Fylgir þú lögum? Ugla Stefaníu Kristjönudóttir Jónsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 7. júlí 2020 09:00 Um þessar mundir er eitt ár liðið síðan Lög um kynrænt sjálfræði, langþráð tímamótalöggjöf í málefnum trans fólks, tóku gildi. Samkvæmt þeim þurfa allar stofnanir og fyrirtæki sem skrá upplýsingar um fólk að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns. Aðlögunarfrestur var gefinn, en lögin kveða á um að 18 mánuðum eftir að lögin taka gildi verði að bjóða upp á fleiri möguleika en karl og kona þegar upplýsingum um kyn er safnað. Samtökin ‘78 og Trans Ísland hafa því sett af stað átaksverkefni sem er ætlað að styðja við öll sem þurfa að uppfæra sig og auðvelda almenningi að benda á hvaða aðilar þurfi að bæta úr sínum málum. Ástæður þess að krafan um hlutlausa kynskráningu er rituð í landslög eru margvíslegar. Helstu ástæðurnar eru til að koma til móts við fólk sem skilgreinir sig utan hinna hefðbundnu kynjaflokka, eða kynsegin fólk. Kynsegin fólk hefur kynvitund sem fellur ekki eingöngu að því að vera karl eða kona, og getur fólk upplifað kynvitund sína fljótandi, bæði sem karl og kona eða algjörlega fyrir utan þessa flokka. Mikilvægt er að fólk geti skráð kyn sitt í samræmi við kynvitund til að auka aðgengi og lífsgæði hópsins í samfélaginu. Einnig er það mikilvægt til að tryggja að gagnaöflun sé sönn og rétt og endurspegli fjölbreytileika kynvitundar. En hvernig ber að standa að þessu? Ýmsir aðilar hafa haft samband við Samtökin ‘78 og Trans Ísland og leitað ráðgjafar um það hvernig sé best að standa að hlutlausri skráningu kyns. Til þess að mæta þessari þörf höfum við sett saman leiðbeiningar og gert þær aðgengilegar á vefnum. Í stuttu máli mælum við með því að valmöguleikar, t.a.m. á eyðublöðum, séu almennt hafðir fimm: karl, kona, kynsegin, annað og vil ekki svara. Við mælum eindregið með því að fólk kynni sér leiðbeiningarnar í heild sinni, þar sem þær eru mun ítarlegri og taka á hinum ýmsu vafamálum. Það skiptir máli að vandað sé til verka. Eftir aðeins sex mánuði, 18 mánuðum eftir gildistöku Laga um kynrænt sjálfræði, verður hlutlaus skráning kyns lögbundin og innleiðingartímabili lokið. Ólíkt því sem mörg halda, þá eiga lögin ekki aðeins við um Þjóðskrá Íslands, heldur segir í 6. grein: „Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.“ Við hvetjum stofnanir og fyrirtæki þess vegna til þess að breyta kynskráningu í kerfum sínum, skráningarformum og eyðublöðum í tæka tíð. Í dag hefja Samtökin ‘78 fjögurra vikna hvatningarátak til þess að styðja við innleiðingu laganna. Við biðjum fólk sem rekst á úrelt form að láta okkur vita, svo við getum minnt viðkomandi aðila á löggjöfina sem þarf að uppfylla innan tíðar. Á vefsíðu Samtakanna ‘78 munum við bæði taka við ábendingum um það sem betur má fara og halda utan um fyrirmyndarlista yfir þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa breytt upplýsingaöflun sinni til betri vegar. Mikilvægt er að við byggjum saman samfélag þar sem við erum öll meðtalin og tryggjum að þessi stóra réttarbót fyrir hóp sem hefur hingað til verið ósýnilegur innan kerfisins gangi eftir. Þessar viðbætur munu koma til með að auðga samfélagsvitund okkar og sýna að við ætlum öll að gera okkar besta í það að tryggja sanngjarnt, réttlátt og aðgengilegt samfélag fyrir okkur öll, burtséð frá kynvitund. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Hinsegin Ugla Stefanía Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er eitt ár liðið síðan Lög um kynrænt sjálfræði, langþráð tímamótalöggjöf í málefnum trans fólks, tóku gildi. Samkvæmt þeim þurfa allar stofnanir og fyrirtæki sem skrá upplýsingar um fólk að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns. Aðlögunarfrestur var gefinn, en lögin kveða á um að 18 mánuðum eftir að lögin taka gildi verði að bjóða upp á fleiri möguleika en karl og kona þegar upplýsingum um kyn er safnað. Samtökin ‘78 og Trans Ísland hafa því sett af stað átaksverkefni sem er ætlað að styðja við öll sem þurfa að uppfæra sig og auðvelda almenningi að benda á hvaða aðilar þurfi að bæta úr sínum málum. Ástæður þess að krafan um hlutlausa kynskráningu er rituð í landslög eru margvíslegar. Helstu ástæðurnar eru til að koma til móts við fólk sem skilgreinir sig utan hinna hefðbundnu kynjaflokka, eða kynsegin fólk. Kynsegin fólk hefur kynvitund sem fellur ekki eingöngu að því að vera karl eða kona, og getur fólk upplifað kynvitund sína fljótandi, bæði sem karl og kona eða algjörlega fyrir utan þessa flokka. Mikilvægt er að fólk geti skráð kyn sitt í samræmi við kynvitund til að auka aðgengi og lífsgæði hópsins í samfélaginu. Einnig er það mikilvægt til að tryggja að gagnaöflun sé sönn og rétt og endurspegli fjölbreytileika kynvitundar. En hvernig ber að standa að þessu? Ýmsir aðilar hafa haft samband við Samtökin ‘78 og Trans Ísland og leitað ráðgjafar um það hvernig sé best að standa að hlutlausri skráningu kyns. Til þess að mæta þessari þörf höfum við sett saman leiðbeiningar og gert þær aðgengilegar á vefnum. Í stuttu máli mælum við með því að valmöguleikar, t.a.m. á eyðublöðum, séu almennt hafðir fimm: karl, kona, kynsegin, annað og vil ekki svara. Við mælum eindregið með því að fólk kynni sér leiðbeiningarnar í heild sinni, þar sem þær eru mun ítarlegri og taka á hinum ýmsu vafamálum. Það skiptir máli að vandað sé til verka. Eftir aðeins sex mánuði, 18 mánuðum eftir gildistöku Laga um kynrænt sjálfræði, verður hlutlaus skráning kyns lögbundin og innleiðingartímabili lokið. Ólíkt því sem mörg halda, þá eiga lögin ekki aðeins við um Þjóðskrá Íslands, heldur segir í 6. grein: „Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.“ Við hvetjum stofnanir og fyrirtæki þess vegna til þess að breyta kynskráningu í kerfum sínum, skráningarformum og eyðublöðum í tæka tíð. Í dag hefja Samtökin ‘78 fjögurra vikna hvatningarátak til þess að styðja við innleiðingu laganna. Við biðjum fólk sem rekst á úrelt form að láta okkur vita, svo við getum minnt viðkomandi aðila á löggjöfina sem þarf að uppfylla innan tíðar. Á vefsíðu Samtakanna ‘78 munum við bæði taka við ábendingum um það sem betur má fara og halda utan um fyrirmyndarlista yfir þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa breytt upplýsingaöflun sinni til betri vegar. Mikilvægt er að við byggjum saman samfélag þar sem við erum öll meðtalin og tryggjum að þessi stóra réttarbót fyrir hóp sem hefur hingað til verið ósýnilegur innan kerfisins gangi eftir. Þessar viðbætur munu koma til með að auðga samfélagsvitund okkar og sýna að við ætlum öll að gera okkar besta í það að tryggja sanngjarnt, réttlátt og aðgengilegt samfélag fyrir okkur öll, burtséð frá kynvitund. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun