Hálf öld frá brunanum á Þingvöllum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2020 13:00 „Mikill harmur er kveðinn að íslenzku þjóðinni.“ Þetta voru upphafsorð forsíðurfréttar Vísis 10. júlí árið 1970 þar sem þjóðinni voru sögð þau sorgartíðindi að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir, eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra hefðu látist í eldsvoða á Þingvöllum. Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá brunanum sem var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin, ásamt dóttursyni þeirra, höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Benedikt Vilmundarson var fjögurra ára þegar hann lést með afa sínum og ömmu í brunanum á Þingvöllum. Hann var sonur alþingismannanna Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar.Vísir Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Í nokkurri fjarlægð töldu þeir í fyrstu að um varðeld væri að ræða en við nánari athugun kom allt fyrir ekki. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn, svokallaði, brann til grunna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, býður í dag þingmönnum á sérstaka minningarathöfn á þessum sorglegu tímamótum. Minningarsteinn um þennan atburð var reistur þar sem húsið stóð árið 1971. Efnt var til minningarathafnar um eldsvoðann og fráfall forsætisráðherrahjónanna og dóttursonar þeirra árið 1995 þegar 25 ár voru liðin frá atburðinum. Athöfnin í dag mun fara fram við umræddan minningarstein klukkan 15.00. Í sorgarorðum þáverandi forseta Íslands, Kristjáns Eldjárns, segir að slíkur atburður sé hörmulegri en svo að orðum verði yfir komið. Í einu vetfangi hafi í burtu verið svipt traustum forystumanni sem um langan aldur hafi staðið í fylkingarbrjósti og verið í fyrirsvari í þjóðlífinu. Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra frá 1963 og fram að andláti árið 1970. Benedikt Vilmundarson, sem fórst með afa sínum og ömmu í brunanum, 4 ára að aldri, var sonur Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar, ráðherranna fyrrverandi. Bjarni og Sigríður gengu í hjónaband 1943 og áttu fjögur börn saman. Þingvellir Tímamót Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
„Mikill harmur er kveðinn að íslenzku þjóðinni.“ Þetta voru upphafsorð forsíðurfréttar Vísis 10. júlí árið 1970 þar sem þjóðinni voru sögð þau sorgartíðindi að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir, eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra hefðu látist í eldsvoða á Þingvöllum. Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá brunanum sem var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin, ásamt dóttursyni þeirra, höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Benedikt Vilmundarson var fjögurra ára þegar hann lést með afa sínum og ömmu í brunanum á Þingvöllum. Hann var sonur alþingismannanna Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar.Vísir Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Í nokkurri fjarlægð töldu þeir í fyrstu að um varðeld væri að ræða en við nánari athugun kom allt fyrir ekki. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn, svokallaði, brann til grunna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, býður í dag þingmönnum á sérstaka minningarathöfn á þessum sorglegu tímamótum. Minningarsteinn um þennan atburð var reistur þar sem húsið stóð árið 1971. Efnt var til minningarathafnar um eldsvoðann og fráfall forsætisráðherrahjónanna og dóttursonar þeirra árið 1995 þegar 25 ár voru liðin frá atburðinum. Athöfnin í dag mun fara fram við umræddan minningarstein klukkan 15.00. Í sorgarorðum þáverandi forseta Íslands, Kristjáns Eldjárns, segir að slíkur atburður sé hörmulegri en svo að orðum verði yfir komið. Í einu vetfangi hafi í burtu verið svipt traustum forystumanni sem um langan aldur hafi staðið í fylkingarbrjósti og verið í fyrirsvari í þjóðlífinu. Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra frá 1963 og fram að andláti árið 1970. Benedikt Vilmundarson, sem fórst með afa sínum og ömmu í brunanum, 4 ára að aldri, var sonur Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar, ráðherranna fyrrverandi. Bjarni og Sigríður gengu í hjónaband 1943 og áttu fjögur börn saman.
Þingvellir Tímamót Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira