Fasteignamarkaðurinn líflegur um þessar mundir Andri Eysteinsson skrifar 9. júlí 2020 10:09 Verð íbúða hækkaði á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% sem er mesta 12 mánaða hækkun frá nóvember árið 2018. Vísir/Vilhelm Vísbendingar eru um að fasteignamarkaður hér á landi sé líflegur um þessar mundir en samkvæmt mánaðarskýrslu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar var fjöldi íbúða sem teknar voru af söluskrá síðustu tvo mánuði með hæsta móti. Verð íbúða hækkaði á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% sem er mesta 12 mánaða hækkun frá nóvember árið 2018. Á landsbyggðinni hægðist á verðhækkunum en í maí hafði íbúðaverð lækkað um 1,2%. Þá benda tölur um þinglýsingar kaupsamninga til þess að þinglýsingum sé farið að fjölga á landsbyggðinni eftir að fjöldi dróst saman í samkomubanni vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Íbúðir seldar í maí voru þá að meðaltali 77 daga í sölu. Í skýrslunni segir þá að ódýrara sé að leigja íbúð núna en í fyrra. Skarpar lækkanir hafi verið á leiguverði en hækkun íbúðaverðs hafi einnig stuðlað að lækkuninni. Hrein ný útlán bankanna vegna íbúðarkaupa námu 22,3 ma. Kr. í maí og hafa útlánin aldrei verið meiri.+ Samkvæmt fasteignaskrá eru nú um 4.400 íbúðir með byggingarár 2019 eða 2020. Af þessum 4.400 íbúðum eru tæplega þúsund sérbýli en hinar eru í fjölbýlishúsum. Rúmlega 1.500 nýjar íbúðir eru í Reykjavík, nær 600 í Kópavogi og um 300 í Garðabæ, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Árborg og á Akureyri. Rangárþing ytra er eina sveitarfélagið, að Akureyrarbæ frátöldum, sem er í meira en klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og með yfir 30 nýjar íbúðir en Hella er stærsti byggðarkjarninn í sveitarfélaginu. Á Norðvesturlandi eru 33 nýjar íbúðir, á Vestfjörðum eru þær 21 og 14 á Austurlandi. Húsnæðismál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira
Vísbendingar eru um að fasteignamarkaður hér á landi sé líflegur um þessar mundir en samkvæmt mánaðarskýrslu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar var fjöldi íbúða sem teknar voru af söluskrá síðustu tvo mánuði með hæsta móti. Verð íbúða hækkaði á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% sem er mesta 12 mánaða hækkun frá nóvember árið 2018. Á landsbyggðinni hægðist á verðhækkunum en í maí hafði íbúðaverð lækkað um 1,2%. Þá benda tölur um þinglýsingar kaupsamninga til þess að þinglýsingum sé farið að fjölga á landsbyggðinni eftir að fjöldi dróst saman í samkomubanni vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Íbúðir seldar í maí voru þá að meðaltali 77 daga í sölu. Í skýrslunni segir þá að ódýrara sé að leigja íbúð núna en í fyrra. Skarpar lækkanir hafi verið á leiguverði en hækkun íbúðaverðs hafi einnig stuðlað að lækkuninni. Hrein ný útlán bankanna vegna íbúðarkaupa námu 22,3 ma. Kr. í maí og hafa útlánin aldrei verið meiri.+ Samkvæmt fasteignaskrá eru nú um 4.400 íbúðir með byggingarár 2019 eða 2020. Af þessum 4.400 íbúðum eru tæplega þúsund sérbýli en hinar eru í fjölbýlishúsum. Rúmlega 1.500 nýjar íbúðir eru í Reykjavík, nær 600 í Kópavogi og um 300 í Garðabæ, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Árborg og á Akureyri. Rangárþing ytra er eina sveitarfélagið, að Akureyrarbæ frátöldum, sem er í meira en klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og með yfir 30 nýjar íbúðir en Hella er stærsti byggðarkjarninn í sveitarfélaginu. Á Norðvesturlandi eru 33 nýjar íbúðir, á Vestfjörðum eru þær 21 og 14 á Austurlandi.
Húsnæðismál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira