Fyrrverandi blaðamaður sakaður um landráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 21:50 Ifran Safronov er bak við lás og slá en hann er sakaður um landráð. EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY Rússneskar öryggissveitir handtóku í dag fyrrverandi blaðamann sem starfar nú sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimvísindastofnunarinnar. Hann er sakaður um landráð og er sagður hafa deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi. Myndskeið sem birt var af öryggissveitum rússnesku alríkislögreglunnar sýna frá því þegar Ivan Safronov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu af vopnuðum lögreglumönnum. Leitað var á honum áður en hann var leiddur inn í lögreglubíl. Þegar hann var leiddur fyrir dóm af grímuklæddum lögreglumönnum fram hjá hópi fréttafólks heyrðist hann segja „ég er saklaus,“ en réttarhöldin voru ekki aðgengileg almenningi. Hann var dæmdur í tveggja mánaða gæsluvarðhald, þar til 6. september, en þá á að rétta í málinu. Lögmenn hans segja að málinu verði áfrýjað. Sofronov á að hafa framið glæpinn þegar hann starfaði sem blaðamaður og sá hann um umfjöllun um hernaðarmál fyrir dagblaðið Kommersant. Hann á yfir höfði sér allt að tveggja áratuga langa fangelsisvist verði hann sakfelldur. Talið er að réttarhöldin verði lokuð. Washington frétti af vopnasölu Rússa Þetta er í fyrsta skipti í nærri tvo áratugi sem blaðamaður hefur verið sakaður um landráð í Rússlandi að sögn Ivan Pavlov, eins lögmanna Safronov. Hann segir rannsakendur halda því fram að Safronov hafi deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi í gegn um netið árið 2017. Upplýsingarnar tengdust vopnasölu Rússa í Mið-Austurlöndum og Afríku að sögn Pavlov. Þá eiga upplýsingarnar að hafa ratað til Washington að endingu. Fréttastofan TASS greindi frá því á síðasta ári að saksóknarar vildu höfða mál gegn Kommersant fyrir að hafa greint frá leynilegum gögnum. Þá sagði rússneska fréttaveitan The Bell frá því að grein sem Safronov skrifaði hafi verið fjarlægð af vefsíðu Kommersant. Í greininni var greint frá því að Egyptar hafi samið við Rússa að kaupa Sukhoi SU-35 herflugvélar en Bandaríkin hótuðu Egyptum viðskiptaþvingunum ef samningurinn gengi eftir. Rússland Fjölmiðlar Tékkland Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Rússneskar öryggissveitir handtóku í dag fyrrverandi blaðamann sem starfar nú sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimvísindastofnunarinnar. Hann er sakaður um landráð og er sagður hafa deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi. Myndskeið sem birt var af öryggissveitum rússnesku alríkislögreglunnar sýna frá því þegar Ivan Safronov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu af vopnuðum lögreglumönnum. Leitað var á honum áður en hann var leiddur inn í lögreglubíl. Þegar hann var leiddur fyrir dóm af grímuklæddum lögreglumönnum fram hjá hópi fréttafólks heyrðist hann segja „ég er saklaus,“ en réttarhöldin voru ekki aðgengileg almenningi. Hann var dæmdur í tveggja mánaða gæsluvarðhald, þar til 6. september, en þá á að rétta í málinu. Lögmenn hans segja að málinu verði áfrýjað. Sofronov á að hafa framið glæpinn þegar hann starfaði sem blaðamaður og sá hann um umfjöllun um hernaðarmál fyrir dagblaðið Kommersant. Hann á yfir höfði sér allt að tveggja áratuga langa fangelsisvist verði hann sakfelldur. Talið er að réttarhöldin verði lokuð. Washington frétti af vopnasölu Rússa Þetta er í fyrsta skipti í nærri tvo áratugi sem blaðamaður hefur verið sakaður um landráð í Rússlandi að sögn Ivan Pavlov, eins lögmanna Safronov. Hann segir rannsakendur halda því fram að Safronov hafi deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi í gegn um netið árið 2017. Upplýsingarnar tengdust vopnasölu Rússa í Mið-Austurlöndum og Afríku að sögn Pavlov. Þá eiga upplýsingarnar að hafa ratað til Washington að endingu. Fréttastofan TASS greindi frá því á síðasta ári að saksóknarar vildu höfða mál gegn Kommersant fyrir að hafa greint frá leynilegum gögnum. Þá sagði rússneska fréttaveitan The Bell frá því að grein sem Safronov skrifaði hafi verið fjarlægð af vefsíðu Kommersant. Í greininni var greint frá því að Egyptar hafi samið við Rússa að kaupa Sukhoi SU-35 herflugvélar en Bandaríkin hótuðu Egyptum viðskiptaþvingunum ef samningurinn gengi eftir.
Rússland Fjölmiðlar Tékkland Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira