gríðarlega að sjá engan Ólaf Karl Finsen þarna. Ef þú hefðir sett Ólaf Karl Finsen inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir á móti Stjörnunni þá hefðu allir stuðningsmenn Stjörnunnar og Vals vitað það að drengurinn væri að fara að skora í þessum leik,“ sagði Þorkell Máni. Það má finna alla umfjöllunina um stöðu Ólafs Karls Finsen hjá Val hérna fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um leikmannahópinn hjá Val og stöðu Ólafs Karls Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danir fóru létt með Grikki Sjá meira
Pepsi Max Stúkan velti fyrir sér leikmannahópi Valsliðsins á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið en samkvæmt úttekt þeirra var bara einn eiginlegur framherji í hópnum hjá Hlíðarendaliðsins. Patrick Pedersen var samkvæmt uppstillingu Pepsi Max Stúkunnar eini hreinræktaði framherjinn í hóp Heimis Guðjónssonar. „Það var ekki mikið um svör á bekknum og ég held að við séum ekkert að ljúga með það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson en leikurinn endaði eins og kunnugt er með markalausu jafntefli. „Það er einn mögulegur varasenter í þessu liði, fyrst að þið viljið láta mig fara tala um það og það er Ólafur karl Finsen. Hann var ekki í hópnum í síðasta leik,“ sagði Þorkell Máni. Heimir Guðjónsson var spurður út í fjarveru Ólafs Karls eftir leikinn og Guðmundur Benediktsson lét spila það brot. „Eins og ég hef sagt áður þá er hann bara að koma til baka eftir meiðsli. Það var tekin ákvörðun um það í gær að hafa hann utan hóps en hann er búinn að vera duglegur að æfa og er að komast í betra og betra stand,“ sagði Heimir Guðjónsson, „Ég ætla að vona að hann sé að komast í betra og betra stand því mig minnir að Heimir hafi sagt það nákvæmlega sama í fyrstu umferðinni, sagði Guðmundur Benediktsson. Ólafur Karl Finsen spilaði einn bikarleik á móti SR og kom síðan inn á sem varamaður á 86. mínútu í leiknum á móti Víkingi sem var síðasti leikur á undan Stjörnuleiknum. „Ég held að vandamálið sé, fyrst við erum nú að velta upp þessu sambandi Heimis og Ólafs Karls Finsen, þá held ég að Heimir Guðjónsson sé að einhverju leiti að reyna að skilja fyrirbærið sem er Ólafur Karl Finsen,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Það er ekki fyrir alla að skilja það, sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég get sagt honum það strax af fenginn reynslu, af því að ég þekki manninn mjög vel, að hann getur eytt fleiri áratugum í það og mun ekki komast að neinni niðurstöðu. Ég fullyrði það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Við getum sagt það að Ólafur Karl er ekki að kvarta yfir fjarveru sinni í liðinu að neinu leyti. Hefur borið virðingu fyrir því og er mjög ánægður með störf Heimis. Honum finnst bara skiljanlegt að hann hafi ekki verið í liðinu. Ólafur Karl Finsen er ekki meiddur og líklega í fyrsta skiptið í þessu Valsliðið er hann heill heilsu núna,“ sagði Þorkell Máni. „Ólafur Karl Finsen var á annarri löppinni allt síðast tímabil en skoraði samt fimm mörk og lagði upp önnur fimm. Það er stórfurðulegt að fara í KR-leik, vera undir 1-0, það eru tíu mínútur eftir og vera ekki með Finsen í leikmannahópi þó að hann sé eitthvað meiddur. Hvort heldur að KR hræðist það meira að fá Ólaf Karl Finsen inn eða suma aðra varamann sem voru þarna,“ sagði Þorkell Máni. „Ég veit að Rúnar, Óli Jóh og öll Silfurskeiðin fögnuðu því öll gríðarlega að sjá engan Ólaf Karl Finsen þarna. Ef þú hefðir sett Ólaf Karl Finsen inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir á móti Stjörnunni þá hefðu allir stuðningsmenn Stjörnunnar og Vals vitað það að drengurinn væri að fara að skora í þessum leik,“ sagði Þorkell Máni. Það má finna alla umfjöllunina um stöðu Ólafs Karls Finsen hjá Val hérna fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um leikmannahópinn hjá Val og stöðu Ólafs Karls
Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danir fóru létt með Grikki Sjá meira