Lamb drepið, úrbeinað og etið í Dritvík á Snæfellsnesi Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2020 12:07 Sá sem tók þessa mynd og birti í Facebookhópi sauðfjárbænda telur engan vafa á leika að sá sem úrbeinaði þetta lamb kunni vel til verka. Maður nokkur birti mynd af lambshræi í hópi Sauðfjárbænda á Facebook þar sem sjá má haganlega úrbeinað lamb. Ekkert eftir nema haus, gæran og svo hryggjarsúla. „Hvaða dánarorsök kæmi fyrst upp í huga ykkar ef þið fynduð svona „lamb“ bak við dauðan stein – sjálfdautt, refur, maður eða ???“ segir maðurinn og telur svarið liggja í augum uppi. „Engir bógar, læri eða innyfli sjáanleg á vettvangi en vambagor á víð og dreif og nýlegt eldstæði stutt frá. Sauðfjárbændur æfir vegna sauðþjófnaðarins Ekki stendur á viðbrögðum félaga í hópnum. „Þetta er eftir mann, svo mikið er víst,“ segir einn úr hópnum. „Mannvonskan í sinni ljótustu mynd,“ segir einn og að þetta sé hræðilegt að sjá. Annar segir það pottétt, að þetta sé af mannavöldum og einn segir: „Sauðaþjófar“. Frá fornu fari hefur slíkur glæpur verið litið mjög alvarlegum augum hér á landi. Vísir setti sig í samband við manninn sem vildi sem minnst um málið segja; taldi að of nákvæm umfjöllun kynni að skaða rannsóknarhagsmuni. En taldi víst að sá sem þarna hefur verið að verki hafi kunnað vel til verka. Einhverjir þeir sem voru á ferð um Snæfellsnes gerðu sér lítið fyrir, drápu lamb, úrbeinuðu og elduðu í fjöruborðinu í Dritvík.visir/vilhelm Lambið fann hann á ótilgreindum stað í fjöruborðinu. Búið er að gera eiganda viðvart og er það að sögn í réttum farvegi. Vísir beindi fyrirspurn til lögreglunnar í umdæminu en málið er ekki enn komið á skrá þar. En, fastlega má búast við því að það verði í dag, eftir rannsókn. Sauðaþjófnaður sjaldgæfur á Íslandi Fyrir þremur árum fjallaði Vísir um ferðmenn sem höfðu slátrað lambi. Málið olli talsverðu uppnámi í bændasamfélaginu Íslandi en þar aflífuðu erlendir ferðamenn lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Átta voru handteknir í tengslum við málið, kærðir fyrir sauðaþjófnað og voru þeir sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeim var gert að greiða fyrir eignatjónið. Þeir báru það fyrir sig að þeir hefðu aflífað lambið sem þeir sögu slasað, þá til að lina þjáningar þess. Lambið drepið og eldað í Dritvík Uppfært 12:15: Svör voru að berast Vísi frá lögreglunni á Vesturlandi. Um er að ræða 6 vikna lamb sem hefur verið drepið og úrbeinað og eldað á staðnum, Dritvík á Snæfellsnesi. Eigandi lambsins er upplýstur um málið og er það nú til rannsóknar. Dýr Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Maður nokkur birti mynd af lambshræi í hópi Sauðfjárbænda á Facebook þar sem sjá má haganlega úrbeinað lamb. Ekkert eftir nema haus, gæran og svo hryggjarsúla. „Hvaða dánarorsök kæmi fyrst upp í huga ykkar ef þið fynduð svona „lamb“ bak við dauðan stein – sjálfdautt, refur, maður eða ???“ segir maðurinn og telur svarið liggja í augum uppi. „Engir bógar, læri eða innyfli sjáanleg á vettvangi en vambagor á víð og dreif og nýlegt eldstæði stutt frá. Sauðfjárbændur æfir vegna sauðþjófnaðarins Ekki stendur á viðbrögðum félaga í hópnum. „Þetta er eftir mann, svo mikið er víst,“ segir einn úr hópnum. „Mannvonskan í sinni ljótustu mynd,“ segir einn og að þetta sé hræðilegt að sjá. Annar segir það pottétt, að þetta sé af mannavöldum og einn segir: „Sauðaþjófar“. Frá fornu fari hefur slíkur glæpur verið litið mjög alvarlegum augum hér á landi. Vísir setti sig í samband við manninn sem vildi sem minnst um málið segja; taldi að of nákvæm umfjöllun kynni að skaða rannsóknarhagsmuni. En taldi víst að sá sem þarna hefur verið að verki hafi kunnað vel til verka. Einhverjir þeir sem voru á ferð um Snæfellsnes gerðu sér lítið fyrir, drápu lamb, úrbeinuðu og elduðu í fjöruborðinu í Dritvík.visir/vilhelm Lambið fann hann á ótilgreindum stað í fjöruborðinu. Búið er að gera eiganda viðvart og er það að sögn í réttum farvegi. Vísir beindi fyrirspurn til lögreglunnar í umdæminu en málið er ekki enn komið á skrá þar. En, fastlega má búast við því að það verði í dag, eftir rannsókn. Sauðaþjófnaður sjaldgæfur á Íslandi Fyrir þremur árum fjallaði Vísir um ferðmenn sem höfðu slátrað lambi. Málið olli talsverðu uppnámi í bændasamfélaginu Íslandi en þar aflífuðu erlendir ferðamenn lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Átta voru handteknir í tengslum við málið, kærðir fyrir sauðaþjófnað og voru þeir sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeim var gert að greiða fyrir eignatjónið. Þeir báru það fyrir sig að þeir hefðu aflífað lambið sem þeir sögu slasað, þá til að lina þjáningar þess. Lambið drepið og eldað í Dritvík Uppfært 12:15: Svör voru að berast Vísi frá lögreglunni á Vesturlandi. Um er að ræða 6 vikna lamb sem hefur verið drepið og úrbeinað og eldað á staðnum, Dritvík á Snæfellsnesi. Eigandi lambsins er upplýstur um málið og er það nú til rannsóknar.
Dýr Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira