Lögreglan á Vestfjörðum varar við grjóthruni en talsvert hefur verið af tilkynningum um grjóthrun í og við fjalllendi á Vestfjörðum síðustu daga.
Vakin er sérstök athygli íbúa og gesta á þessari hættu sem getur verið fyrir hendi á sumum stöðum. Þá segir í tilkynningu frá lögreglunni að hætta geti verið til staðar á merktum gönguleiðum, vegum sem og við aðra staði í fjalllendi.