Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 15:06 Frá Kvennafrídeginum árið 2018. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. Meðaltal atvinnutekna karla á öllum aldri árið 2019 voru 5,8 milljónir króna á ári á meðan meðaltal atvinnutekna kvenna á öllum aldri á sama tímabili voru rúmar fjórar milljónir samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Launamismunurinn var þá um 1,8 milljónir króna á ári milli kynja eða 31 prósent. Meðaltal atvinnutekna kynjanna árin 2018 og 2019. Bæði eru meðalatvinnutekjur allra aldurshópa skoðaðar og svo sérstaklega aldurshóparnir 45-49 ára, 50-54 ára og 55-59 ára, sem almennt eru tekjuhæstu aldurshóparnir.Hagstofa Íslands/skjáskot Þá var meðaltal heildartekna karla á árinu 7,7 milljónir á ári en rétt rúmar 6 milljónir meðal kvenna. Mismunur á heildartekjum karla og kvenna að meðaltali á ári í fyrra voru því 1,7 milljónir króna eða 21,6 prósent. Heildartekjur hjá körlum á aldrinum 45 til 54 ára um 10,3 milljónir á ári en meðal kvenna í sama aldurshópi voru tekjurnar um 7,8 milljónir á ári. Meðaltöl heildartekna kynjanna áriðn 2018 og 2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Launamunurinn hefur ekki mikið breyst milli ára en árið 2018 mismunur milli kynjanna á atvinnutekjum 1,8 milljónir eins og nú í ár og um 1,6 milljóna króna mismunur á heildartekjum. Konur vinni mikla ólaunaða vinnu fyrir fjölskylduna og samfélagið í heild „Við í femínísku hreyfingunni teljum að þetta séu tölur sem eigi að líta til þegar talað er um launamun kynjanna. Þegar fólk talar um launamun er oftast verið að ræða mun þegar reiknað er út frá klukkustund en þegar heildartekjurnar eru skoðaðar þá birtist munur sem við sjáum ekki í útreiknuðum launamun sem stjórnvöld birta reglulega,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún segir þá sjást að konur vinni að meðaltali færri klukkustundir á mánuði en karlar og því sjáist munur þegar heildartekjurnar eru skoðaðar. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.Aðsend/Carolina Salas Muñoz „Þessi munur kemur auðvitað ekkert til vegna þess að konur eru eitthvað latari en karlar og nenni ekki að vinna eins mikið,“ segir Brynhildur. „Þessi munur á heildartekjum kemur til vegna þess að konur eru að vinna gífurlega mikla ólaunaða vinnu fyrir samfélagið og fyrir fjölskylduna.“ „Það eru þær sem eru að vinna styttri vinnutíma til að sækja börnin í leikskóla og í skóla, til þess að sinna umönnun fjölskyldu og aldraðra. Þess vegna kemur þessi munur til,“ segir Brynhildur. Þá bendir hún á að þessi tekjumunur komi ekki aðeins niður á konum í dag heldur muni hafa áhrif á lífeyrisréttindi þeirra síðar meir. „Konur sem vinna styttri vinnutíma til að vinna alla þessa ólaunuðu vinnu eiga von á lægri lífeyristekjum þegar þær fara á eftirlaun en karlar. Þetta er stórvægilegt vandamál.“ Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. Meðaltal atvinnutekna karla á öllum aldri árið 2019 voru 5,8 milljónir króna á ári á meðan meðaltal atvinnutekna kvenna á öllum aldri á sama tímabili voru rúmar fjórar milljónir samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Launamismunurinn var þá um 1,8 milljónir króna á ári milli kynja eða 31 prósent. Meðaltal atvinnutekna kynjanna árin 2018 og 2019. Bæði eru meðalatvinnutekjur allra aldurshópa skoðaðar og svo sérstaklega aldurshóparnir 45-49 ára, 50-54 ára og 55-59 ára, sem almennt eru tekjuhæstu aldurshóparnir.Hagstofa Íslands/skjáskot Þá var meðaltal heildartekna karla á árinu 7,7 milljónir á ári en rétt rúmar 6 milljónir meðal kvenna. Mismunur á heildartekjum karla og kvenna að meðaltali á ári í fyrra voru því 1,7 milljónir króna eða 21,6 prósent. Heildartekjur hjá körlum á aldrinum 45 til 54 ára um 10,3 milljónir á ári en meðal kvenna í sama aldurshópi voru tekjurnar um 7,8 milljónir á ári. Meðaltöl heildartekna kynjanna áriðn 2018 og 2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Launamunurinn hefur ekki mikið breyst milli ára en árið 2018 mismunur milli kynjanna á atvinnutekjum 1,8 milljónir eins og nú í ár og um 1,6 milljóna króna mismunur á heildartekjum. Konur vinni mikla ólaunaða vinnu fyrir fjölskylduna og samfélagið í heild „Við í femínísku hreyfingunni teljum að þetta séu tölur sem eigi að líta til þegar talað er um launamun kynjanna. Þegar fólk talar um launamun er oftast verið að ræða mun þegar reiknað er út frá klukkustund en þegar heildartekjurnar eru skoðaðar þá birtist munur sem við sjáum ekki í útreiknuðum launamun sem stjórnvöld birta reglulega,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún segir þá sjást að konur vinni að meðaltali færri klukkustundir á mánuði en karlar og því sjáist munur þegar heildartekjurnar eru skoðaðar. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.Aðsend/Carolina Salas Muñoz „Þessi munur kemur auðvitað ekkert til vegna þess að konur eru eitthvað latari en karlar og nenni ekki að vinna eins mikið,“ segir Brynhildur. „Þessi munur á heildartekjum kemur til vegna þess að konur eru að vinna gífurlega mikla ólaunaða vinnu fyrir samfélagið og fyrir fjölskylduna.“ „Það eru þær sem eru að vinna styttri vinnutíma til að sækja börnin í leikskóla og í skóla, til þess að sinna umönnun fjölskyldu og aldraðra. Þess vegna kemur þessi munur til,“ segir Brynhildur. Þá bendir hún á að þessi tekjumunur komi ekki aðeins niður á konum í dag heldur muni hafa áhrif á lífeyrisréttindi þeirra síðar meir. „Konur sem vinna styttri vinnutíma til að vinna alla þessa ólaunuðu vinnu eiga von á lægri lífeyristekjum þegar þær fara á eftirlaun en karlar. Þetta er stórvægilegt vandamál.“
Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00