Ráðherrar vinni saman að afglæpun neysluskammta Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2020 18:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera fíkniefni upptæk hjá börnum. Eitt helsta þrætueplið á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí var frumvarp Pírata um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Það var endingu fellt, þó svo að margir stjórnarþingmenn hafi sagst styðja markmið frumvarpsins. Ein þeirra var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem sagði í ræðu sinni á þingfundinum að hún hygðist vinna í afglæpunarátt innan síns ráðuneytis. Aðspurð hvort hún muni því leggja fram frumvarp í haust, í ljósi þess að þá hefst síðasti þingvetur núverandi ríkisstjórnar, segir dómsmálaráðherra að það myndi falla í skaut heilbrigðisráðherra því Svandís Svavarsdóttir fari með fíkniefnalög. „Það er þó auðvitað margt sem snýr að mínu ráðuneyti og ég mun henda mér í það og hef átt það samtal við heilbrigðisráðherra, að við vinnum að þessu frumvarpi saman,“ segir Áslaug. Ekki þorað að hringja á aðstoð Hún telur sig og heilbrigðisráðherra á sömu blaðsíðu í þessum efnum. „Já, ég held að það þurfi að líta til ýmissa þátta til þess að fara þessa leið. Það er mikilvægt að horfa á þetta sem heilbrigðisvandamál en það þarf líka að horfa til þess hvar vandamálið er í raun,“ segir Áslaug. Vísar hún þar t.a.m. til þess að fólk hafi veigrað sér við að hringja eftir aðstoð lögreglu þegar fíkniefni eru höfð við hönd og einhver missir meðvitund. „Það þarf að sjá til þess að fólk geti gert það með öruggum hætti," segir Áslaug. En fyrst það virðist vera samhljómur um að stefna að afglæpun neysluskammta, hvers vegna þá ekki að samþykkja frumvarpið sem Píratar lögðu fram? Áslaug segir að ýmislegt hafi vantað upp á það. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og auðvitað gera í fullu samráði við flutningsmenn frumvarpsins,“ segir dómsmálaráðherra. Heilbrigðismál Félagsmál Lögreglumál Fíkn Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera fíkniefni upptæk hjá börnum. Eitt helsta þrætueplið á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí var frumvarp Pírata um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Það var endingu fellt, þó svo að margir stjórnarþingmenn hafi sagst styðja markmið frumvarpsins. Ein þeirra var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem sagði í ræðu sinni á þingfundinum að hún hygðist vinna í afglæpunarátt innan síns ráðuneytis. Aðspurð hvort hún muni því leggja fram frumvarp í haust, í ljósi þess að þá hefst síðasti þingvetur núverandi ríkisstjórnar, segir dómsmálaráðherra að það myndi falla í skaut heilbrigðisráðherra því Svandís Svavarsdóttir fari með fíkniefnalög. „Það er þó auðvitað margt sem snýr að mínu ráðuneyti og ég mun henda mér í það og hef átt það samtal við heilbrigðisráðherra, að við vinnum að þessu frumvarpi saman,“ segir Áslaug. Ekki þorað að hringja á aðstoð Hún telur sig og heilbrigðisráðherra á sömu blaðsíðu í þessum efnum. „Já, ég held að það þurfi að líta til ýmissa þátta til þess að fara þessa leið. Það er mikilvægt að horfa á þetta sem heilbrigðisvandamál en það þarf líka að horfa til þess hvar vandamálið er í raun,“ segir Áslaug. Vísar hún þar t.a.m. til þess að fólk hafi veigrað sér við að hringja eftir aðstoð lögreglu þegar fíkniefni eru höfð við hönd og einhver missir meðvitund. „Það þarf að sjá til þess að fólk geti gert það með öruggum hætti," segir Áslaug. En fyrst það virðist vera samhljómur um að stefna að afglæpun neysluskammta, hvers vegna þá ekki að samþykkja frumvarpið sem Píratar lögðu fram? Áslaug segir að ýmislegt hafi vantað upp á það. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og auðvitað gera í fullu samráði við flutningsmenn frumvarpsins,“ segir dómsmálaráðherra.
Heilbrigðismál Félagsmál Lögreglumál Fíkn Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent