Dregið í Meistara- og Evrópudeildinni í beinni á Stöð 2 Sport Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2020 07:31 Sergio Ramos og Kevin De Bruyne í baráttunni í fyrri leik Real Madrid og Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Enska liðið vann leikinn, 1-2. getty/Diego Souto Í dag verður dregið í átta liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar. Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, í Nyon í Sviss. Hægt verður að fylgjast með báðum dráttum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Drátturinn í Meistaradeildinni hefst klukkan 10:00 og drátturinn í Evrópudeildinni klukkan 11:00. Úrslitin í Meistara- og Evrópudeildinni ráðast í næsta mánuði. Fyrirkomulagið verður nokkuð óhefðbundið vegna kórónuveirufaraldursins en tekin verður upp eins konar úrslitakeppni. Aðeins einn leikur verður í átta liða og undanúrslitunum og fer hann fram á hlutlausum velli. Enn er fjórum leikjum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar ólokið. Þeir fara fram 7. og 8. ágúst. Úrslitakeppnin fer svo fram í Lissabon 12.-23. ágúst. Atalanta, Atlético Madrid, RB Leipzig og Paris Saint-Germain eru þegar komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Seinni leikjunum í rimmum Chelsea og Bayern München, Napoli og Barcelona, Real Madrid og Manchester City og Lyon og Juventus, er enn ólokið. Seinni leikirnir í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar eru ekki enn búnir. Þeir fara fram 5. og 6. ágúst. Fyrri leikir Inter og Getafe og Sevilla og Roma gátu ekki farið fram vegna kórónuveirufaraldursins og því ráðast úrslitin í þeim rimmum í einum leik. Úrslitakeppnin í Evrópudeildinni verður leikin í Þýskalandi 10.-21. ágúst. Leikið verður í fjórum borgum: Duisburg, Düsseldorf, Gelsenkirchen og Köln. Úrslitaleikurinn fer fram í síðastnefndu borginni. Liðin í pottinum í Meistaradeildinni Atalanta Atlético Madrid Leipzig Paris Saint-Germain Chelsea/Bayern München (0-3) Napoli/Barcelona (1-1) Real Madrid/Man. City (1-2) Lyon/Juventus (1-0) Liðin í pottinum í Evrópudeildinni Istanbul Basaksehir/FC København (1-0) Olympiacos/Wolves (1-1) Rangers/Bayern Leverkusen (1-3) Wolfsburg/Shakhtar Donetsk (1-2) Inter/Getafe Sevilla/Roma Frankfurt/Basel (0-3) LASK Linz/Man. Utd. (0-5) Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Í dag verður dregið í átta liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar. Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, í Nyon í Sviss. Hægt verður að fylgjast með báðum dráttum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Drátturinn í Meistaradeildinni hefst klukkan 10:00 og drátturinn í Evrópudeildinni klukkan 11:00. Úrslitin í Meistara- og Evrópudeildinni ráðast í næsta mánuði. Fyrirkomulagið verður nokkuð óhefðbundið vegna kórónuveirufaraldursins en tekin verður upp eins konar úrslitakeppni. Aðeins einn leikur verður í átta liða og undanúrslitunum og fer hann fram á hlutlausum velli. Enn er fjórum leikjum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar ólokið. Þeir fara fram 7. og 8. ágúst. Úrslitakeppnin fer svo fram í Lissabon 12.-23. ágúst. Atalanta, Atlético Madrid, RB Leipzig og Paris Saint-Germain eru þegar komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Seinni leikjunum í rimmum Chelsea og Bayern München, Napoli og Barcelona, Real Madrid og Manchester City og Lyon og Juventus, er enn ólokið. Seinni leikirnir í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar eru ekki enn búnir. Þeir fara fram 5. og 6. ágúst. Fyrri leikir Inter og Getafe og Sevilla og Roma gátu ekki farið fram vegna kórónuveirufaraldursins og því ráðast úrslitin í þeim rimmum í einum leik. Úrslitakeppnin í Evrópudeildinni verður leikin í Þýskalandi 10.-21. ágúst. Leikið verður í fjórum borgum: Duisburg, Düsseldorf, Gelsenkirchen og Köln. Úrslitaleikurinn fer fram í síðastnefndu borginni. Liðin í pottinum í Meistaradeildinni Atalanta Atlético Madrid Leipzig Paris Saint-Germain Chelsea/Bayern München (0-3) Napoli/Barcelona (1-1) Real Madrid/Man. City (1-2) Lyon/Juventus (1-0) Liðin í pottinum í Evrópudeildinni Istanbul Basaksehir/FC København (1-0) Olympiacos/Wolves (1-1) Rangers/Bayern Leverkusen (1-3) Wolfsburg/Shakhtar Donetsk (1-2) Inter/Getafe Sevilla/Roma Frankfurt/Basel (0-3) LASK Linz/Man. Utd. (0-5)
Atalanta Atlético Madrid Leipzig Paris Saint-Germain Chelsea/Bayern München (0-3) Napoli/Barcelona (1-1) Real Madrid/Man. City (1-2) Lyon/Juventus (1-0)
Istanbul Basaksehir/FC København (1-0) Olympiacos/Wolves (1-1) Rangers/Bayern Leverkusen (1-3) Wolfsburg/Shakhtar Donetsk (1-2) Inter/Getafe Sevilla/Roma Frankfurt/Basel (0-3) LASK Linz/Man. Utd. (0-5)
Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira