Komst yfir 22 milljónir vegna mistaka í bankanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2020 13:50 Alls komst Helgi yfir 22 milljónir króna vegna mistakanna. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækis til þriggja ára fangelsisvistar fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Hann notfærði sér mistök við útgáfu banka til þess að komast yfir 22 milljónir króna. Þetta er fimmta auðgunarbrotið sem maðurinn, sem heitir Helgi Már Magnússon, hefur hlotið dóm fyrir. Dómurinn féll í síðustu viku en var birtur á vef héraðsdómstóla í dag. Helgi Már fékk í desember 2017 yfirdráttarheimild fyrir fiskvinnslufyrirtækið hvar hann var framkvæmdastjóri, Hött Seafood. Hann fór í bankann til þess að ganga frá heimildinni, sem átti að vera upp á 2,6 milljónir króna. Vegna mistaka hjá bankanum varð hún hins vegar 26 milljónir. Helgi brást við með því að millifæra fimm milljónir inn á reikning föður síns, tíu milljónir inn á sambýliskonu sína og tók loks sjö milljónir út í reiðufé. Meirihluta þeirra peninga sem hann hafði millifært á aðra lét Helgi síðan greiða sér aftur í reiðufé, en hluti fjármunanna hafði fyrst verið fluttur á reikninga í eigu systur hans og mágs. Upp komst um málið þegar stjórnarmaður og starfsmaður Hattar Seafood kom í bankann og lét vita af mistökunum sem orðið höfðu við útgáfu yfirdráttarheimildarinnar. Því var Helgi kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu, en það var fjórum dögum eftir að mistökin höfðu átt sér stað. Ásamt Helga voru mágur hans, systir og fyrrverandi sambýliskona ákærð, en þau voru bæði sýknuð. Faðir Helga er látinn. Dómari í málinu sagði ljóst að Helgi væri sekur um háttsemina sem honum var gefin að sök. Með því að hafa flutt fjármuni á reikninga annarra og fengið þá aftur í reiðufé hafi verið ljóst að hann áttaði sig á því að háttsemi hans væri röng og ámælisverð. Hér má nálgast dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækis til þriggja ára fangelsisvistar fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Hann notfærði sér mistök við útgáfu banka til þess að komast yfir 22 milljónir króna. Þetta er fimmta auðgunarbrotið sem maðurinn, sem heitir Helgi Már Magnússon, hefur hlotið dóm fyrir. Dómurinn féll í síðustu viku en var birtur á vef héraðsdómstóla í dag. Helgi Már fékk í desember 2017 yfirdráttarheimild fyrir fiskvinnslufyrirtækið hvar hann var framkvæmdastjóri, Hött Seafood. Hann fór í bankann til þess að ganga frá heimildinni, sem átti að vera upp á 2,6 milljónir króna. Vegna mistaka hjá bankanum varð hún hins vegar 26 milljónir. Helgi brást við með því að millifæra fimm milljónir inn á reikning föður síns, tíu milljónir inn á sambýliskonu sína og tók loks sjö milljónir út í reiðufé. Meirihluta þeirra peninga sem hann hafði millifært á aðra lét Helgi síðan greiða sér aftur í reiðufé, en hluti fjármunanna hafði fyrst verið fluttur á reikninga í eigu systur hans og mágs. Upp komst um málið þegar stjórnarmaður og starfsmaður Hattar Seafood kom í bankann og lét vita af mistökunum sem orðið höfðu við útgáfu yfirdráttarheimildarinnar. Því var Helgi kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu, en það var fjórum dögum eftir að mistökin höfðu átt sér stað. Ásamt Helga voru mágur hans, systir og fyrrverandi sambýliskona ákærð, en þau voru bæði sýknuð. Faðir Helga er látinn. Dómari í málinu sagði ljóst að Helgi væri sekur um háttsemina sem honum var gefin að sök. Með því að hafa flutt fjármuni á reikninga annarra og fengið þá aftur í reiðufé hafi verið ljóst að hann áttaði sig á því að háttsemi hans væri röng og ámælisverð. Hér má nálgast dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu.
Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira