Sagðist ætla að „stúta“ fyrrverandi eiginkonu sinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2020 15:50 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hóta fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður lífláti í gegnum tölvupóst. Þá var hann einnig dæmdur fyrir brot á nálgunarbanni gagnvart konunni með ítrekuðum tölvupóstsendingum. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa í maí í fyrra sent fyrrverandi eiginkonu sinni tölvupóst og hótað henni lífláti, sem var til þess fallið að vekja hjá henni ótta um líf sitt og velferð. Ákæran laut að eftirfarandi skilaboðum: „Ég ætla að stúta þér.“ Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir brot á nálgunarbanni með því að hafa á um vikutímabili í maí og júní 2019 sent fyrrverandi eiginkonu sinni tölvupóst. Tölvupóstarnir voru á þriðja tug. Þá var honum einnig gefin að sök eldri brot á nálgunarbanni gagnvart konunni á mánaðartímabili í desember og janúar síðastliðnum. Þar var um að ræða tæplega tuttugu tölvupósta. Í dómi segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og taldist sannað að hann hefði gerst sekur um brot sín. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi í nóvember 2017 og afplánaði óskilorðsbundinn hluta þeirrar refsingar, eða þrjá mánuði. Brotin sem hann var nú sakfelldur fyrir voru að hluta framin innan skilorðs. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn játaði brot sín og þá lá fyrir ítarlegt vottorð frá geðlækni hans, þar sem margþættur geðvandi hans er rakinn. Þá hefur maðurinn sótt meðferð hjá Heimilisfriði, meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum. Hins vegar var einnig litið til þess að brot mannsins beindust gegn fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður. Brotin voru litin alvarlegum augum enda lét hann sér ekki segjast eftir að hann var dæmdur árið 2017, að því er segir í dómi. Þar hafi hann brotið gróflega og ítrekað gegn friðhelgi konunnar. Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hóta fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður lífláti í gegnum tölvupóst. Þá var hann einnig dæmdur fyrir brot á nálgunarbanni gagnvart konunni með ítrekuðum tölvupóstsendingum. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa í maí í fyrra sent fyrrverandi eiginkonu sinni tölvupóst og hótað henni lífláti, sem var til þess fallið að vekja hjá henni ótta um líf sitt og velferð. Ákæran laut að eftirfarandi skilaboðum: „Ég ætla að stúta þér.“ Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir brot á nálgunarbanni með því að hafa á um vikutímabili í maí og júní 2019 sent fyrrverandi eiginkonu sinni tölvupóst. Tölvupóstarnir voru á þriðja tug. Þá var honum einnig gefin að sök eldri brot á nálgunarbanni gagnvart konunni á mánaðartímabili í desember og janúar síðastliðnum. Þar var um að ræða tæplega tuttugu tölvupósta. Í dómi segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og taldist sannað að hann hefði gerst sekur um brot sín. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi í nóvember 2017 og afplánaði óskilorðsbundinn hluta þeirrar refsingar, eða þrjá mánuði. Brotin sem hann var nú sakfelldur fyrir voru að hluta framin innan skilorðs. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn játaði brot sín og þá lá fyrir ítarlegt vottorð frá geðlækni hans, þar sem margþættur geðvandi hans er rakinn. Þá hefur maðurinn sótt meðferð hjá Heimilisfriði, meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum. Hins vegar var einnig litið til þess að brot mannsins beindust gegn fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður. Brotin voru litin alvarlegum augum enda lét hann sér ekki segjast eftir að hann var dæmdur árið 2017, að því er segir í dómi. Þar hafi hann brotið gróflega og ítrekað gegn friðhelgi konunnar.
Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira