Fyrrverandi blaðamaður sakaður um landráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 21:50 Ifran Safronov er bak við lás og slá en hann er sakaður um landráð. EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY Rússneskar öryggissveitir handtóku í dag fyrrverandi blaðamann sem starfar nú sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimvísindastofnunarinnar. Hann er sakaður um landráð og er sagður hafa deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi. Myndskeið sem birt var af öryggissveitum rússnesku alríkislögreglunnar sýna frá því þegar Ivan Safronov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu af vopnuðum lögreglumönnum. Leitað var á honum áður en hann var leiddur inn í lögreglubíl. Þegar hann var leiddur fyrir dóm af grímuklæddum lögreglumönnum fram hjá hópi fréttafólks heyrðist hann segja „ég er saklaus,“ en réttarhöldin voru ekki aðgengileg almenningi. Hann var dæmdur í tveggja mánaða gæsluvarðhald, þar til 6. september, en þá á að rétta í málinu. Lögmenn hans segja að málinu verði áfrýjað. Sofronov á að hafa framið glæpinn þegar hann starfaði sem blaðamaður og sá hann um umfjöllun um hernaðarmál fyrir dagblaðið Kommersant. Hann á yfir höfði sér allt að tveggja áratuga langa fangelsisvist verði hann sakfelldur. Talið er að réttarhöldin verði lokuð. Washington frétti af vopnasölu Rússa Þetta er í fyrsta skipti í nærri tvo áratugi sem blaðamaður hefur verið sakaður um landráð í Rússlandi að sögn Ivan Pavlov, eins lögmanna Safronov. Hann segir rannsakendur halda því fram að Safronov hafi deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi í gegn um netið árið 2017. Upplýsingarnar tengdust vopnasölu Rússa í Mið-Austurlöndum og Afríku að sögn Pavlov. Þá eiga upplýsingarnar að hafa ratað til Washington að endingu. Fréttastofan TASS greindi frá því á síðasta ári að saksóknarar vildu höfða mál gegn Kommersant fyrir að hafa greint frá leynilegum gögnum. Þá sagði rússneska fréttaveitan The Bell frá því að grein sem Safronov skrifaði hafi verið fjarlægð af vefsíðu Kommersant. Í greininni var greint frá því að Egyptar hafi samið við Rússa að kaupa Sukhoi SU-35 herflugvélar en Bandaríkin hótuðu Egyptum viðskiptaþvingunum ef samningurinn gengi eftir. Rússland Fjölmiðlar Tékkland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Rússneskar öryggissveitir handtóku í dag fyrrverandi blaðamann sem starfar nú sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimvísindastofnunarinnar. Hann er sakaður um landráð og er sagður hafa deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi. Myndskeið sem birt var af öryggissveitum rússnesku alríkislögreglunnar sýna frá því þegar Ivan Safronov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu af vopnuðum lögreglumönnum. Leitað var á honum áður en hann var leiddur inn í lögreglubíl. Þegar hann var leiddur fyrir dóm af grímuklæddum lögreglumönnum fram hjá hópi fréttafólks heyrðist hann segja „ég er saklaus,“ en réttarhöldin voru ekki aðgengileg almenningi. Hann var dæmdur í tveggja mánaða gæsluvarðhald, þar til 6. september, en þá á að rétta í málinu. Lögmenn hans segja að málinu verði áfrýjað. Sofronov á að hafa framið glæpinn þegar hann starfaði sem blaðamaður og sá hann um umfjöllun um hernaðarmál fyrir dagblaðið Kommersant. Hann á yfir höfði sér allt að tveggja áratuga langa fangelsisvist verði hann sakfelldur. Talið er að réttarhöldin verði lokuð. Washington frétti af vopnasölu Rússa Þetta er í fyrsta skipti í nærri tvo áratugi sem blaðamaður hefur verið sakaður um landráð í Rússlandi að sögn Ivan Pavlov, eins lögmanna Safronov. Hann segir rannsakendur halda því fram að Safronov hafi deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi í gegn um netið árið 2017. Upplýsingarnar tengdust vopnasölu Rússa í Mið-Austurlöndum og Afríku að sögn Pavlov. Þá eiga upplýsingarnar að hafa ratað til Washington að endingu. Fréttastofan TASS greindi frá því á síðasta ári að saksóknarar vildu höfða mál gegn Kommersant fyrir að hafa greint frá leynilegum gögnum. Þá sagði rússneska fréttaveitan The Bell frá því að grein sem Safronov skrifaði hafi verið fjarlægð af vefsíðu Kommersant. Í greininni var greint frá því að Egyptar hafi samið við Rússa að kaupa Sukhoi SU-35 herflugvélar en Bandaríkin hótuðu Egyptum viðskiptaþvingunum ef samningurinn gengi eftir.
Rússland Fjölmiðlar Tékkland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira