Stakk eldri mann eftir deilur um andlitsgrímunotkun Sylvía Hall skrifar 15. júlí 2020 08:26 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/GEtty 43 ára karlmaður var skotinn til bana af lögreglu nærri borginni Lansing í Michigan-ríki eftir að hafa flúið af vettvangi hnífstunguárásar. Maðurinn hafði stungið 77 ára gamlan mann í verslun í bænum Dimondale eftir að þeir tókust á um notkun andlitsgríma. Maðurinn sem var skotinn til bana hét Sean Ruis. Hann hafði verið staddur í versluninni þegar maðurinn ávítti hann fyrir að vera ekki með andlitsgrímu á sér. Enduðu deilurnar með því að Ruis dró upp hníf og stakk manninn. Maðurinn sem varð fyrir hnífstunguárásinni liggur nú á sjúkrahúsi og er ástand hans sagt vera stöðugt. Ruis flúði vettvang en lögregla var kölluð til og hafði hún uppi á honum. Þegar lögregla hafði stöðvað för Ruis er hann sagður hafa ógnað lögregluþjóninum sem skaut hann til bana. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að þetta sé ekki í fyrsta skipti þar sem deilur um notkun andlitsgríma enda illa, en í síðustu viku var öryggisvörður í Los Angeles ákærður fyrir morð eftir að hafa skotið viðskiptavin til bana sem fór inn í verslun án andlitsgrímu. Lögreglan í Michigan hefur birt myndband af því þegar Ruis var skotinn til bana en rétt er að vara viðkvæma við efni myndbandsins, sem gæti vakið óhug. Málið er til rannsóknar innan lögreglunnar. VIDEO IS SENSITIVE IN NATURE: Eaton County Sheriff’s Department Deputy Involved Shooting. The Michigan State Police 1st District Investigation Response Team is investigating the deputy involved shooting that occurred on Jerryson Drive in Delta Twp, Eaton County on July 14. pic.twitter.com/733H2iOhCa— MSP First District (@MSPFirstDist) July 14, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
43 ára karlmaður var skotinn til bana af lögreglu nærri borginni Lansing í Michigan-ríki eftir að hafa flúið af vettvangi hnífstunguárásar. Maðurinn hafði stungið 77 ára gamlan mann í verslun í bænum Dimondale eftir að þeir tókust á um notkun andlitsgríma. Maðurinn sem var skotinn til bana hét Sean Ruis. Hann hafði verið staddur í versluninni þegar maðurinn ávítti hann fyrir að vera ekki með andlitsgrímu á sér. Enduðu deilurnar með því að Ruis dró upp hníf og stakk manninn. Maðurinn sem varð fyrir hnífstunguárásinni liggur nú á sjúkrahúsi og er ástand hans sagt vera stöðugt. Ruis flúði vettvang en lögregla var kölluð til og hafði hún uppi á honum. Þegar lögregla hafði stöðvað för Ruis er hann sagður hafa ógnað lögregluþjóninum sem skaut hann til bana. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að þetta sé ekki í fyrsta skipti þar sem deilur um notkun andlitsgríma enda illa, en í síðustu viku var öryggisvörður í Los Angeles ákærður fyrir morð eftir að hafa skotið viðskiptavin til bana sem fór inn í verslun án andlitsgrímu. Lögreglan í Michigan hefur birt myndband af því þegar Ruis var skotinn til bana en rétt er að vara viðkvæma við efni myndbandsins, sem gæti vakið óhug. Málið er til rannsóknar innan lögreglunnar. VIDEO IS SENSITIVE IN NATURE: Eaton County Sheriff’s Department Deputy Involved Shooting. The Michigan State Police 1st District Investigation Response Team is investigating the deputy involved shooting that occurred on Jerryson Drive in Delta Twp, Eaton County on July 14. pic.twitter.com/733H2iOhCa— MSP First District (@MSPFirstDist) July 14, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira