Kalifornía skellir aftur í lás vegna veirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 23:18 Kaliforníubúar mótmæla ákvörðun ríkisstjórans um að grípa aftur til strangra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Getty/Justin Sullivan Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gaf í dag út tilskipun þess efnis að öll innanhúss veitingahús, barir og krár, söfn og dýragarðar skyldu loka á ný til að stemma stigu við frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Kórónuveirutilfellum í Kaliforníu hefur fjölgað gríðarlega undanfarna daga og hafa um átta þúsund tilfelli greinst daglega að meðaltali í ríkinu, sem er um helmingi meira en fyrir aðeins mánuði síðan. NEW: #COVID19 cases continue to spread at alarming rates. CA is now closing indoor operations STATEWIDE for:-Restaurants-Wineries-Movie theaters, family entertainment-Zoos, museums-CardroomsBars must close ALL operations.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Þá munu um þrjátíu sýslur í Kaliforníu einnig þurfa að loka líkamsræktarstöðvum, bænahúsum, vinnustöðum sem ekki teljast til framlínustétta, hárgreiðslustofum og verslunarmiðstöðvum. Í Kaliforníu hafa nærri 328 þúsund manns greinst með veiruna í Kaliforníu og rúmlega sjö þúsund látist vegna veirunnar. NEW: As #COVID19 cases and hospitalizations continue to rise, 30 counties will now be required to CLOSE INDOOR OPERATIONS for:-Fitness Centers-Places of Worship-Offices for Non-Critical Sectors-Personal Care Services-Hair Salons and Barbershops-Malls— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur greinst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum. Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný. Samkvæmt nýjustu tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Maryland, sem tekur saman tölulegar upplýsingar um Covid-19 veiruna, hafa rúmlega 13 milljón tilfelli greinst í heiminum öllum og lang flest í Bandaríkjunum, eða rúmlega 3,3 milljónir tilfella. 135.524 hafa látið lífið vegna veirunnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. 13. júlí 2020 19:34 Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur. 9. apríl 2020 08:39 Íbúar í Kaliforníu haldi sig heima Ríkisstjórinn sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að fólk ætti einungis að yfirgefa heimili sín ef brýna nauðsyn beri til. 20. mars 2020 06:26 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Rússneskur þráður á milli rána á fágætum bókum um alla Evrópu Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Sjá meira
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gaf í dag út tilskipun þess efnis að öll innanhúss veitingahús, barir og krár, söfn og dýragarðar skyldu loka á ný til að stemma stigu við frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Kórónuveirutilfellum í Kaliforníu hefur fjölgað gríðarlega undanfarna daga og hafa um átta þúsund tilfelli greinst daglega að meðaltali í ríkinu, sem er um helmingi meira en fyrir aðeins mánuði síðan. NEW: #COVID19 cases continue to spread at alarming rates. CA is now closing indoor operations STATEWIDE for:-Restaurants-Wineries-Movie theaters, family entertainment-Zoos, museums-CardroomsBars must close ALL operations.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Þá munu um þrjátíu sýslur í Kaliforníu einnig þurfa að loka líkamsræktarstöðvum, bænahúsum, vinnustöðum sem ekki teljast til framlínustétta, hárgreiðslustofum og verslunarmiðstöðvum. Í Kaliforníu hafa nærri 328 þúsund manns greinst með veiruna í Kaliforníu og rúmlega sjö þúsund látist vegna veirunnar. NEW: As #COVID19 cases and hospitalizations continue to rise, 30 counties will now be required to CLOSE INDOOR OPERATIONS for:-Fitness Centers-Places of Worship-Offices for Non-Critical Sectors-Personal Care Services-Hair Salons and Barbershops-Malls— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur greinst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum. Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný. Samkvæmt nýjustu tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Maryland, sem tekur saman tölulegar upplýsingar um Covid-19 veiruna, hafa rúmlega 13 milljón tilfelli greinst í heiminum öllum og lang flest í Bandaríkjunum, eða rúmlega 3,3 milljónir tilfella. 135.524 hafa látið lífið vegna veirunnar í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. 13. júlí 2020 19:34 Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur. 9. apríl 2020 08:39 Íbúar í Kaliforníu haldi sig heima Ríkisstjórinn sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að fólk ætti einungis að yfirgefa heimili sín ef brýna nauðsyn beri til. 20. mars 2020 06:26 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Rússneskur þráður á milli rána á fágætum bókum um alla Evrópu Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Sjá meira
Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. 13. júlí 2020 19:34
Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur. 9. apríl 2020 08:39
Íbúar í Kaliforníu haldi sig heima Ríkisstjórinn sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að fólk ætti einungis að yfirgefa heimili sín ef brýna nauðsyn beri til. 20. mars 2020 06:26