Tróna á toppnum með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2020 14:00 HK eru illviðráðanlegt í Kórnum sem og utandyra. Vísir/Facebook-síða HK HK fær ÍR í heimsókn í 2. deild kvenna í kvöld. Liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og á enn eftir að fá á sig mark. Er þetta fyrsta tímabil HK í meistaraflokki. Þegar Pepsi Max deild kvenna lauk síðasta sumar sat HK/Víkingur á botni deildarinnar með sjö stig úr 18 leikjumþ Í kjölfarið var ákveðið að slíta samstarfi HK og Víkings en liðin höfðu haldið úti sameiginlegum meistaraflokki til fjölda ára. Hafði liðið flakkað á milli efstu og næst efstu deildar. Nú vildu bæði lið láta reyna á að halda úti sitt hvorum meistaraflokknum. Þannig að þegar Íslandsmótið í fótbolta fór loks af stað um miðjan júní mánuð voru bæði lið skráð til leiks. Víkingur hélt sæti sameiginlegs liðs HK/Víkings í Lengjudeildinni á meðan HK var skráð til leiks í 2. deildina. Deildin er nokkuð sterk og alls eru níu lið sem taka þátt í ár. Ásamt HK eru Álftanes, Hamrarnir, ÍR, Grindavík, Fram, Sindri, Hamar og sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar í deildinni. HK gæti vart hafa byrjað betur en liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þá hefur liðið skorað tíu mörk án þess að fá á sig eitt. HK er þar með eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn fengið á sig mark. Aðeins eitt annað lið hefur ekki enn fengið á sig mark í öllum þremur deildunum kvennamegin. Það eru nágrannar HK í Breiðablik. Það er ljóst að varnarleikur er í hávegum hafður í Kópavogi. Kvennalið HK – líkt og karlalið félagsins – leikur heimaleiki sína inn í Kórnum. Í fyrstu tveimur umferðum 2. deildar komu Hamar og Hamrarnir í heimsókn. Lokatölur í báðum leikjum 3-0 HK í vil. Síðan lögðu Kópavogsstúlkur land undir fót og fóru á Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum þar sem þær unnu sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis F. örugglega 4-0. Markaskorun liðsins dreifist nokkuð vel, alls eru fimm leikmenn liðsins komnir á blað. María Lena Ásgeirsdóttir er markahæst með þrjú mörk. Þar á eftir koma reynsluboltinn Karen Sturludóttir og Emma Sól Aradóttir með tvö mörk. Þær Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir og Lára Hallgrímsdóttir eru svo báðar með eitt mark hvor. Þá verður að minnst á Hrafnhildi Hjaltalín en hún stendur á milli stanganna og á enn eftir að fá á sig mark. LEIKDAGUR ÍR 19:15 Kórinn 2. deild kvenna Frítt innStelpurnar taka á móti ÍR í dag í 2.deild kvenna. Áfram lið fólksins #liðfólksins #heimavollurinn pic.twitter.com/h4T78tWHKz— HK (@HK_Kopavogur) July 9, 2020 ÍR kemur í heimsókn í Kórinn í kvöld og forvitnilegt að sjá hvort þær finni glufur á þéttri vörn heimastúlkna í blíðskaparveðrinu í Kópavogi. Þá er spurning hvort karlaliðið gæti lært eitt og annað af kvennaliði félagsins en HK-ingar hafa fengið á sig 13 mörk í aðeins fimm leikjum í Pepsi Max deild karla það sem af er sumri. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
HK fær ÍR í heimsókn í 2. deild kvenna í kvöld. Liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og á enn eftir að fá á sig mark. Er þetta fyrsta tímabil HK í meistaraflokki. Þegar Pepsi Max deild kvenna lauk síðasta sumar sat HK/Víkingur á botni deildarinnar með sjö stig úr 18 leikjumþ Í kjölfarið var ákveðið að slíta samstarfi HK og Víkings en liðin höfðu haldið úti sameiginlegum meistaraflokki til fjölda ára. Hafði liðið flakkað á milli efstu og næst efstu deildar. Nú vildu bæði lið láta reyna á að halda úti sitt hvorum meistaraflokknum. Þannig að þegar Íslandsmótið í fótbolta fór loks af stað um miðjan júní mánuð voru bæði lið skráð til leiks. Víkingur hélt sæti sameiginlegs liðs HK/Víkings í Lengjudeildinni á meðan HK var skráð til leiks í 2. deildina. Deildin er nokkuð sterk og alls eru níu lið sem taka þátt í ár. Ásamt HK eru Álftanes, Hamrarnir, ÍR, Grindavík, Fram, Sindri, Hamar og sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar í deildinni. HK gæti vart hafa byrjað betur en liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þá hefur liðið skorað tíu mörk án þess að fá á sig eitt. HK er þar með eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn fengið á sig mark. Aðeins eitt annað lið hefur ekki enn fengið á sig mark í öllum þremur deildunum kvennamegin. Það eru nágrannar HK í Breiðablik. Það er ljóst að varnarleikur er í hávegum hafður í Kópavogi. Kvennalið HK – líkt og karlalið félagsins – leikur heimaleiki sína inn í Kórnum. Í fyrstu tveimur umferðum 2. deildar komu Hamar og Hamrarnir í heimsókn. Lokatölur í báðum leikjum 3-0 HK í vil. Síðan lögðu Kópavogsstúlkur land undir fót og fóru á Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum þar sem þær unnu sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis F. örugglega 4-0. Markaskorun liðsins dreifist nokkuð vel, alls eru fimm leikmenn liðsins komnir á blað. María Lena Ásgeirsdóttir er markahæst með þrjú mörk. Þar á eftir koma reynsluboltinn Karen Sturludóttir og Emma Sól Aradóttir með tvö mörk. Þær Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir og Lára Hallgrímsdóttir eru svo báðar með eitt mark hvor. Þá verður að minnst á Hrafnhildi Hjaltalín en hún stendur á milli stanganna og á enn eftir að fá á sig mark. LEIKDAGUR ÍR 19:15 Kórinn 2. deild kvenna Frítt innStelpurnar taka á móti ÍR í dag í 2.deild kvenna. Áfram lið fólksins #liðfólksins #heimavollurinn pic.twitter.com/h4T78tWHKz— HK (@HK_Kopavogur) July 9, 2020 ÍR kemur í heimsókn í Kórinn í kvöld og forvitnilegt að sjá hvort þær finni glufur á þéttri vörn heimastúlkna í blíðskaparveðrinu í Kópavogi. Þá er spurning hvort karlaliðið gæti lært eitt og annað af kvennaliði félagsins en HK-ingar hafa fengið á sig 13 mörk í aðeins fimm leikjum í Pepsi Max deild karla það sem af er sumri.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira