Rúrik: Borga sér arð þegar vel gengur, en taka af starfsfólki þegar illa gengur Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júlí 2020 11:30 Rúrik hefur staðið í ströngu síðastliðna mánuði og lært margt og mikið. Mynd/instagram-síða Rúriks. Rúrik Gíslason segir í viðtali við Sölva Tryggvason að Covid tímabilið hafi verið eitt það undarlegasta og lærdómsríkasta í lífi hans. Rúrik er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva, þar sem þeir ræða um heimsfrægðina eftir HM, álit annarra, tímamót Rúriks og móðurmissinn. Rúrik lenti upp á kant við félag sitt, Sandhausen, þar sem hann vildi frekar gefa fyrirhugaða launalækkun sína í góðgerðarmál en til moldríkra eigenda félagsins. „Það eru tvær hliðar á öllum málum. Það eru ríkir eigendur á bakvið liðin og þau eru rekin eins og fyrirtæki og það eru eigendur á bakvið liðin sem eiga fúlgur fjár. Mér finnst skrýtið að þegar illa gengur þá tekur þú pening af starfsfólkinu þínu, en þegar vel gengur þá borgar þú þér út arð og starfsfólkið fær ekki að njóta góðs af því,” segir Rúrik meðal annars og segir að sér hafi fundist það taktlaust af eigendunum að lækka laun illa launaðra starfsmanna félagsins samhliða leikmönnum. Eftir þetta var Rúrik í raun gerður brottrækur eftir að hann sneri til baka til Þýskalands. Eftir að móðir hans veiktist mjög illilega af krabbameini og hrakaði hratt fór Rúrik heim til Íslands til að vera við hlið hennar í dauðastríðinu. „Þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að ég væri ekki „fit”, af því að ég hafi ekkert æft á Íslandi, en þegar ég var á Íslandi í þessar þrjár vikur æfði ég upp á hvern einasta dag. Ég var á daginn og kvöldin bara uppi á líknadeild og svo á milli þess sem ég var á líknadeildinni, þá skaust ég á æfingar,” segir Rúrik í viðtalinu. „Svo lætur mamma lífið 16. apríl og ég fór í kistulagningu, en ákvað sem sagt til að þóknast klúbbnum, af því að það var komin gríðarleg pressa frá þeim að koma að æfa að þá ákvað ég að sleppa jarðarförinni til að sýna mitt „commintment” gagnvart klúbbnum, en fékk ekki meiri verðlaun en það að ég var bara sendur heim,” segir Rúrik, sem fékk ekki að mæta á eina einustu æfingu eftir þetta. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Rúrik Gíslason segir í viðtali við Sölva Tryggvason að Covid tímabilið hafi verið eitt það undarlegasta og lærdómsríkasta í lífi hans. Rúrik er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva, þar sem þeir ræða um heimsfrægðina eftir HM, álit annarra, tímamót Rúriks og móðurmissinn. Rúrik lenti upp á kant við félag sitt, Sandhausen, þar sem hann vildi frekar gefa fyrirhugaða launalækkun sína í góðgerðarmál en til moldríkra eigenda félagsins. „Það eru tvær hliðar á öllum málum. Það eru ríkir eigendur á bakvið liðin og þau eru rekin eins og fyrirtæki og það eru eigendur á bakvið liðin sem eiga fúlgur fjár. Mér finnst skrýtið að þegar illa gengur þá tekur þú pening af starfsfólkinu þínu, en þegar vel gengur þá borgar þú þér út arð og starfsfólkið fær ekki að njóta góðs af því,” segir Rúrik meðal annars og segir að sér hafi fundist það taktlaust af eigendunum að lækka laun illa launaðra starfsmanna félagsins samhliða leikmönnum. Eftir þetta var Rúrik í raun gerður brottrækur eftir að hann sneri til baka til Þýskalands. Eftir að móðir hans veiktist mjög illilega af krabbameini og hrakaði hratt fór Rúrik heim til Íslands til að vera við hlið hennar í dauðastríðinu. „Þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að ég væri ekki „fit”, af því að ég hafi ekkert æft á Íslandi, en þegar ég var á Íslandi í þessar þrjár vikur æfði ég upp á hvern einasta dag. Ég var á daginn og kvöldin bara uppi á líknadeild og svo á milli þess sem ég var á líknadeildinni, þá skaust ég á æfingar,” segir Rúrik í viðtalinu. „Svo lætur mamma lífið 16. apríl og ég fór í kistulagningu, en ákvað sem sagt til að þóknast klúbbnum, af því að það var komin gríðarleg pressa frá þeim að koma að æfa að þá ákvað ég að sleppa jarðarförinni til að sýna mitt „commintment” gagnvart klúbbnum, en fékk ekki meiri verðlaun en það að ég var bara sendur heim,” segir Rúrik, sem fékk ekki að mæta á eina einustu æfingu eftir þetta. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira