Fyrrverandi blaðamaður sakaður um landráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 21:50 Ifran Safronov er bak við lás og slá en hann er sakaður um landráð. EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY Rússneskar öryggissveitir handtóku í dag fyrrverandi blaðamann sem starfar nú sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimvísindastofnunarinnar. Hann er sakaður um landráð og er sagður hafa deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi. Myndskeið sem birt var af öryggissveitum rússnesku alríkislögreglunnar sýna frá því þegar Ivan Safronov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu af vopnuðum lögreglumönnum. Leitað var á honum áður en hann var leiddur inn í lögreglubíl. Þegar hann var leiddur fyrir dóm af grímuklæddum lögreglumönnum fram hjá hópi fréttafólks heyrðist hann segja „ég er saklaus,“ en réttarhöldin voru ekki aðgengileg almenningi. Hann var dæmdur í tveggja mánaða gæsluvarðhald, þar til 6. september, en þá á að rétta í málinu. Lögmenn hans segja að málinu verði áfrýjað. Sofronov á að hafa framið glæpinn þegar hann starfaði sem blaðamaður og sá hann um umfjöllun um hernaðarmál fyrir dagblaðið Kommersant. Hann á yfir höfði sér allt að tveggja áratuga langa fangelsisvist verði hann sakfelldur. Talið er að réttarhöldin verði lokuð. Washington frétti af vopnasölu Rússa Þetta er í fyrsta skipti í nærri tvo áratugi sem blaðamaður hefur verið sakaður um landráð í Rússlandi að sögn Ivan Pavlov, eins lögmanna Safronov. Hann segir rannsakendur halda því fram að Safronov hafi deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi í gegn um netið árið 2017. Upplýsingarnar tengdust vopnasölu Rússa í Mið-Austurlöndum og Afríku að sögn Pavlov. Þá eiga upplýsingarnar að hafa ratað til Washington að endingu. Fréttastofan TASS greindi frá því á síðasta ári að saksóknarar vildu höfða mál gegn Kommersant fyrir að hafa greint frá leynilegum gögnum. Þá sagði rússneska fréttaveitan The Bell frá því að grein sem Safronov skrifaði hafi verið fjarlægð af vefsíðu Kommersant. Í greininni var greint frá því að Egyptar hafi samið við Rússa að kaupa Sukhoi SU-35 herflugvélar en Bandaríkin hótuðu Egyptum viðskiptaþvingunum ef samningurinn gengi eftir. Rússland Fjölmiðlar Tékkland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Rússneskar öryggissveitir handtóku í dag fyrrverandi blaðamann sem starfar nú sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimvísindastofnunarinnar. Hann er sakaður um landráð og er sagður hafa deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi. Myndskeið sem birt var af öryggissveitum rússnesku alríkislögreglunnar sýna frá því þegar Ivan Safronov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu af vopnuðum lögreglumönnum. Leitað var á honum áður en hann var leiddur inn í lögreglubíl. Þegar hann var leiddur fyrir dóm af grímuklæddum lögreglumönnum fram hjá hópi fréttafólks heyrðist hann segja „ég er saklaus,“ en réttarhöldin voru ekki aðgengileg almenningi. Hann var dæmdur í tveggja mánaða gæsluvarðhald, þar til 6. september, en þá á að rétta í málinu. Lögmenn hans segja að málinu verði áfrýjað. Sofronov á að hafa framið glæpinn þegar hann starfaði sem blaðamaður og sá hann um umfjöllun um hernaðarmál fyrir dagblaðið Kommersant. Hann á yfir höfði sér allt að tveggja áratuga langa fangelsisvist verði hann sakfelldur. Talið er að réttarhöldin verði lokuð. Washington frétti af vopnasölu Rússa Þetta er í fyrsta skipti í nærri tvo áratugi sem blaðamaður hefur verið sakaður um landráð í Rússlandi að sögn Ivan Pavlov, eins lögmanna Safronov. Hann segir rannsakendur halda því fram að Safronov hafi deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi í gegn um netið árið 2017. Upplýsingarnar tengdust vopnasölu Rússa í Mið-Austurlöndum og Afríku að sögn Pavlov. Þá eiga upplýsingarnar að hafa ratað til Washington að endingu. Fréttastofan TASS greindi frá því á síðasta ári að saksóknarar vildu höfða mál gegn Kommersant fyrir að hafa greint frá leynilegum gögnum. Þá sagði rússneska fréttaveitan The Bell frá því að grein sem Safronov skrifaði hafi verið fjarlægð af vefsíðu Kommersant. Í greininni var greint frá því að Egyptar hafi samið við Rússa að kaupa Sukhoi SU-35 herflugvélar en Bandaríkin hótuðu Egyptum viðskiptaþvingunum ef samningurinn gengi eftir.
Rússland Fjölmiðlar Tékkland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira