Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 23:30 Jeffrey Epstein var í viðskiptum við Deutsche Bank á árunum 2013 til 2018. Bankinn segist sjá eftir því að hafa tekið við viðskiptum hans. EPA-EFE/JASON SZENES Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. Eftirlitsaðilar í New York segja að bankinn hafi ekki sinnt eftirlitsskyldum sínum og hafi gengið frá hundruðum færslna fyrir auðkýfinginn. Meðal færslnanna má finna greiðslur til rússneskra fyrirsæta og allt að 110 milljóna króna óútskýrða úttekta í seðlum. Í yfirlýsingu frá Deutsche segir að bankinn sjái gríðarlega eftir að hafa átt í viðskiptum við Epstein. Fjármálaeftirlit New York segir að bankinn, sem var í viðskiptum við Epstein frá 2013 til 2018, hafi hjálpað honum að millifæra milljónir Bandaríkjadala, þar á meðal sjö milljónir dala sem fóru í að leysa úr lagalegum flækjum auðkýfingsins og 2,6 milljónir dala í greiðslum til kvenna meðal annars til að borga leigu þeirra, skólagjöld og önnur útgjöld. Sektin er fyrsta aðgerðin sem gripið hefur verið til gegn fjármálastofnun vegna tengsla við Epstein. Forstjóri bankans, Christian Sewing, skrifaði í bréfi sem sent var innanhúss að það hafi verið grundvallarmistök hjá bankanum að samþykkja að taka við viðskiptum Epstein. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Þýskaland Tengdar fréttir Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Vinkona Maxwell segir að Ghislaine muni ekkert gefa upp um Andrés Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. 4. júlí 2020 14:15 Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. Eftirlitsaðilar í New York segja að bankinn hafi ekki sinnt eftirlitsskyldum sínum og hafi gengið frá hundruðum færslna fyrir auðkýfinginn. Meðal færslnanna má finna greiðslur til rússneskra fyrirsæta og allt að 110 milljóna króna óútskýrða úttekta í seðlum. Í yfirlýsingu frá Deutsche segir að bankinn sjái gríðarlega eftir að hafa átt í viðskiptum við Epstein. Fjármálaeftirlit New York segir að bankinn, sem var í viðskiptum við Epstein frá 2013 til 2018, hafi hjálpað honum að millifæra milljónir Bandaríkjadala, þar á meðal sjö milljónir dala sem fóru í að leysa úr lagalegum flækjum auðkýfingsins og 2,6 milljónir dala í greiðslum til kvenna meðal annars til að borga leigu þeirra, skólagjöld og önnur útgjöld. Sektin er fyrsta aðgerðin sem gripið hefur verið til gegn fjármálastofnun vegna tengsla við Epstein. Forstjóri bankans, Christian Sewing, skrifaði í bréfi sem sent var innanhúss að það hafi verið grundvallarmistök hjá bankanum að samþykkja að taka við viðskiptum Epstein.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Þýskaland Tengdar fréttir Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Vinkona Maxwell segir að Ghislaine muni ekkert gefa upp um Andrés Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. 4. júlí 2020 14:15 Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01
Vinkona Maxwell segir að Ghislaine muni ekkert gefa upp um Andrés Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. 4. júlí 2020 14:15
Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45