OR dæmd til að greiða Glitni HoldCo 740 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2020 15:39 Orkuveita Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur (OR) var nú síðdegis í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd til að greiða Glitni HoldCo 740 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug. OR hyggst áfrýja dómnum til Landsréttar, að því er fram kemur í tilkynningu. Aðdragandi málsins er langur og það má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. OR var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki fyrr en í dag, átta árum síðar. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en í tilkynningu frá OR segir að dómurinn virðist ekki hafa tekið tillit til helstu sjónarmiða fyrirtækisins í málinu. Þau eru annars vegar að þrotabú Glitnis, sem stefndi OR, eigi ekki aðild að málinu þar sem slitastjórn bankans framseldi íslenska ríkinu kröfuna árið 2016. „Þá var af hálfu OR lögð fyrir dóminn matsgerð þar sem niðurstaðan er sú að bankinn hafi í raun verið ógjaldfær þegar í janúar 2008 og samningarnir þá gjaldfallið,“ segir í tilkynningu. OR hefur greint frá málaferlunum í ársreikningum fyrirtækisins og lagt til hliðar höfuðstól kröfu slitastjórnarinnar, 740 milljónir króna, sem varúðarfærslu. Dómsfjárhæðin kemur ekki til greiðslu fyrr en lokaniðurstaða dómstóla liggur fyrir, hvort sem það verður fyrir Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt upplýsingum frá OR liggur ekki fyrir hversu há heildarupphæðin er sem fyrirtækinu er gert að greiða, þ.e. 740 milljónir auk dráttarvaxta. Þó er um að ræða dráttarvexti frá 2008 svo upphæðin er umtalsverð. Dómsmál Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur (OR) var nú síðdegis í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd til að greiða Glitni HoldCo 740 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug. OR hyggst áfrýja dómnum til Landsréttar, að því er fram kemur í tilkynningu. Aðdragandi málsins er langur og það má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. OR var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki fyrr en í dag, átta árum síðar. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en í tilkynningu frá OR segir að dómurinn virðist ekki hafa tekið tillit til helstu sjónarmiða fyrirtækisins í málinu. Þau eru annars vegar að þrotabú Glitnis, sem stefndi OR, eigi ekki aðild að málinu þar sem slitastjórn bankans framseldi íslenska ríkinu kröfuna árið 2016. „Þá var af hálfu OR lögð fyrir dóminn matsgerð þar sem niðurstaðan er sú að bankinn hafi í raun verið ógjaldfær þegar í janúar 2008 og samningarnir þá gjaldfallið,“ segir í tilkynningu. OR hefur greint frá málaferlunum í ársreikningum fyrirtækisins og lagt til hliðar höfuðstól kröfu slitastjórnarinnar, 740 milljónir króna, sem varúðarfærslu. Dómsfjárhæðin kemur ekki til greiðslu fyrr en lokaniðurstaða dómstóla liggur fyrir, hvort sem það verður fyrir Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt upplýsingum frá OR liggur ekki fyrir hversu há heildarupphæðin er sem fyrirtækinu er gert að greiða, þ.e. 740 milljónir auk dráttarvaxta. Þó er um að ræða dráttarvexti frá 2008 svo upphæðin er umtalsverð.
Dómsmál Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira